„Minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. júní 2022 20:31 Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri en áður. Vísir/Ívar Sérsveit Ríkislögreglustjóra vopnaðist margfalt oftar á síðasta ári vegna skotvopna en fimm árum áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri en áður. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út í gær þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á tvo bíla fyrir utan fjölbýlishús í Hafnarfirði sem hann býr í. Í öðrum þeirra var sex ára drengur ásamt pabba sínum en drengurinn var á leiðinni á leikskóla sem stendur við húsið. Umsátursástand var við húsið í nokkra klukkutíma en maðurinn gaf sig sjálfviljugur fram við lögreglu eftir samningaviðræður. Maðurinn var handtekinn og í morgun leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. Þar var hann úrskurðaður til vistunda á viðeigandi stofnun næstu fjórar vikurnar. Fjöldi sérsveitarmanna tók þátt í aðgerðunum í gær. Tilfellum þar sem sérsveit hefur vopnast vegna skotvopna hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Árið 2016 gerðist það 27 sinnum en 87 sinnum á síðasta ári. Þá er skotvopnaeigna töluverð hér á landi. Í byrjun ársins voru 76.680 skotvopn skráð í landinu. Inni í þessari tölu eru ekki skotvopn sem skráð eru á lögreglu eða á Landhelgisgæsluna. Skráðir eigendur vopna eru 36.548. Lögreglan segir algengra en áður að skotvopn séu notuð. „Heilt yfir vopnatilkynningar hvort sem það eru skotvopn, hnífur eða annað. Þeim hefur fjölgað svona verulega. Þróun sem við fylgjumst svona náið með,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Runólfur segir að þróunin sé sú að þeir sem hafi vopnin hiki síður en áður við að nota þau. „Ef að við horfum kannski bara núna stutt aftur í tímann þá sjáum við til dæmis á Egilsstöðum, við sjáum atvikið þarna uppi í Grafarvogi þar sem að er ungt fólk í leigubíl. Maður niðri í miðbæ með þrívíddarskotvopn og svo þetta atvik núna nýskeð. Það eru sterkar vísbendingar um það að það sé svona minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri. Það er svona sem að við verðum að fylgjast með náið með.“ „Það getur verið margskonar ástæða fyrir því. Það getur verið ef við horfum til skipulagðrar brotastarfsemi að menn séu að skapa sér stöðu innan þess heims með því að hóta að beita vopnum eða beinlínis að beita þeim. Þetta er svona heilt yfir þróun sem að við sjáum hér.“ Skotvopn Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Skotárás við Miðvang Tengdar fréttir „Fólki er vissulega brugðið yfir þessu“ Mörgum er brugðið eftir skotárásina í Hafnarfirði í gær þar sem skotið var á feðga í bíl sínum við leikskóla. Verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins 1717 segir þó nokkuð um að fólk haft samband til að fá ráðgjöf eða stuðning eftir árásin. 23. júní 2022 13:51 Byssumaðurinn vistaður á „viðeigandi stofnun“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn fyrir að skjóta á bíla í Hafnarfirði í gær til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. 23. júní 2022 10:33 Beitti líklega riffli: „Guðs lifandi feginn að enginn hafi skaðast“ Sex ára barn var í bílnum sem skotið var á fyrir utan leikskóla í Hafnarfirði dag. Íbúi í húsi byssumannsins segist hafa verið skjálfandi hræddur en maðurinn notaði líklega riffil í árásinni. 22. júní 2022 19:04 Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25 Umsátursástand eftir skotárás í Hafnarfirði Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. 22. júní 2022 09:29 Maður í bílnum sem skotið var á Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann. 22. júní 2022 14:53 „Maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Maðurinn sem var í bílnum með syni sínum þegar skotið var að þeim í Hafnarfirði í gær telur ljóst að skotmaðurinn hafi ætlað sér að drepa þá feðga. Maðurinn segist vera í miklu áfalli eftir atburði gærdagsins. 23. júní 2022 19:18 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út í gær þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á tvo bíla fyrir utan fjölbýlishús í Hafnarfirði sem hann býr í. Í öðrum þeirra var sex ára drengur ásamt pabba sínum en drengurinn var á leiðinni á leikskóla sem stendur við húsið. Umsátursástand var við húsið í nokkra klukkutíma en maðurinn gaf sig sjálfviljugur fram við lögreglu eftir samningaviðræður. Maðurinn var handtekinn og í morgun leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. Þar var hann úrskurðaður til vistunda á viðeigandi stofnun næstu fjórar vikurnar. Fjöldi sérsveitarmanna tók þátt í aðgerðunum í gær. Tilfellum þar sem sérsveit hefur vopnast vegna skotvopna hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Árið 2016 gerðist það 27 sinnum en 87 sinnum á síðasta ári. Þá er skotvopnaeigna töluverð hér á landi. Í byrjun ársins voru 76.680 skotvopn skráð í landinu. Inni í þessari tölu eru ekki skotvopn sem skráð eru á lögreglu eða á Landhelgisgæsluna. Skráðir eigendur vopna eru 36.548. Lögreglan segir algengra en áður að skotvopn séu notuð. „Heilt yfir vopnatilkynningar hvort sem það eru skotvopn, hnífur eða annað. Þeim hefur fjölgað svona verulega. Þróun sem við fylgjumst svona náið með,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Runólfur segir að þróunin sé sú að þeir sem hafi vopnin hiki síður en áður við að nota þau. „Ef að við horfum kannski bara núna stutt aftur í tímann þá sjáum við til dæmis á Egilsstöðum, við sjáum atvikið þarna uppi í Grafarvogi þar sem að er ungt fólk í leigubíl. Maður niðri í miðbæ með þrívíddarskotvopn og svo þetta atvik núna nýskeð. Það eru sterkar vísbendingar um það að það sé svona minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri. Það er svona sem að við verðum að fylgjast með náið með.“ „Það getur verið margskonar ástæða fyrir því. Það getur verið ef við horfum til skipulagðrar brotastarfsemi að menn séu að skapa sér stöðu innan þess heims með því að hóta að beita vopnum eða beinlínis að beita þeim. Þetta er svona heilt yfir þróun sem að við sjáum hér.“
Skotvopn Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Skotárás við Miðvang Tengdar fréttir „Fólki er vissulega brugðið yfir þessu“ Mörgum er brugðið eftir skotárásina í Hafnarfirði í gær þar sem skotið var á feðga í bíl sínum við leikskóla. Verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins 1717 segir þó nokkuð um að fólk haft samband til að fá ráðgjöf eða stuðning eftir árásin. 23. júní 2022 13:51 Byssumaðurinn vistaður á „viðeigandi stofnun“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn fyrir að skjóta á bíla í Hafnarfirði í gær til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. 23. júní 2022 10:33 Beitti líklega riffli: „Guðs lifandi feginn að enginn hafi skaðast“ Sex ára barn var í bílnum sem skotið var á fyrir utan leikskóla í Hafnarfirði dag. Íbúi í húsi byssumannsins segist hafa verið skjálfandi hræddur en maðurinn notaði líklega riffil í árásinni. 22. júní 2022 19:04 Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25 Umsátursástand eftir skotárás í Hafnarfirði Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. 22. júní 2022 09:29 Maður í bílnum sem skotið var á Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann. 22. júní 2022 14:53 „Maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Maðurinn sem var í bílnum með syni sínum þegar skotið var að þeim í Hafnarfirði í gær telur ljóst að skotmaðurinn hafi ætlað sér að drepa þá feðga. Maðurinn segist vera í miklu áfalli eftir atburði gærdagsins. 23. júní 2022 19:18 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Fólki er vissulega brugðið yfir þessu“ Mörgum er brugðið eftir skotárásina í Hafnarfirði í gær þar sem skotið var á feðga í bíl sínum við leikskóla. Verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins 1717 segir þó nokkuð um að fólk haft samband til að fá ráðgjöf eða stuðning eftir árásin. 23. júní 2022 13:51
Byssumaðurinn vistaður á „viðeigandi stofnun“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn fyrir að skjóta á bíla í Hafnarfirði í gær til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. 23. júní 2022 10:33
Beitti líklega riffli: „Guðs lifandi feginn að enginn hafi skaðast“ Sex ára barn var í bílnum sem skotið var á fyrir utan leikskóla í Hafnarfirði dag. Íbúi í húsi byssumannsins segist hafa verið skjálfandi hræddur en maðurinn notaði líklega riffil í árásinni. 22. júní 2022 19:04
Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25
Umsátursástand eftir skotárás í Hafnarfirði Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. 22. júní 2022 09:29
Maður í bílnum sem skotið var á Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann. 22. júní 2022 14:53
„Maðurinn reyndi augljóslega að drepa okkur. Hvað annað er hægt að kalla þetta?“ Maðurinn sem var í bílnum með syni sínum þegar skotið var að þeim í Hafnarfirði í gær telur ljóst að skotmaðurinn hafi ætlað sér að drepa þá feðga. Maðurinn segist vera í miklu áfalli eftir atburði gærdagsins. 23. júní 2022 19:18