Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2022 18:40 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður og Erla Bolladóttir. Vísir/Ívar Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu Bolladóttur. Hún stefndi ríkinu og það var tilfinningaþrungin stund í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í byrjun árs þegar dómurinn ógilti áðurnefndan úrskurð endurupptökunefndar. Erla fór að nýju fram á endurupptöku í mars og í síðustu viku skilaði settur ríkissaksóknari umsögn um beiðnina. „Og leggst í rauninni gegn endurupptöku. Eða byggir á því að skilyrði fyrir endurupptöku séu ekki fyrir hendi, það er að segja að hún hafi ekki sýnt fram á að þau væru fyrir hendi í málinu,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Erlu. Áttu von á því að ríkið mælti með endurupptöku Það er jafnframt mat setts ríkissaksóknara að of mikið sé gert úr sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar á Erlu í beiðninni. Því er alfarið hafnað að matið geti talist til nýrra upplýsinga sem leiða ættu til endurupptöku. Sigrún kveðst beinlínis undrandi á afstöðu setts ríkissaksóknara. „Þetta eru auðvitað mjög mikil vonbrigði og við áttum hreinlega von á því að ríkið myndi mæla með endurupptöku í ljósi alls þess sem á undan er gengið. Mér hefði þótt það eðlilegast, bæði í framhaldi af héraðsdómi og í framhaldi af yfirlýsingum yfirvalda um þetta atriði,“ segir Sigrún. Nú þurfi að takast á um það hvort skilyrði fyrir endurupptöku séu fyrir hendi. Allt kapp verði lagt á að fá málið tekið upp að nýju svo Erla fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi. „En auðvitað flækir það málið að aðilar séu ekki sammála um að það sé rétt niðurstaða,“ segir Sigrún. Snýst um réttlæti Sjálf segir Erla umsögnina mikil vonbrigði. „Þetta mál er miklu stærra en ég. Þetta snýst ekki um mína persónu, mín persónulegu mál. Og því síður snýst þetta um peninga. Það hefur aldrei gert það. Þetta snýst bara um að réttlætið fái að sigra í þessu máli,“ segir Erla. „Það er svo takmarkalaust virðingarleysi sem ríkir í allri framkomu við mig. Það talar aldrei neinn við mig. Menn fá alls konar fresti, 33 mánuðir hjá endurupptökunefnd til dæmis, og ég er aldrei spurð. Það er eins og þetta komi mér ekki við nema þegar á að fara að dæma mig.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu Bolladóttur. Hún stefndi ríkinu og það var tilfinningaþrungin stund í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í byrjun árs þegar dómurinn ógilti áðurnefndan úrskurð endurupptökunefndar. Erla fór að nýju fram á endurupptöku í mars og í síðustu viku skilaði settur ríkissaksóknari umsögn um beiðnina. „Og leggst í rauninni gegn endurupptöku. Eða byggir á því að skilyrði fyrir endurupptöku séu ekki fyrir hendi, það er að segja að hún hafi ekki sýnt fram á að þau væru fyrir hendi í málinu,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Erlu. Áttu von á því að ríkið mælti með endurupptöku Það er jafnframt mat setts ríkissaksóknara að of mikið sé gert úr sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar á Erlu í beiðninni. Því er alfarið hafnað að matið geti talist til nýrra upplýsinga sem leiða ættu til endurupptöku. Sigrún kveðst beinlínis undrandi á afstöðu setts ríkissaksóknara. „Þetta eru auðvitað mjög mikil vonbrigði og við áttum hreinlega von á því að ríkið myndi mæla með endurupptöku í ljósi alls þess sem á undan er gengið. Mér hefði þótt það eðlilegast, bæði í framhaldi af héraðsdómi og í framhaldi af yfirlýsingum yfirvalda um þetta atriði,“ segir Sigrún. Nú þurfi að takast á um það hvort skilyrði fyrir endurupptöku séu fyrir hendi. Allt kapp verði lagt á að fá málið tekið upp að nýju svo Erla fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi. „En auðvitað flækir það málið að aðilar séu ekki sammála um að það sé rétt niðurstaða,“ segir Sigrún. Snýst um réttlæti Sjálf segir Erla umsögnina mikil vonbrigði. „Þetta mál er miklu stærra en ég. Þetta snýst ekki um mína persónu, mín persónulegu mál. Og því síður snýst þetta um peninga. Það hefur aldrei gert það. Þetta snýst bara um að réttlætið fái að sigra í þessu máli,“ segir Erla. „Það er svo takmarkalaust virðingarleysi sem ríkir í allri framkomu við mig. Það talar aldrei neinn við mig. Menn fá alls konar fresti, 33 mánuðir hjá endurupptökunefnd til dæmis, og ég er aldrei spurð. Það er eins og þetta komi mér ekki við nema þegar á að fara að dæma mig.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira