Tólf dagar í EM: Mjög hrædd við hunda og er of tapsár til að spila tölvuleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 11:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skorað tíu mörk fyrir íslenska landsliðið og þar á meðal voru mikilvæg mörk í undankeppni EM. Vísir/Hulda Margrét Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Nú er komið að markadrottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hin þrítuga Berglind Björg hefur náð sér í mikla reynslu á síðustu árum því eftir að hafa raðað inn mörkum í íslensku deildinni með Breiðabliki, 62 mörk í 61 deildarleik frá 2017 til 2020, þá hefur reynt fyrir sér hjá AC Milan á Ítalíu, Le Havre í Frakklandi, Hammarby IF í Svíþjóð og nú síðast hjá Brann í Noregi. Berglind spilaði fyrstu fjögur tímabilin sín í efstu deild með Blikum en fór síðan í ÍBV í tvö ár. Hún spilaði einnig í eitt og hálft tímabil með Fylki áður en hún kom aftur til Blika. Áður en Berglind fór út í atvinnumennsku þá náði hún tvisvar að verða markadrottning deildarinnar. Hún varð tvisvar Íslandsmeistari með Breiðabliki. Berglind hefur alls náð að spila í efstu deild í sex löndum að Íslandi meðtöldu því hún spilaði einnig með PSV í hollensku deildinni. Frammistaða hennar hjá AC Milan vakti mikla athygli þar sem hún skoraði fimm mörk í fimm leikjum vorið 2020. Berglind samdi við norsku meistarana í Brann fyrir þetta tímabil en hefur verið óheppin með meiðsli þar sem af er sumri. Hún er leikfær nú og vonandi klár í alvöru verkefni á EM. Berglind Björg skoraði tvö af mikilvægustu mörkum íslenska liðsins í undankeppninni og það með aðeins fimm daga millibili. Fyrst jafnaði hún metin í 1-1 og kom íslenska liðinu á bragðið á móti Slóvakíu og svo skoraði hún sigurmarkið á móti Ungverjalandi, markið sem endanlega tryggði íslensku stelpunum sæti á EM. Berglind lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Bandaríkjunum 24. febrúar 2010 eða rétt eftir átján ára afmælið sitt. Hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á móti Slóvakíu í apríl 2017 og hefur alls skorað 10 mörk í 62 landsleikjum. Berglind Björg var í hópnum á síðasta Evrópumóti sem fram fór í Hollandi 2017 og kom við sögu í einum leik eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Austurríki. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu gegn Tékklandi á Laugardalsvellinum en með henni er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.Vísir/Hulda Margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2007 með Breiðablik og í leik á móti Val. Var nýorðin 15 ára og var sett inn á til að elta Kötu Jóns á miðjunni. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Ég hef lært af mörgum í gegnum tíðina en pabbi hefur kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Mörg lög sem gera það! En það helsta er „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já fjölskyldan, kærasti og vinir mæta út. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er með BA gráðu í sálfræði og BSc gráðu í félagsvísindum. Í hvernig skóm spilarðu? Nike mercurial vapor. Uppáhalds lið í enska? Manchester United.Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki. Ég hef reynt að spila FIFA í PlayStation en verð allt of tapsár þannig ég hætti strax.Uppáhalds matur? Mexíkóskur maturFyndnust í landsliðinu? Hallbera (Guðný Gísladóttir) og Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) er rosa fyndnar.Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda (Gunnlaugsdóttir) og Guðrún (Arnardóttir).Óstundvísust í landsliðinu? Elín Metta (Jensen).Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn.Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Við erum nokkrar í liðinu sem elska að fara á kaffihús.Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekkert nafn sem kemur upp, en það er hundleiðinlegt að spila á móti góðum markmönnum.Átrúnaðargoð í æsku? Ruud van Nistelrooy.Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Er mjög hrædd við hunda. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjá meira
Hin þrítuga Berglind Björg hefur náð sér í mikla reynslu á síðustu árum því eftir að hafa raðað inn mörkum í íslensku deildinni með Breiðabliki, 62 mörk í 61 deildarleik frá 2017 til 2020, þá hefur reynt fyrir sér hjá AC Milan á Ítalíu, Le Havre í Frakklandi, Hammarby IF í Svíþjóð og nú síðast hjá Brann í Noregi. Berglind spilaði fyrstu fjögur tímabilin sín í efstu deild með Blikum en fór síðan í ÍBV í tvö ár. Hún spilaði einnig í eitt og hálft tímabil með Fylki áður en hún kom aftur til Blika. Áður en Berglind fór út í atvinnumennsku þá náði hún tvisvar að verða markadrottning deildarinnar. Hún varð tvisvar Íslandsmeistari með Breiðabliki. Berglind hefur alls náð að spila í efstu deild í sex löndum að Íslandi meðtöldu því hún spilaði einnig með PSV í hollensku deildinni. Frammistaða hennar hjá AC Milan vakti mikla athygli þar sem hún skoraði fimm mörk í fimm leikjum vorið 2020. Berglind samdi við norsku meistarana í Brann fyrir þetta tímabil en hefur verið óheppin með meiðsli þar sem af er sumri. Hún er leikfær nú og vonandi klár í alvöru verkefni á EM. Berglind Björg skoraði tvö af mikilvægustu mörkum íslenska liðsins í undankeppninni og það með aðeins fimm daga millibili. Fyrst jafnaði hún metin í 1-1 og kom íslenska liðinu á bragðið á móti Slóvakíu og svo skoraði hún sigurmarkið á móti Ungverjalandi, markið sem endanlega tryggði íslensku stelpunum sæti á EM. Berglind lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Bandaríkjunum 24. febrúar 2010 eða rétt eftir átján ára afmælið sitt. Hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á móti Slóvakíu í apríl 2017 og hefur alls skorað 10 mörk í 62 landsleikjum. Berglind Björg var í hópnum á síðasta Evrópumóti sem fram fór í Hollandi 2017 og kom við sögu í einum leik eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Austurríki. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu gegn Tékklandi á Laugardalsvellinum en með henni er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.Vísir/Hulda Margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2007 með Breiðablik og í leik á móti Val. Var nýorðin 15 ára og var sett inn á til að elta Kötu Jóns á miðjunni. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Ég hef lært af mörgum í gegnum tíðina en pabbi hefur kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Mörg lög sem gera það! En það helsta er „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já fjölskyldan, kærasti og vinir mæta út. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er með BA gráðu í sálfræði og BSc gráðu í félagsvísindum. Í hvernig skóm spilarðu? Nike mercurial vapor. Uppáhalds lið í enska? Manchester United.Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki. Ég hef reynt að spila FIFA í PlayStation en verð allt of tapsár þannig ég hætti strax.Uppáhalds matur? Mexíkóskur maturFyndnust í landsliðinu? Hallbera (Guðný Gísladóttir) og Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) er rosa fyndnar.Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda (Gunnlaugsdóttir) og Guðrún (Arnardóttir).Óstundvísust í landsliðinu? Elín Metta (Jensen).Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn.Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Við erum nokkrar í liðinu sem elska að fara á kaffihús.Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekkert nafn sem kemur upp, en það er hundleiðinlegt að spila á móti góðum markmönnum.Átrúnaðargoð í æsku? Ruud van Nistelrooy.Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Er mjög hrædd við hunda.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjá meira