Mannskemmandi fyrir fólk að vera dregið aftur í myrkrið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2022 21:29 Guðmundur Ingi hefur verið formaður Afstöðu félags fanga í átta ár. Formaður Afstöðu kallar eftir breyttri löggjöf um reynslulausn á Íslandi. Fangar sem fá þyngri dóma fá sjaldan sem aldrei reynslulausn hér ólíkt því sem tíðkast á Norðurlöndum. Greint var frá því í fréttum okkar í gær að Mirjam Foekje van Twuijver, 53 ára hollensk kona, sem hlaut fyrir sjö árum einn allra þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi hefði stefnt ríkinu fyrir frelsissviptingu. Mirjam var svokallað burðardýr og fékk fyrst ellefu ár fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum til landsins. Hæstiréttur mildaði dóminn í átta ár. Hún hafði fengið að afplána hluta dóms síns utan fangelsis undir rafrænu eftirliti vegna þess að Útlendingastofnun vildi senda hana úr landi. Hún kærði það til kærunefndar útlendingamála og fékk ákvörðun útlendingastofnunar snúið við. En þá ákvað Fangelsismálastofnun að forsendur þess að hún afplánaði rest refsingar sinnar utan fangelsis væru brostnar og Mirjam var kölluð aftur inn í fangelsi. Hún lýsti þeirri reynslu eins og „helvíti“ í samtali við fréttastofu í gær. Ættum að beita reynslulausn oftar á Íslandi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir málið afar slæmt. Gera hefði átt undantekningu á þessari reglu í tilviki Mirjam fyrst hún var komin út úr fangelsi „Það er náttúrulega búið að taka þetta ígildi stjórnvaldsákvörðunar og það er erfitt að draga það til baka. Þannig maður skilur það alveg að þegar manneskja er komin í ljósið og hún sé dregin aftur í myrkrið, það er hrikalega erfitt og mannskemmandi í raun og veru,“ segir Guðmundur Ingi. Og í raun er hann á því að Fangelsismálastofnun eigi að vera mun viljugri til að veita föngum reynslulausn, ekki aðeins í þessu sérstaka tilviki Mirjam. Eins og kerfið er í dag er venjan að þeir sem hljóta þyngri dóma verði að afplána tvo þriðju þeirra en hinir sem hljóti vægari dóma eigi möguleikann á því að fá reynslulausn eftir helming fangelsistímans. Guðmundur Ingi segir tíma til kominn að hinir sem hljóti þyngri dóma fái einnig þennan möguleika. „Það eru heimildir sem að Norðurlöndin eru farin að nota miklu meira. Og byggist á því að þegar fólk er að standa sig vel og ná bata þá er þessi lagagrein notuð. En hér er hún aldrei notuð,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það gallaða hugmyndafræði að láta fanga afplána meira en helming af dómi sínum í öllum tilfellum. Reynslulausn sé frábært tæki að beita þegar fangar hafa náð góðri endurhæfingu í fangelsum og byggt sig upp. Kominn sé tími á heildarendurskoðun á löggjöfinni. „Hér vill fangelsismálastofnun ekki taka þessa stóru pólitísku ákvörðun. Hún þarf að koma frá Alþingi Íslendinga,“ segir Guðmundur Ingi. Fangelsismál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Greint var frá því í fréttum okkar í gær að Mirjam Foekje van Twuijver, 53 ára hollensk kona, sem hlaut fyrir sjö árum einn allra þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi hefði stefnt ríkinu fyrir frelsissviptingu. Mirjam var svokallað burðardýr og fékk fyrst ellefu ár fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum til landsins. Hæstiréttur mildaði dóminn í átta ár. Hún hafði fengið að afplána hluta dóms síns utan fangelsis undir rafrænu eftirliti vegna þess að Útlendingastofnun vildi senda hana úr landi. Hún kærði það til kærunefndar útlendingamála og fékk ákvörðun útlendingastofnunar snúið við. En þá ákvað Fangelsismálastofnun að forsendur þess að hún afplánaði rest refsingar sinnar utan fangelsis væru brostnar og Mirjam var kölluð aftur inn í fangelsi. Hún lýsti þeirri reynslu eins og „helvíti“ í samtali við fréttastofu í gær. Ættum að beita reynslulausn oftar á Íslandi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir málið afar slæmt. Gera hefði átt undantekningu á þessari reglu í tilviki Mirjam fyrst hún var komin út úr fangelsi „Það er náttúrulega búið að taka þetta ígildi stjórnvaldsákvörðunar og það er erfitt að draga það til baka. Þannig maður skilur það alveg að þegar manneskja er komin í ljósið og hún sé dregin aftur í myrkrið, það er hrikalega erfitt og mannskemmandi í raun og veru,“ segir Guðmundur Ingi. Og í raun er hann á því að Fangelsismálastofnun eigi að vera mun viljugri til að veita föngum reynslulausn, ekki aðeins í þessu sérstaka tilviki Mirjam. Eins og kerfið er í dag er venjan að þeir sem hljóta þyngri dóma verði að afplána tvo þriðju þeirra en hinir sem hljóti vægari dóma eigi möguleikann á því að fá reynslulausn eftir helming fangelsistímans. Guðmundur Ingi segir tíma til kominn að hinir sem hljóti þyngri dóma fái einnig þennan möguleika. „Það eru heimildir sem að Norðurlöndin eru farin að nota miklu meira. Og byggist á því að þegar fólk er að standa sig vel og ná bata þá er þessi lagagrein notuð. En hér er hún aldrei notuð,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það gallaða hugmyndafræði að láta fanga afplána meira en helming af dómi sínum í öllum tilfellum. Reynslulausn sé frábært tæki að beita þegar fangar hafa náð góðri endurhæfingu í fangelsum og byggt sig upp. Kominn sé tími á heildarendurskoðun á löggjöfinni. „Hér vill fangelsismálastofnun ekki taka þessa stóru pólitísku ákvörðun. Hún þarf að koma frá Alþingi Íslendinga,“ segir Guðmundur Ingi.
Fangelsismál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira