„Maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2022 19:18 Bíll þeirra feðga. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem var í bílnum með syni sínum þegar skotið var að þeim í Hafnarfirði í gær telur ljóst að skotmaðurinn hafi ætlað sér að drepa þá feðga. Maðurinn segist vera í miklu áfalli eftir atburði gærdagsins. Þetta kom fram í viðtali manninn, Mateusz Dariusz, sem ræddi málið við fréttamann RÚV í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar fór hann yfir hvað átti sér stað í gær frá sjónarhóli hans og sex ára gamals sonar hans, sem voru í bíl sem skotmaðurinn í Hafnarfirði í gær skaut tveimur skotum á. Skotmaðurinn skaut af svölum blokkar á bílinn sem lagt var við leikskóla í norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar var Mateusz að skutla syni sínum á leikskólann. Kom fram í viðtalinu að Mateusz og sonur hans væru alltaf mættir aðeins áður en leikskólinn opnar, svo þeir gætu spjallað saman. „Svo heyrði ég einhvers konar smell,“ sagði Mateusz. „Fyrst hélt ég að þetta væru hljóð í bílnum, eitthvað væri bilað. Smellurinn var ekki hár en heyrðist vel,“ sagði hann enn fremur. „Nokkrum sekúndum síðar heyrði ég annan smell en hærri og fann svo glerið rigna yfir bakið og höfuðið á mér,“ sagði Mateusz. Steig hann þá út úr bílnum til að athuga hvað væri í gangi. „Þá sá ég mann á svölum með langa byssu sem miðaði á bílinn okkar.“ „Ég byrjaði að hrópa á hann: „Hvað ertu að gera“ og „Hættu þessu!““ „Ég sagðist ætla að hringja á lögregluna sem ég gerði strax. Lögregla var með mikinn viðbúnað í Hafnarfirði í gær.Vísir/Vilhelm Segist hann hafa kallað á manninn til að spyrja hvað honum gengi til „Hann svaraði að hann héldi að ég væri einhver glæpamaður.“ Reynt mjög á feðgana Kom fram í viðtalinu að málið hafi reynt mjög á son hans. Mateusz hafi meðal annars þurft að öskra á hann að fela sig á gólfi bílsins. Sagði Mateusz að sonur hans skildi ekki að einhver hafi skotið að bíl þeirra og brotið rúður í honun, „Hann skilur ekki enn að maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Hann segist vera í miklu áfalli. „Ég er enn í miklu áfalli. Mér hefði aldrei dottið í hug að svona nokkuð gæti gerst hérna.“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skotmanninn, karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn var í gær vegna málsins til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Horfa má á viðtalið á vef RÚV. Hafnarfjörður Skotárás við Miðvang Lögreglumál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali manninn, Mateusz Dariusz, sem ræddi málið við fréttamann RÚV í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar fór hann yfir hvað átti sér stað í gær frá sjónarhóli hans og sex ára gamals sonar hans, sem voru í bíl sem skotmaðurinn í Hafnarfirði í gær skaut tveimur skotum á. Skotmaðurinn skaut af svölum blokkar á bílinn sem lagt var við leikskóla í norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar var Mateusz að skutla syni sínum á leikskólann. Kom fram í viðtalinu að Mateusz og sonur hans væru alltaf mættir aðeins áður en leikskólinn opnar, svo þeir gætu spjallað saman. „Svo heyrði ég einhvers konar smell,“ sagði Mateusz. „Fyrst hélt ég að þetta væru hljóð í bílnum, eitthvað væri bilað. Smellurinn var ekki hár en heyrðist vel,“ sagði hann enn fremur. „Nokkrum sekúndum síðar heyrði ég annan smell en hærri og fann svo glerið rigna yfir bakið og höfuðið á mér,“ sagði Mateusz. Steig hann þá út úr bílnum til að athuga hvað væri í gangi. „Þá sá ég mann á svölum með langa byssu sem miðaði á bílinn okkar.“ „Ég byrjaði að hrópa á hann: „Hvað ertu að gera“ og „Hættu þessu!““ „Ég sagðist ætla að hringja á lögregluna sem ég gerði strax. Lögregla var með mikinn viðbúnað í Hafnarfirði í gær.Vísir/Vilhelm Segist hann hafa kallað á manninn til að spyrja hvað honum gengi til „Hann svaraði að hann héldi að ég væri einhver glæpamaður.“ Reynt mjög á feðgana Kom fram í viðtalinu að málið hafi reynt mjög á son hans. Mateusz hafi meðal annars þurft að öskra á hann að fela sig á gólfi bílsins. Sagði Mateusz að sonur hans skildi ekki að einhver hafi skotið að bíl þeirra og brotið rúður í honun, „Hann skilur ekki enn að maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Hann segist vera í miklu áfalli. „Ég er enn í miklu áfalli. Mér hefði aldrei dottið í hug að svona nokkuð gæti gerst hérna.“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skotmanninn, karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn var í gær vegna málsins til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Horfa má á viðtalið á vef RÚV.
Hafnarfjörður Skotárás við Miðvang Lögreglumál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira