Segist ekki vita hvað „íþróttaþvottur“ er og líkar vel við Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 08:30 Anthony Joshua og Úkraínumaðurinn Oleksandr Usyk mætast á nýjan leik í Sádi-Arabíu í ágúst. EPA-EFE/NEIL HALL Anthony Joshua, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, stefnir á að endurheimta titil sinn en hann mætir Oleksandr Usyk þann 20. ágúst næstkomandi. Fer bardaginn fram í Sádi-Arabíu og Joshua sér ekkert að því. Hinn 32 ára gamli Joshua er með þekktari þungavigtar hnefaleikaköppum heims um þessar mundir en hann tapaði fyrir Usyk í september á síðasta ári er þeir börðust á heimavelli enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur. Var það aðeins annað tap Joshua á ferli sínum sem atvinnumaður. Sá sigur færði Usyk alls fjóra titla, eða fjögur belti eins og venja er í hnefaleikum. Um er að ræða IBF, IBO, WBA og WBO-titlana. Joshua vill vinna beltin til baka og því mætast þeir í annað sinn í ágúst næstkomandi, að þessu sinni í Sádi-Arabíu. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Joshua keppir í landinu en hann vann Andy Ruiz þar árið 2019. Bretinn Joshua var meðal annars spurður að því á blaðamannafundi hvað honum fyndist um „íþróttaþvott“ en mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um LIV-mótaröðina í golfi sem er fjármögnuð af Sádi-Arabíu. Þá á krónprins S-Arabíu nú einnig knattspyrnufélagið Newcastle United. Anthony Joshua on sports washing: "I don't know what that is."He said: "I think Saudi's good I'm treated really well."All that allegation stuff I'm not caught up in any of that. I'm here to have a good time [and] bring entertainment to Saudi."https://t.co/raqS8kezZs— Al Dawson (@AlanDawsonSport) June 21, 2022 „Ég veit ekki hvað íþróttaþvottur (e. sportswashing) er. Ég er hér til að verða heimsmeistari í þungavigt. Mér líkar vel við Sádi-Arabíu og mér líður vel hér, það er komið virkilega vel fram við mig,“ sagði Joshua er hann ræddi við blaðamann í borginni Jeddah. „Ég er ekki að pæla í öllum þessum ásökunum. Ég er hér til að njóta mín, tengjast fólkinu sem býr hérna og skemmta því.“ „Vonandi stend ég mig og verð heimsmeistari í þriðja sinn. Það besta við þetta er að ég fæ annað tækifæri. Það er það sem kom mér inn í hnefaleika á sínum tíma, ég lenti í vandræðum hér þegar ég var yngri en ég fékk annað tækifæri og fann hnefaleika. Ég greip það tækifæri með báðum höndum. Ef þið þekkið mig og mína sögu vitið þið að ég er endurkomukóngurinn.“ „Þú getur slegið mig niður en það er mjög erfitt að halda mér niðri,“ sagði Joshua að endingu. Box Sádi-Arabía Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira
Hinn 32 ára gamli Joshua er með þekktari þungavigtar hnefaleikaköppum heims um þessar mundir en hann tapaði fyrir Usyk í september á síðasta ári er þeir börðust á heimavelli enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur. Var það aðeins annað tap Joshua á ferli sínum sem atvinnumaður. Sá sigur færði Usyk alls fjóra titla, eða fjögur belti eins og venja er í hnefaleikum. Um er að ræða IBF, IBO, WBA og WBO-titlana. Joshua vill vinna beltin til baka og því mætast þeir í annað sinn í ágúst næstkomandi, að þessu sinni í Sádi-Arabíu. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Joshua keppir í landinu en hann vann Andy Ruiz þar árið 2019. Bretinn Joshua var meðal annars spurður að því á blaðamannafundi hvað honum fyndist um „íþróttaþvott“ en mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um LIV-mótaröðina í golfi sem er fjármögnuð af Sádi-Arabíu. Þá á krónprins S-Arabíu nú einnig knattspyrnufélagið Newcastle United. Anthony Joshua on sports washing: "I don't know what that is."He said: "I think Saudi's good I'm treated really well."All that allegation stuff I'm not caught up in any of that. I'm here to have a good time [and] bring entertainment to Saudi."https://t.co/raqS8kezZs— Al Dawson (@AlanDawsonSport) June 21, 2022 „Ég veit ekki hvað íþróttaþvottur (e. sportswashing) er. Ég er hér til að verða heimsmeistari í þungavigt. Mér líkar vel við Sádi-Arabíu og mér líður vel hér, það er komið virkilega vel fram við mig,“ sagði Joshua er hann ræddi við blaðamann í borginni Jeddah. „Ég er ekki að pæla í öllum þessum ásökunum. Ég er hér til að njóta mín, tengjast fólkinu sem býr hérna og skemmta því.“ „Vonandi stend ég mig og verð heimsmeistari í þriðja sinn. Það besta við þetta er að ég fæ annað tækifæri. Það er það sem kom mér inn í hnefaleika á sínum tíma, ég lenti í vandræðum hér þegar ég var yngri en ég fékk annað tækifæri og fann hnefaleika. Ég greip það tækifæri með báðum höndum. Ef þið þekkið mig og mína sögu vitið þið að ég er endurkomukóngurinn.“ „Þú getur slegið mig niður en það er mjög erfitt að halda mér niðri,“ sagði Joshua að endingu.
Box Sádi-Arabía Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira