Í dómi Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu skýrði maðurinn svo frá að stúlkan hafi sofnað þegar hann var að byrja að hafa við hana samræði og verið sofandi meðan á því stóð. Fyrir dómi skýrði hann á hinn bóginn svo frá að samræði hans með stúlkunni hafi verið með samþykki hennar.
Framburður mannsins, hvar hann greindi svo frá að stúlkan hafi verið sofandi fékk jafnframt stoð í upptöku af samtali hans og brotaþola sem gert var grein fyrir í dómi héraðsdóms.
Var maðurinn ekki talinn hafa gefið trúverðuga skýringu á breyttum framburði sínum að þessu leyti og þótti mega taka tillit til framburðar hans hjá lögreglu við sakarmat í málinu. Var því sakfelling ákærða staðfest en refsing þyngd um hálft ár. Brotið átti sér stað í nóvember 2019.
Var ekki talið að matsgerð geðlæknis, þess efnis að refsing myndi ekki bera árangur, ekki talinn standa í vegi fyrir því að maðurinn skyldi dæmdur til fangelsisrefsingar. Geðlæknir hafði greint maninn með ADHD, þroskahömlun og taldi manninn einnig vera á einhverfurófi. Var hann þó talinn sakhæfur.
Ásamt fangelsisrefsingu var manninum gert að greiða stúlkunni 1,8 milljónir króna í miskabætur en héraðsdómur hafði áður gert honum að greiða henni 1,5 milljónir króna í bætur.