Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði meðal annars að þeir sem áður hafa verið í viðskiptum við raforkusala þurfi ekki að hafa áhyggjur. Samningur fylgi fólki á milli heimila.
Hlusta má á viðtalið við Lovísu í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Lovísa segir að fyrir skömmu hafi um 1.500 manns verið í hættu á að skrúfað yrði fyrir rafmagn en starfsfólk dreifiveitna hafi gert stórátak í því að ná í fólk áður en loka þurfti fyrir rafmagn.
Hún segir að það kosti um 25 þúsund krónur að láta opna aftur fyrir rafmagn, því sé mjög íþyngjandi að loka fyrir það.
Áður fyrr var það svo að Orkustofnun beindi fólki sem valdi ekki sjálft til viðskipta við raforkusala, svokallaðan söluaðila til þrautarvara. Úrskurðarnefnd raforkumála komst að því að fyrirkomulagið stæðist ekki lög þar sem Orkustofnun hafði ekki heimild samkvæmt lögum til að útnefna sölufyrirtæki til þrautavara.
Fréttin hefur verið uppfærð.