Mannskemmandi fyrir fólk að vera dregið aftur í myrkrið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2022 21:29 Guðmundur Ingi hefur verið formaður Afstöðu félags fanga í átta ár. Formaður Afstöðu kallar eftir breyttri löggjöf um reynslulausn á Íslandi. Fangar sem fá þyngri dóma fá sjaldan sem aldrei reynslulausn hér ólíkt því sem tíðkast á Norðurlöndum. Greint var frá því í fréttum okkar í gær að Mirjam Foekje van Twuijver, 53 ára hollensk kona, sem hlaut fyrir sjö árum einn allra þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi hefði stefnt ríkinu fyrir frelsissviptingu. Mirjam var svokallað burðardýr og fékk fyrst ellefu ár fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum til landsins. Hæstiréttur mildaði dóminn í átta ár. Hún hafði fengið að afplána hluta dóms síns utan fangelsis undir rafrænu eftirliti vegna þess að Útlendingastofnun vildi senda hana úr landi. Hún kærði það til kærunefndar útlendingamála og fékk ákvörðun útlendingastofnunar snúið við. En þá ákvað Fangelsismálastofnun að forsendur þess að hún afplánaði rest refsingar sinnar utan fangelsis væru brostnar og Mirjam var kölluð aftur inn í fangelsi. Hún lýsti þeirri reynslu eins og „helvíti“ í samtali við fréttastofu í gær. Ættum að beita reynslulausn oftar á Íslandi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir málið afar slæmt. Gera hefði átt undantekningu á þessari reglu í tilviki Mirjam fyrst hún var komin út úr fangelsi „Það er náttúrulega búið að taka þetta ígildi stjórnvaldsákvörðunar og það er erfitt að draga það til baka. Þannig maður skilur það alveg að þegar manneskja er komin í ljósið og hún sé dregin aftur í myrkrið, það er hrikalega erfitt og mannskemmandi í raun og veru,“ segir Guðmundur Ingi. Og í raun er hann á því að Fangelsismálastofnun eigi að vera mun viljugri til að veita föngum reynslulausn, ekki aðeins í þessu sérstaka tilviki Mirjam. Eins og kerfið er í dag er venjan að þeir sem hljóta þyngri dóma verði að afplána tvo þriðju þeirra en hinir sem hljóti vægari dóma eigi möguleikann á því að fá reynslulausn eftir helming fangelsistímans. Guðmundur Ingi segir tíma til kominn að hinir sem hljóti þyngri dóma fái einnig þennan möguleika. „Það eru heimildir sem að Norðurlöndin eru farin að nota miklu meira. Og byggist á því að þegar fólk er að standa sig vel og ná bata þá er þessi lagagrein notuð. En hér er hún aldrei notuð,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það gallaða hugmyndafræði að láta fanga afplána meira en helming af dómi sínum í öllum tilfellum. Reynslulausn sé frábært tæki að beita þegar fangar hafa náð góðri endurhæfingu í fangelsum og byggt sig upp. Kominn sé tími á heildarendurskoðun á löggjöfinni. „Hér vill fangelsismálastofnun ekki taka þessa stóru pólitísku ákvörðun. Hún þarf að koma frá Alþingi Íslendinga,“ segir Guðmundur Ingi. Fangelsismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Greint var frá því í fréttum okkar í gær að Mirjam Foekje van Twuijver, 53 ára hollensk kona, sem hlaut fyrir sjö árum einn allra þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi hefði stefnt ríkinu fyrir frelsissviptingu. Mirjam var svokallað burðardýr og fékk fyrst ellefu ár fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum til landsins. Hæstiréttur mildaði dóminn í átta ár. Hún hafði fengið að afplána hluta dóms síns utan fangelsis undir rafrænu eftirliti vegna þess að Útlendingastofnun vildi senda hana úr landi. Hún kærði það til kærunefndar útlendingamála og fékk ákvörðun útlendingastofnunar snúið við. En þá ákvað Fangelsismálastofnun að forsendur þess að hún afplánaði rest refsingar sinnar utan fangelsis væru brostnar og Mirjam var kölluð aftur inn í fangelsi. Hún lýsti þeirri reynslu eins og „helvíti“ í samtali við fréttastofu í gær. Ættum að beita reynslulausn oftar á Íslandi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir málið afar slæmt. Gera hefði átt undantekningu á þessari reglu í tilviki Mirjam fyrst hún var komin út úr fangelsi „Það er náttúrulega búið að taka þetta ígildi stjórnvaldsákvörðunar og það er erfitt að draga það til baka. Þannig maður skilur það alveg að þegar manneskja er komin í ljósið og hún sé dregin aftur í myrkrið, það er hrikalega erfitt og mannskemmandi í raun og veru,“ segir Guðmundur Ingi. Og í raun er hann á því að Fangelsismálastofnun eigi að vera mun viljugri til að veita föngum reynslulausn, ekki aðeins í þessu sérstaka tilviki Mirjam. Eins og kerfið er í dag er venjan að þeir sem hljóta þyngri dóma verði að afplána tvo þriðju þeirra en hinir sem hljóti vægari dóma eigi möguleikann á því að fá reynslulausn eftir helming fangelsistímans. Guðmundur Ingi segir tíma til kominn að hinir sem hljóti þyngri dóma fái einnig þennan möguleika. „Það eru heimildir sem að Norðurlöndin eru farin að nota miklu meira. Og byggist á því að þegar fólk er að standa sig vel og ná bata þá er þessi lagagrein notuð. En hér er hún aldrei notuð,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það gallaða hugmyndafræði að láta fanga afplána meira en helming af dómi sínum í öllum tilfellum. Reynslulausn sé frábært tæki að beita þegar fangar hafa náð góðri endurhæfingu í fangelsum og byggt sig upp. Kominn sé tími á heildarendurskoðun á löggjöfinni. „Hér vill fangelsismálastofnun ekki taka þessa stóru pólitísku ákvörðun. Hún þarf að koma frá Alþingi Íslendinga,“ segir Guðmundur Ingi.
Fangelsismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira