Matarverðshækkanir og tollar Ólafur Stephensen skrifar 24. júní 2022 10:30 Mikið hefur verið fjallað um hækkanir á matvælaverði að undanförnu og sýnist sitt hverjum um leiðir til að halda aftur af þeim. Sumir vilja fara leið samkeppnishamla, viðskiptahindrana og ríkisafskipta, aðrir vilja leitast við að efla samkeppni. Greinarhöfundur er í síðarnefnda hópnum og sagði eftirfarandi í morgunfréttum RÚV 15. júní síðastliðinn: „Það er óhætt að segja að samkeppnisstaða innfluttu vörunnar hefur skaðast mikið nú þegar einfaldlega vegna hækkana á aðföngum. Við höfum sagt að það væri skynsamleg leið að lækka tollana á innflutningnum, að minnsta kosti á tilteknum vörum sem nemur þessum verðhækkunum þannig að samkeppnisstaða innfluttu varanna sé þá eins og hún var áður en þessi gríðarlega verðhækkanabylgja gekk yfir. En mér sýnist að það sé lítill pólitískur vilji til að fara þá leið.“ Hagfræðingnum skjöplast Þessi ummæli gerði Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, að umtalsefni í grein sem hún skrifaði hér á Vísi sama dag. Erna dró í efa að innfluttu vörurnar hefðu hækkað og skrifaði: „Innan raða Félags atvinnurekenda eru m.a. stærstu innflytjendur búvara, þar með talið á þeim tollkvótum sem boðnir eru út. Það kemur spánskt fyrir sjónir að þessi fyrirtæki eru nýbúin að bjóða hærra verð í alla tollkvóta sem í boði voru frá ESB fyrir tímabilið maí til ágúst 2022 en þau gerðu þegar útboð fór fram fyrir næsta fjögurra mánaða tímabil á undan, janúar til apríl 2022? Munurinn er frá því að vera 1,3% þar sem hann er minnstur upp í 16,7% þar sem hann er mestur. Ef innfluttar vörur hafa hækkað í verði undanfarið hefði þessu einmitt átt að vera öfugt farið.“ Hér skjöplast hagfræðingnum reyndar. Það er ekkert beint samhengi á milli þess hvort verð á innfluttri vöru hækkar eða lækkar og hvort innflytjendur bjóða hærra eða lægra í tollkvóta. Þar ræður ýmislegt annað, til dæmis eftirspurn á markaði og framboð á innlendri vöru. Sjálft útboðskerfið, þar sem hæstbjóðendur hreppa tollkvótana, hvetur til þess að innflytjendur bjóði sífellt hærra verð fyrir að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru, allt þar til útboðsgjaldið og fjármagnskostnaður innflytjanda af því að greiða það fyrirfram er farinn að nálgast fullan toll á vörunni. Þetta hefur Félag atvinnurekenda margoft bent á. Innlendir framleiðendur drífa áfram hækkanir á útboðsgjaldi Hagfræðingurinn gleymir líka að nefna að það eru ekki félagsmenn FA, heldur félagar Ernu í Samtökum fyrirtækja í landbúnaði sem drífa áfram hækkanir útboðsgjalds (og þar með verðhækkanir) á ýmsum innfluttum búvörum. Eins og Fréttablaðið sagði frá í vikunni eru innlendir bændur og afurðastöðvar orðin stórtækir innflytjendur á kjötvörum, í sumum flokkum búvöru þeir langstærstu. Þannig buðu innlendir framleiðendur hæst í tollkvóta fyrir svínakjöt í síðasta útboði á ESB-tollkvóta og fengu Stjörnugrís, Sláturfélag Suðurlands, Mata og Kjarnafæði samtals 90% af honum í sinn hlut. Það þýðir í raun að innlendu framleiðendurnir hafa varið sig fyrir samkeppni frá innflutningi og ráða verðinu á honum. Það er ekki gott fyrir neytendur. Innlendir framleiðendur bjóða líka sífellt hærra í tollkvóta fyrir nautakjöt og alifuglakjöt. Í síðasta útboði á WTO-tollkvóta var það þannig Esja Gæðafæði, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem hreppti tvo þriðjuhluta af nautakjötskvótanum og Mata, systurfélag Síldar og fisks (Ali) og Matfugls, sem náði í helming alifuglakjötskvótans. Ný niðurstaða á átta dögum Í gær, 23. júní, skrifaði Erna nýja grein á Vísi og bar saman hækkanir á búvörum á Íslandi og í Danmörku. Þau gögn sem hún birtir sýna að verð hafi hækkað meira í Danmörku en á Íslandi. Nú ber svo við að hagfræðingurinn dregur allt aðra ályktun en átta dögum áður; nú telur hún að innfluttar búvörur hækki meira í verði en þær innlendu: „Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri.“ Tillaga um tollalækkun Ég læt Ernu eftir að gera upp við sig hvort innfluttar búvörur séu að hækka meira í verði en þær innlendu eður ei. Ég ætla að halda mig við mína tillögu (sem Neytendasamtökin hafa til dæmis líka gert að sinni); að stjórnvöld lækki tolla á innfluttum búvörum til að mæta miklum verðhækkunum og stuðli þannig að því að halda aftur af verðbólgunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Verðlag Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um hækkanir á matvælaverði að undanförnu og sýnist sitt hverjum um leiðir til að halda aftur af þeim. Sumir vilja fara leið samkeppnishamla, viðskiptahindrana og ríkisafskipta, aðrir vilja leitast við að efla samkeppni. Greinarhöfundur er í síðarnefnda hópnum og sagði eftirfarandi í morgunfréttum RÚV 15. júní síðastliðinn: „Það er óhætt að segja að samkeppnisstaða innfluttu vörunnar hefur skaðast mikið nú þegar einfaldlega vegna hækkana á aðföngum. Við höfum sagt að það væri skynsamleg leið að lækka tollana á innflutningnum, að minnsta kosti á tilteknum vörum sem nemur þessum verðhækkunum þannig að samkeppnisstaða innfluttu varanna sé þá eins og hún var áður en þessi gríðarlega verðhækkanabylgja gekk yfir. En mér sýnist að það sé lítill pólitískur vilji til að fara þá leið.“ Hagfræðingnum skjöplast Þessi ummæli gerði Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, að umtalsefni í grein sem hún skrifaði hér á Vísi sama dag. Erna dró í efa að innfluttu vörurnar hefðu hækkað og skrifaði: „Innan raða Félags atvinnurekenda eru m.a. stærstu innflytjendur búvara, þar með talið á þeim tollkvótum sem boðnir eru út. Það kemur spánskt fyrir sjónir að þessi fyrirtæki eru nýbúin að bjóða hærra verð í alla tollkvóta sem í boði voru frá ESB fyrir tímabilið maí til ágúst 2022 en þau gerðu þegar útboð fór fram fyrir næsta fjögurra mánaða tímabil á undan, janúar til apríl 2022? Munurinn er frá því að vera 1,3% þar sem hann er minnstur upp í 16,7% þar sem hann er mestur. Ef innfluttar vörur hafa hækkað í verði undanfarið hefði þessu einmitt átt að vera öfugt farið.“ Hér skjöplast hagfræðingnum reyndar. Það er ekkert beint samhengi á milli þess hvort verð á innfluttri vöru hækkar eða lækkar og hvort innflytjendur bjóða hærra eða lægra í tollkvóta. Þar ræður ýmislegt annað, til dæmis eftirspurn á markaði og framboð á innlendri vöru. Sjálft útboðskerfið, þar sem hæstbjóðendur hreppa tollkvótana, hvetur til þess að innflytjendur bjóði sífellt hærra verð fyrir að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru, allt þar til útboðsgjaldið og fjármagnskostnaður innflytjanda af því að greiða það fyrirfram er farinn að nálgast fullan toll á vörunni. Þetta hefur Félag atvinnurekenda margoft bent á. Innlendir framleiðendur drífa áfram hækkanir á útboðsgjaldi Hagfræðingurinn gleymir líka að nefna að það eru ekki félagsmenn FA, heldur félagar Ernu í Samtökum fyrirtækja í landbúnaði sem drífa áfram hækkanir útboðsgjalds (og þar með verðhækkanir) á ýmsum innfluttum búvörum. Eins og Fréttablaðið sagði frá í vikunni eru innlendir bændur og afurðastöðvar orðin stórtækir innflytjendur á kjötvörum, í sumum flokkum búvöru þeir langstærstu. Þannig buðu innlendir framleiðendur hæst í tollkvóta fyrir svínakjöt í síðasta útboði á ESB-tollkvóta og fengu Stjörnugrís, Sláturfélag Suðurlands, Mata og Kjarnafæði samtals 90% af honum í sinn hlut. Það þýðir í raun að innlendu framleiðendurnir hafa varið sig fyrir samkeppni frá innflutningi og ráða verðinu á honum. Það er ekki gott fyrir neytendur. Innlendir framleiðendur bjóða líka sífellt hærra í tollkvóta fyrir nautakjöt og alifuglakjöt. Í síðasta útboði á WTO-tollkvóta var það þannig Esja Gæðafæði, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem hreppti tvo þriðjuhluta af nautakjötskvótanum og Mata, systurfélag Síldar og fisks (Ali) og Matfugls, sem náði í helming alifuglakjötskvótans. Ný niðurstaða á átta dögum Í gær, 23. júní, skrifaði Erna nýja grein á Vísi og bar saman hækkanir á búvörum á Íslandi og í Danmörku. Þau gögn sem hún birtir sýna að verð hafi hækkað meira í Danmörku en á Íslandi. Nú ber svo við að hagfræðingurinn dregur allt aðra ályktun en átta dögum áður; nú telur hún að innfluttar búvörur hækki meira í verði en þær innlendu: „Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri.“ Tillaga um tollalækkun Ég læt Ernu eftir að gera upp við sig hvort innfluttar búvörur séu að hækka meira í verði en þær innlendu eður ei. Ég ætla að halda mig við mína tillögu (sem Neytendasamtökin hafa til dæmis líka gert að sinni); að stjórnvöld lækki tolla á innfluttum búvörum til að mæta miklum verðhækkunum og stuðli þannig að því að halda aftur af verðbólgunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun