Sagt var frá afsögninni í grænlenskum fjölmiðlum í gær, en Enoksen segir ástæðurnar vera persónulegar.
Enoksen, sem var formaður grænlensku landsstjórnar á árunum 2002 til 2009, var í hópi stofnmeðlima Naleraq árið 2014 eftir að hann sagði sig úr Siumut-flokknum. Flokkurinn hefur fengið um 11 til 14 prósent atkvæða í síðustu kosningum til grænlenska þingsins.
Í tilkynningu frá flokknum segir að Ruttsi Lynge Lennert muni vera starfandi formaður þar til að nýr formaður hafi verið valinn.
Enoksen hefur á síðustu árum meðal annars gegnt embætti forseta grænlenska þingsins og ráðherra sjávarútvegs- og vinnumarkaðsmála.