Lingard rennur út á samningi hjá Manchester United um komandi mánaðamót en ekki stendur til að framlengja samning hans við félagið.
Þessi 29 ára gamli framherji hefur verið á mála hjá Manchester United frá árinu 2011 en hann skoraði níu mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þegar hann lék sem lánsmaður hjá West Ham United tímabilið 2020 til 2021.
Þá hefur hann leikið 32 landsleiki fyrir Englands hönd og skorað í þeim leikjum sex mörk.