Nítján dagar í EM: Púllari sem vann sem endurskoðandi og hlustar á gospel-tónlist Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júní 2022 14:02 Guðrún Arnardóttir hefur fest sig í sessi í vörn íslenska landsliðsins. vísir/hulda margrét Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Varnarmaðurinn Guðrún Arnardóttir er önnur í röðinni. Guðrún er 26 ára gamall miðvörður sem leikur með Rosengård í Malmö í Svíþjóð. Guðrún var fengin til liðsins frá Djurgården eftir að Glódís Perla Viggósdóttir yfirgaf fyrrnefnda liðið fyrir Bayern München í Þýskalandi. Guðrún hefur smollið inn í lið Rosengård og vann sænska meistaratitilinn með félaginu í október í fyrra. Guðrún lék eitt tímabil með Selfossi í 1. deild árið 2011 áður en hún gekk í raðir Breiðabliks hvar hún lék fram til 2018 þegar hún flutti til Stokkhólms til að leika með Djurgården. Hún hefur leikið 18 landsleiki fyrir Íslands hönd, þann fyrsta á Algarve-mótinu 2015. Guðrún fagnaði sænska meistaratitlinum með Rosengård í haust.Twitter @fotbollskanal Fyrsti meistaraflokksleikur? Var árið 2011 með Selfossi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Svo margir kennt mér svo margt. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Akkurat núna er það Broke Boy með Malia Civetz Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, næstum öll stórfjölskyldan og nokkrir vinir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Vann í endurskoðun hjá EY í eitt og hálft ár, náði mér í BSc gráðu í hagfræði og er núna í mastersnámi við Háskólann á Bifröst. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki en stundum Sudoku í símanum. Uppáhalds matur? Breytist mikið, akkurat núna er ég með æði fyrir öllu með halloumi. Fyndnust í landsliðinu? Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Verður maður ekki að gefa doktor Elín Mettu og Harvard nemandanum Áslaugu Mundu þetta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný og Elín Metta skilja yfirleitt ekki mikið svigrúm eftir á klukkunni. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Ég hef trú á Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf skemmtilegt að kíkja í smá göngutúr og skoða það sem er í kringum hótelið. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Leiðinlegast að spila á móti leikmönnum sem kvarta og væla mikið. Átrúnaðargoð í æsku? Enginn einn sem ég get nefnt. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég hlusta mikið á gospel tónlist, finnst það bara svo kósý. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Guðrún er 26 ára gamall miðvörður sem leikur með Rosengård í Malmö í Svíþjóð. Guðrún var fengin til liðsins frá Djurgården eftir að Glódís Perla Viggósdóttir yfirgaf fyrrnefnda liðið fyrir Bayern München í Þýskalandi. Guðrún hefur smollið inn í lið Rosengård og vann sænska meistaratitilinn með félaginu í október í fyrra. Guðrún lék eitt tímabil með Selfossi í 1. deild árið 2011 áður en hún gekk í raðir Breiðabliks hvar hún lék fram til 2018 þegar hún flutti til Stokkhólms til að leika með Djurgården. Hún hefur leikið 18 landsleiki fyrir Íslands hönd, þann fyrsta á Algarve-mótinu 2015. Guðrún fagnaði sænska meistaratitlinum með Rosengård í haust.Twitter @fotbollskanal Fyrsti meistaraflokksleikur? Var árið 2011 með Selfossi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Svo margir kennt mér svo margt. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Akkurat núna er það Broke Boy með Malia Civetz Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, næstum öll stórfjölskyldan og nokkrir vinir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Vann í endurskoðun hjá EY í eitt og hálft ár, náði mér í BSc gráðu í hagfræði og er núna í mastersnámi við Háskólann á Bifröst. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki en stundum Sudoku í símanum. Uppáhalds matur? Breytist mikið, akkurat núna er ég með æði fyrir öllu með halloumi. Fyndnust í landsliðinu? Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Verður maður ekki að gefa doktor Elín Mettu og Harvard nemandanum Áslaugu Mundu þetta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný og Elín Metta skilja yfirleitt ekki mikið svigrúm eftir á klukkunni. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Ég hef trú á Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf skemmtilegt að kíkja í smá göngutúr og skoða það sem er í kringum hótelið. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Leiðinlegast að spila á móti leikmönnum sem kvarta og væla mikið. Átrúnaðargoð í æsku? Enginn einn sem ég get nefnt. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég hlusta mikið á gospel tónlist, finnst það bara svo kósý.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira