Það er Sky Sports sem greinir frá en þar kemur fram að hinn 43 ára gamli Edwards búi í Manchester. Hann hefur aðstoðað Jürgen Klopp hjá Liverpool frá árinu 2016 og er að miklu leyti maðurinn á bakvið frábær kaup liðsins á þeim tíma.
Síðasta haust var greint frá því að Edwards myndi yfirgefa Liverpool í sumar en þá var óvíst hvað hann myndi taka sér fyrir hendur. Það virðist sem Edwards gæti starfað áfram í ensku úrvalsdeildinni eftir allt saman.
Annað hvort hjá hinum fornu fjendum Liverpool í Manchester United eða þá sem hluti af nýju stjórnunarteymi á Stamford Bridge í Lundúnum.
Michael Edwards, the architect of Liverpool's recent successes in the transfer market, is being considered by #CFC and #MUFC to become their new sporting director pic.twitter.com/2nnR6vLSHz
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 23, 2022
Þar sem Edwards er búsettur í Manchester er talið að Manchester United gæti reynt að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að fá Edwards í sínar raðir enda félagið ekki átt góðu gengi að fagna á leikmannamarkaðnum undanfarin ár.
Chelsea er einnig valmöguleiki þar sem nýr eigandi félagsins er mikið fyrir tölfræði og greiningu á leikmönnum. Þar myndi Edwards eflaust fá að móta stöðu sína hjá félaginu eftir sínum hugmyndum en það er alls óvíst hvort það sama yrði upp á teningnum hjá Man United.