Segist ekki vita hvað „íþróttaþvottur“ er og líkar vel við Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 08:30 Anthony Joshua og Úkraínumaðurinn Oleksandr Usyk mætast á nýjan leik í Sádi-Arabíu í ágúst. EPA-EFE/NEIL HALL Anthony Joshua, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, stefnir á að endurheimta titil sinn en hann mætir Oleksandr Usyk þann 20. ágúst næstkomandi. Fer bardaginn fram í Sádi-Arabíu og Joshua sér ekkert að því. Hinn 32 ára gamli Joshua er með þekktari þungavigtar hnefaleikaköppum heims um þessar mundir en hann tapaði fyrir Usyk í september á síðasta ári er þeir börðust á heimavelli enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur. Var það aðeins annað tap Joshua á ferli sínum sem atvinnumaður. Sá sigur færði Usyk alls fjóra titla, eða fjögur belti eins og venja er í hnefaleikum. Um er að ræða IBF, IBO, WBA og WBO-titlana. Joshua vill vinna beltin til baka og því mætast þeir í annað sinn í ágúst næstkomandi, að þessu sinni í Sádi-Arabíu. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Joshua keppir í landinu en hann vann Andy Ruiz þar árið 2019. Bretinn Joshua var meðal annars spurður að því á blaðamannafundi hvað honum fyndist um „íþróttaþvott“ en mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um LIV-mótaröðina í golfi sem er fjármögnuð af Sádi-Arabíu. Þá á krónprins S-Arabíu nú einnig knattspyrnufélagið Newcastle United. Anthony Joshua on sports washing: "I don't know what that is."He said: "I think Saudi's good I'm treated really well."All that allegation stuff I'm not caught up in any of that. I'm here to have a good time [and] bring entertainment to Saudi."https://t.co/raqS8kezZs— Al Dawson (@AlanDawsonSport) June 21, 2022 „Ég veit ekki hvað íþróttaþvottur (e. sportswashing) er. Ég er hér til að verða heimsmeistari í þungavigt. Mér líkar vel við Sádi-Arabíu og mér líður vel hér, það er komið virkilega vel fram við mig,“ sagði Joshua er hann ræddi við blaðamann í borginni Jeddah. „Ég er ekki að pæla í öllum þessum ásökunum. Ég er hér til að njóta mín, tengjast fólkinu sem býr hérna og skemmta því.“ „Vonandi stend ég mig og verð heimsmeistari í þriðja sinn. Það besta við þetta er að ég fæ annað tækifæri. Það er það sem kom mér inn í hnefaleika á sínum tíma, ég lenti í vandræðum hér þegar ég var yngri en ég fékk annað tækifæri og fann hnefaleika. Ég greip það tækifæri með báðum höndum. Ef þið þekkið mig og mína sögu vitið þið að ég er endurkomukóngurinn.“ „Þú getur slegið mig niður en það er mjög erfitt að halda mér niðri,“ sagði Joshua að endingu. Box Sádi-Arabía Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira
Hinn 32 ára gamli Joshua er með þekktari þungavigtar hnefaleikaköppum heims um þessar mundir en hann tapaði fyrir Usyk í september á síðasta ári er þeir börðust á heimavelli enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur. Var það aðeins annað tap Joshua á ferli sínum sem atvinnumaður. Sá sigur færði Usyk alls fjóra titla, eða fjögur belti eins og venja er í hnefaleikum. Um er að ræða IBF, IBO, WBA og WBO-titlana. Joshua vill vinna beltin til baka og því mætast þeir í annað sinn í ágúst næstkomandi, að þessu sinni í Sádi-Arabíu. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Joshua keppir í landinu en hann vann Andy Ruiz þar árið 2019. Bretinn Joshua var meðal annars spurður að því á blaðamannafundi hvað honum fyndist um „íþróttaþvott“ en mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um LIV-mótaröðina í golfi sem er fjármögnuð af Sádi-Arabíu. Þá á krónprins S-Arabíu nú einnig knattspyrnufélagið Newcastle United. Anthony Joshua on sports washing: "I don't know what that is."He said: "I think Saudi's good I'm treated really well."All that allegation stuff I'm not caught up in any of that. I'm here to have a good time [and] bring entertainment to Saudi."https://t.co/raqS8kezZs— Al Dawson (@AlanDawsonSport) June 21, 2022 „Ég veit ekki hvað íþróttaþvottur (e. sportswashing) er. Ég er hér til að verða heimsmeistari í þungavigt. Mér líkar vel við Sádi-Arabíu og mér líður vel hér, það er komið virkilega vel fram við mig,“ sagði Joshua er hann ræddi við blaðamann í borginni Jeddah. „Ég er ekki að pæla í öllum þessum ásökunum. Ég er hér til að njóta mín, tengjast fólkinu sem býr hérna og skemmta því.“ „Vonandi stend ég mig og verð heimsmeistari í þriðja sinn. Það besta við þetta er að ég fæ annað tækifæri. Það er það sem kom mér inn í hnefaleika á sínum tíma, ég lenti í vandræðum hér þegar ég var yngri en ég fékk annað tækifæri og fann hnefaleika. Ég greip það tækifæri með báðum höndum. Ef þið þekkið mig og mína sögu vitið þið að ég er endurkomukóngurinn.“ „Þú getur slegið mig niður en það er mjög erfitt að halda mér niðri,“ sagði Joshua að endingu.
Box Sádi-Arabía Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira