Slegnir yfir fyrirhugaðri lækkun aflamarks þorsks Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júní 2022 13:29 Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sjómönnum og útgerðarmönnum líst illa á fyrirhugaða lækkun aflamarks þorks. Uppbygging þorksstofnsins hefur staðnað síðustu ár og afrakstur minni en áætlað var. Margir telja að tími sé kominn til að endurskoða nálgun Hafrannsóknarstofnunar. Hafrannsóknastofnun lagði fyrr í mánuðinum til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki úr rúmlega 222 þúsund tonnum í tæplega 209 þúsund tonn. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN á Grundafirði, segir sjómenn og eigendur minni útgerða slegna yfir þessari lækkun. „Það gengur of hægt að byggja upp þorsksstofninn. Þeir segja alltaf að hann sé orðinn stór og öflugur en við erum alltaf bara að veiða í kringum 200 þúsund tonnin. Það er auðvitað langt, langt frá þeim afla sem var kynnt fyrir okkur í upphafi þegar tekin var upp þessi veiðistjórnun sem við erum nú með,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi og á við þá áætlun að með uppbyggingu þorksstofnsins hafi útgerðarmenn búist við því að veiða um 300 til 400 þúsund tonn í ár. Stöðnun í vexti stofnsins Guðmundur segir ekki óeðlilegt að hafa reiknað með slíkum afla miðað við fræðirannsóknir. „Við erum mjög langt frá því að ná því sem lagt var upp með. Hafró gerði ráð fyrir stærri fiskum í stofninum sem myndu tryggja betri hrygningu og betri viðkomu stofnsins en það er ekki að gerast. Þegar við fórum að draga svona mikið úr veiðinni fóru fiskarnir að stækka þar sem við tókum minna hlutfall úr stofninum.“ Hann segir heildarstofninn hafa hætt að stækka á síðustu tveimur árum. „Vaxtarkúrvan fellur. Mín kenning er sú að það eru eldri fiskar í stofninum sem deyja. Við erum því að byggja upp þorskstofn og spara þorskstofn sem við erum þar með ekki að nýta á sem hagkvæmastan hátt.“ Löndun þorsks við Breiðdalsvík.Vísir/Vilhelm Með veiði styrkist stofninn „Öll líffræði byggist á því að þegar þú nýtir svona stofna þá styrkjast þeir og þegar þú hættir að nýta þá, þá veikjast þeir,“ segir Guðmundur. Allir hafi verið sammála um að minnka veiði eftir að svört skýrsla Hafró um þorskstofninn var birt. „Svo þegar við drógum mikið úr veiðinni og fórum að byggja upp stofninn, stækkuðu einstaklingarnir. Stofninn stækkaði tiltölulega hratt en síðan kemur í ljós að heildarstofninn hættir að stækka og vaxtarkúrvan fellur.“ Allir sjómenn séu mjög óhressir með uppbyggingu þorsksstofnsins. „Afrakstur stofnsins er miklu minni en allir væntu, líffræðilega gengur þetta ekki eftir. Stofninn skilar allt of litlu af sér,“ sagði Guðmundur að lokum. Hann býst því við að það hljóti því að vera komið tilefni til að endurskoða þessa nálgun Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Hafrannsóknastofnun lagði fyrr í mánuðinum til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki úr rúmlega 222 þúsund tonnum í tæplega 209 þúsund tonn. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN á Grundafirði, segir sjómenn og eigendur minni útgerða slegna yfir þessari lækkun. „Það gengur of hægt að byggja upp þorsksstofninn. Þeir segja alltaf að hann sé orðinn stór og öflugur en við erum alltaf bara að veiða í kringum 200 þúsund tonnin. Það er auðvitað langt, langt frá þeim afla sem var kynnt fyrir okkur í upphafi þegar tekin var upp þessi veiðistjórnun sem við erum nú með,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi og á við þá áætlun að með uppbyggingu þorksstofnsins hafi útgerðarmenn búist við því að veiða um 300 til 400 þúsund tonn í ár. Stöðnun í vexti stofnsins Guðmundur segir ekki óeðlilegt að hafa reiknað með slíkum afla miðað við fræðirannsóknir. „Við erum mjög langt frá því að ná því sem lagt var upp með. Hafró gerði ráð fyrir stærri fiskum í stofninum sem myndu tryggja betri hrygningu og betri viðkomu stofnsins en það er ekki að gerast. Þegar við fórum að draga svona mikið úr veiðinni fóru fiskarnir að stækka þar sem við tókum minna hlutfall úr stofninum.“ Hann segir heildarstofninn hafa hætt að stækka á síðustu tveimur árum. „Vaxtarkúrvan fellur. Mín kenning er sú að það eru eldri fiskar í stofninum sem deyja. Við erum því að byggja upp þorskstofn og spara þorskstofn sem við erum þar með ekki að nýta á sem hagkvæmastan hátt.“ Löndun þorsks við Breiðdalsvík.Vísir/Vilhelm Með veiði styrkist stofninn „Öll líffræði byggist á því að þegar þú nýtir svona stofna þá styrkjast þeir og þegar þú hættir að nýta þá, þá veikjast þeir,“ segir Guðmundur. Allir hafi verið sammála um að minnka veiði eftir að svört skýrsla Hafró um þorskstofninn var birt. „Svo þegar við drógum mikið úr veiðinni og fórum að byggja upp stofninn, stækkuðu einstaklingarnir. Stofninn stækkaði tiltölulega hratt en síðan kemur í ljós að heildarstofninn hættir að stækka og vaxtarkúrvan fellur.“ Allir sjómenn séu mjög óhressir með uppbyggingu þorsksstofnsins. „Afrakstur stofnsins er miklu minni en allir væntu, líffræðilega gengur þetta ekki eftir. Stofninn skilar allt of litlu af sér,“ sagði Guðmundur að lokum. Hann býst því við að það hljóti því að vera komið tilefni til að endurskoða þessa nálgun Hafrannsóknarstofnunar.
Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
„Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40
Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09
Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23