„Maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2022 19:18 Bíll þeirra feðga. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem var í bílnum með syni sínum þegar skotið var að þeim í Hafnarfirði í gær telur ljóst að skotmaðurinn hafi ætlað sér að drepa þá feðga. Maðurinn segist vera í miklu áfalli eftir atburði gærdagsins. Þetta kom fram í viðtali manninn, Mateusz Dariusz, sem ræddi málið við fréttamann RÚV í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar fór hann yfir hvað átti sér stað í gær frá sjónarhóli hans og sex ára gamals sonar hans, sem voru í bíl sem skotmaðurinn í Hafnarfirði í gær skaut tveimur skotum á. Skotmaðurinn skaut af svölum blokkar á bílinn sem lagt var við leikskóla í norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar var Mateusz að skutla syni sínum á leikskólann. Kom fram í viðtalinu að Mateusz og sonur hans væru alltaf mættir aðeins áður en leikskólinn opnar, svo þeir gætu spjallað saman. „Svo heyrði ég einhvers konar smell,“ sagði Mateusz. „Fyrst hélt ég að þetta væru hljóð í bílnum, eitthvað væri bilað. Smellurinn var ekki hár en heyrðist vel,“ sagði hann enn fremur. „Nokkrum sekúndum síðar heyrði ég annan smell en hærri og fann svo glerið rigna yfir bakið og höfuðið á mér,“ sagði Mateusz. Steig hann þá út úr bílnum til að athuga hvað væri í gangi. „Þá sá ég mann á svölum með langa byssu sem miðaði á bílinn okkar.“ „Ég byrjaði að hrópa á hann: „Hvað ertu að gera“ og „Hættu þessu!““ „Ég sagðist ætla að hringja á lögregluna sem ég gerði strax. Lögregla var með mikinn viðbúnað í Hafnarfirði í gær.Vísir/Vilhelm Segist hann hafa kallað á manninn til að spyrja hvað honum gengi til „Hann svaraði að hann héldi að ég væri einhver glæpamaður.“ Reynt mjög á feðgana Kom fram í viðtalinu að málið hafi reynt mjög á son hans. Mateusz hafi meðal annars þurft að öskra á hann að fela sig á gólfi bílsins. Sagði Mateusz að sonur hans skildi ekki að einhver hafi skotið að bíl þeirra og brotið rúður í honun, „Hann skilur ekki enn að maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Hann segist vera í miklu áfalli. „Ég er enn í miklu áfalli. Mér hefði aldrei dottið í hug að svona nokkuð gæti gerst hérna.“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skotmanninn, karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn var í gær vegna málsins til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Horfa má á viðtalið á vef RÚV. Hafnarfjörður Skotárás við Miðvang Lögreglumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali manninn, Mateusz Dariusz, sem ræddi málið við fréttamann RÚV í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar fór hann yfir hvað átti sér stað í gær frá sjónarhóli hans og sex ára gamals sonar hans, sem voru í bíl sem skotmaðurinn í Hafnarfirði í gær skaut tveimur skotum á. Skotmaðurinn skaut af svölum blokkar á bílinn sem lagt var við leikskóla í norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar var Mateusz að skutla syni sínum á leikskólann. Kom fram í viðtalinu að Mateusz og sonur hans væru alltaf mættir aðeins áður en leikskólinn opnar, svo þeir gætu spjallað saman. „Svo heyrði ég einhvers konar smell,“ sagði Mateusz. „Fyrst hélt ég að þetta væru hljóð í bílnum, eitthvað væri bilað. Smellurinn var ekki hár en heyrðist vel,“ sagði hann enn fremur. „Nokkrum sekúndum síðar heyrði ég annan smell en hærri og fann svo glerið rigna yfir bakið og höfuðið á mér,“ sagði Mateusz. Steig hann þá út úr bílnum til að athuga hvað væri í gangi. „Þá sá ég mann á svölum með langa byssu sem miðaði á bílinn okkar.“ „Ég byrjaði að hrópa á hann: „Hvað ertu að gera“ og „Hættu þessu!““ „Ég sagðist ætla að hringja á lögregluna sem ég gerði strax. Lögregla var með mikinn viðbúnað í Hafnarfirði í gær.Vísir/Vilhelm Segist hann hafa kallað á manninn til að spyrja hvað honum gengi til „Hann svaraði að hann héldi að ég væri einhver glæpamaður.“ Reynt mjög á feðgana Kom fram í viðtalinu að málið hafi reynt mjög á son hans. Mateusz hafi meðal annars þurft að öskra á hann að fela sig á gólfi bílsins. Sagði Mateusz að sonur hans skildi ekki að einhver hafi skotið að bíl þeirra og brotið rúður í honun, „Hann skilur ekki enn að maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Hann segist vera í miklu áfalli. „Ég er enn í miklu áfalli. Mér hefði aldrei dottið í hug að svona nokkuð gæti gerst hérna.“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skotmanninn, karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn var í gær vegna málsins til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Horfa má á viðtalið á vef RÚV.
Hafnarfjörður Skotárás við Miðvang Lögreglumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira