Handbolti

Hulda Dís aftur á Sel­foss eftir tvö ár á Hlíðar­enda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hulda Dís er mætt í uppeldisfélagið.
Hulda Dís er mætt í uppeldisfélagið. UMF Selfoss

Hulda Dís Þrastardóttir hefur samið við uppeldisfélag sitt Selfoss. Hulda Dís hefur leikið með Val í Olís deild kvenna í handbolta undanfarin tvö ár.

Selfoss greindi frá þessu fyrr í dag en Hulda Dís skrifaði undir tveggja ára samning. Eftir nokkur ár í Grill66-deildinni vann Selfoss sér inn sæti í Olís deild kvenna á næstu leiktíð.

„Það eru mjög góðar fréttir að þessi fjölhæfa handboltakona hafi ákveðið að taka slaginn á Selfossi í vetur. Það eru spennandi tímar framundan í Olís deildinni í vetur,“ segir í tilkynningu Selfyssinga.

Hin 24 ára gamla Hulda Dís á ekki langt að sækja hæfileikana en hún á þrjú systkini sem hafa gert það gott á handboltavellinum. Það eru þau Hrafnhildur Hanna, Haukur og Örn.

Hulda Dís hefur leikið með yngri landslið Íslands sem og B-landsliði Íslands.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×