Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2022 18:40 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður og Erla Bolladóttir. Vísir/Ívar Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu Bolladóttur. Hún stefndi ríkinu og það var tilfinningaþrungin stund í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í byrjun árs þegar dómurinn ógilti áðurnefndan úrskurð endurupptökunefndar. Erla fór að nýju fram á endurupptöku í mars og í síðustu viku skilaði settur ríkissaksóknari umsögn um beiðnina. „Og leggst í rauninni gegn endurupptöku. Eða byggir á því að skilyrði fyrir endurupptöku séu ekki fyrir hendi, það er að segja að hún hafi ekki sýnt fram á að þau væru fyrir hendi í málinu,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Erlu. Áttu von á því að ríkið mælti með endurupptöku Það er jafnframt mat setts ríkissaksóknara að of mikið sé gert úr sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar á Erlu í beiðninni. Því er alfarið hafnað að matið geti talist til nýrra upplýsinga sem leiða ættu til endurupptöku. Sigrún kveðst beinlínis undrandi á afstöðu setts ríkissaksóknara. „Þetta eru auðvitað mjög mikil vonbrigði og við áttum hreinlega von á því að ríkið myndi mæla með endurupptöku í ljósi alls þess sem á undan er gengið. Mér hefði þótt það eðlilegast, bæði í framhaldi af héraðsdómi og í framhaldi af yfirlýsingum yfirvalda um þetta atriði,“ segir Sigrún. Nú þurfi að takast á um það hvort skilyrði fyrir endurupptöku séu fyrir hendi. Allt kapp verði lagt á að fá málið tekið upp að nýju svo Erla fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi. „En auðvitað flækir það málið að aðilar séu ekki sammála um að það sé rétt niðurstaða,“ segir Sigrún. Snýst um réttlæti Sjálf segir Erla umsögnina mikil vonbrigði. „Þetta mál er miklu stærra en ég. Þetta snýst ekki um mína persónu, mín persónulegu mál. Og því síður snýst þetta um peninga. Það hefur aldrei gert það. Þetta snýst bara um að réttlætið fái að sigra í þessu máli,“ segir Erla. „Það er svo takmarkalaust virðingarleysi sem ríkir í allri framkomu við mig. Það talar aldrei neinn við mig. Menn fá alls konar fresti, 33 mánuðir hjá endurupptökunefnd til dæmis, og ég er aldrei spurð. Það er eins og þetta komi mér ekki við nema þegar á að fara að dæma mig.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu Bolladóttur. Hún stefndi ríkinu og það var tilfinningaþrungin stund í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í byrjun árs þegar dómurinn ógilti áðurnefndan úrskurð endurupptökunefndar. Erla fór að nýju fram á endurupptöku í mars og í síðustu viku skilaði settur ríkissaksóknari umsögn um beiðnina. „Og leggst í rauninni gegn endurupptöku. Eða byggir á því að skilyrði fyrir endurupptöku séu ekki fyrir hendi, það er að segja að hún hafi ekki sýnt fram á að þau væru fyrir hendi í málinu,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Erlu. Áttu von á því að ríkið mælti með endurupptöku Það er jafnframt mat setts ríkissaksóknara að of mikið sé gert úr sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar á Erlu í beiðninni. Því er alfarið hafnað að matið geti talist til nýrra upplýsinga sem leiða ættu til endurupptöku. Sigrún kveðst beinlínis undrandi á afstöðu setts ríkissaksóknara. „Þetta eru auðvitað mjög mikil vonbrigði og við áttum hreinlega von á því að ríkið myndi mæla með endurupptöku í ljósi alls þess sem á undan er gengið. Mér hefði þótt það eðlilegast, bæði í framhaldi af héraðsdómi og í framhaldi af yfirlýsingum yfirvalda um þetta atriði,“ segir Sigrún. Nú þurfi að takast á um það hvort skilyrði fyrir endurupptöku séu fyrir hendi. Allt kapp verði lagt á að fá málið tekið upp að nýju svo Erla fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi. „En auðvitað flækir það málið að aðilar séu ekki sammála um að það sé rétt niðurstaða,“ segir Sigrún. Snýst um réttlæti Sjálf segir Erla umsögnina mikil vonbrigði. „Þetta mál er miklu stærra en ég. Þetta snýst ekki um mína persónu, mín persónulegu mál. Og því síður snýst þetta um peninga. Það hefur aldrei gert það. Þetta snýst bara um að réttlætið fái að sigra í þessu máli,“ segir Erla. „Það er svo takmarkalaust virðingarleysi sem ríkir í allri framkomu við mig. Það talar aldrei neinn við mig. Menn fá alls konar fresti, 33 mánuðir hjá endurupptökunefnd til dæmis, og ég er aldrei spurð. Það er eins og þetta komi mér ekki við nema þegar á að fara að dæma mig.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira