Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 07:50 Vopnaður lögreglumaður á vettvangi skotárásarinnar í Osló í nótt. Byssumaðurinn hóf skothríð fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. AP/Javad Parsa/NTB Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir að maður hóf skothríð við skemmtistaðinn London Pub sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Skipuleggjendur gleðigöngunnar tilkynntu á Facebook-síðu sinni að allir viðburðir tengdir henni færu ekki fram að ráðum lögreglunnar. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Hann er er norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Hún lagði hald á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Átta þeirra sem særðust eru nú á sjúkrahúsi, að sögn Tore Barstad, talsmanns lögreglunnar. Norska ríkisútvarpið NRK segir að enginn þeirra særðu sé lengur talinn í lífshættu. Á fréttamannafundi í morgun sögðu fulltrúar lögreglunnar að maðurinn, sem er 42 ára gamall, sé sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Gengið sé út frá að fyrir honum hafi vakað að skapa ótta en ekki hefur verið útilokað að hann eigi við geðræn vandamál að stríða. Fréttamaður NRK sem varð vitni að árásinni segist hafa séð árásarmanninn taka skotvopn upp úr poka og byrja að skjóta. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir að þó að ekki liggi fyrir hvað vakti fyrir morðingjanum þá hafi árásin valdið hinsegin samfélaginu ótta og sorg. „Við stöndum öll með ykkur,“ skrifaðir Gahr Støre á Facebook-síðu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir að maður hóf skothríð við skemmtistaðinn London Pub sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Skipuleggjendur gleðigöngunnar tilkynntu á Facebook-síðu sinni að allir viðburðir tengdir henni færu ekki fram að ráðum lögreglunnar. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Hann er er norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Hún lagði hald á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Átta þeirra sem særðust eru nú á sjúkrahúsi, að sögn Tore Barstad, talsmanns lögreglunnar. Norska ríkisútvarpið NRK segir að enginn þeirra særðu sé lengur talinn í lífshættu. Á fréttamannafundi í morgun sögðu fulltrúar lögreglunnar að maðurinn, sem er 42 ára gamall, sé sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Gengið sé út frá að fyrir honum hafi vakað að skapa ótta en ekki hefur verið útilokað að hann eigi við geðræn vandamál að stríða. Fréttamaður NRK sem varð vitni að árásinni segist hafa séð árásarmanninn taka skotvopn upp úr poka og byrja að skjóta. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir að þó að ekki liggi fyrir hvað vakti fyrir morðingjanum þá hafi árásin valdið hinsegin samfélaginu ótta og sorg. „Við stöndum öll með ykkur,“ skrifaðir Gahr Støre á Facebook-síðu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent