Nóbelsmedalía Muratov slegin á 13 milljarða króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2022 07:45 Muratov sagðist ekki hefðu getað ímyndað sér að þvílík upphæð fengist fyrir medalíuna. AP/Eduardo Munoz Alvarez Nóbelsmedalía rússneska blaðamannsins Dmitry Muratov var seld á uppboði í gær og slegin á 103,5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 13,5 milljarða króna. Féð mun renna til UNICEF, til að aðstoða börn sem hafa flúið heimili sín í Úkraínu. „Ég vonaðist eftir mikilli samstöðu en ég átti ekki von á að þetta yðri svona há upphæð,“ sagði Muratov að uppboðinu loknu. Kaupandi verðlaunapeningsins er óþekktur, enn sem komið er, en ljóst er að um er að ræða nýtt met hvað varðar upphæð sem greidd hefur verið fyrir Nóbelsverðlaun. Fyrra metið var sett árið 2014, þegar James Watson seldi medalíuna sína fyrir 4,76 milljónir Bandaríkjadala. Watson hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1962, fyrir sinn þátt í uppgötvun sameindagerðar kjarnsýra, það er að segja erfðaefnisins. Muratov var verðlaunaður í fyrra, fyrir framlag sitt til blaðamennsku og tjáningarfrelsisins. Hann var einn stofnenda sjálfstæða miðilsins Novaya Gazeta og var meðal annars mjög gagnrýninn á innlimun Krímskaga árið 2014. Mikil stemning myndaðist í uppboðssalnum í New York í gær, þar sem mögulegir kaupendur eggjuðu hvorn annan til að gera hærri tilboð í verðlaunapeninginn. Sá sem bauð milljarðana 13, í gegnum síma, fór nokkuð langt yfir síðasta boð og kom viðstöddum þannig skemmtilega á óvart. Muratov sagðist vona til að aðrir myndu feta í fótspor hans og bjóða upp verðmætar eignir til styrktar Úkraínumönnum. Innrás Rússa í Úkraínu Nóbelsverðlaun Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
„Ég vonaðist eftir mikilli samstöðu en ég átti ekki von á að þetta yðri svona há upphæð,“ sagði Muratov að uppboðinu loknu. Kaupandi verðlaunapeningsins er óþekktur, enn sem komið er, en ljóst er að um er að ræða nýtt met hvað varðar upphæð sem greidd hefur verið fyrir Nóbelsverðlaun. Fyrra metið var sett árið 2014, þegar James Watson seldi medalíuna sína fyrir 4,76 milljónir Bandaríkjadala. Watson hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1962, fyrir sinn þátt í uppgötvun sameindagerðar kjarnsýra, það er að segja erfðaefnisins. Muratov var verðlaunaður í fyrra, fyrir framlag sitt til blaðamennsku og tjáningarfrelsisins. Hann var einn stofnenda sjálfstæða miðilsins Novaya Gazeta og var meðal annars mjög gagnrýninn á innlimun Krímskaga árið 2014. Mikil stemning myndaðist í uppboðssalnum í New York í gær, þar sem mögulegir kaupendur eggjuðu hvorn annan til að gera hærri tilboð í verðlaunapeninginn. Sá sem bauð milljarðana 13, í gegnum síma, fór nokkuð langt yfir síðasta boð og kom viðstöddum þannig skemmtilega á óvart. Muratov sagðist vona til að aðrir myndu feta í fótspor hans og bjóða upp verðmætar eignir til styrktar Úkraínumönnum.
Innrás Rússa í Úkraínu Nóbelsverðlaun Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03