Úrslit þingkosninganna um helgina voru honum mikil vonbrigði enda missti miðjubandalag forsetans meirihlutann sem það hafði haft.
Bandalög flokka lengst til vinstri og hægriflokkur Marine Le Pen bættu miklu við sig en sérfræðingar segja að hvorki Le Pen né Jean-Luc Mélenchon, leiðtogi vinstrimanna, séu sérstaklega áhugasöm um að vinna með forsetanum og Mélenchon segist ekki einu sinni ætla að hitta hann.
Minnihlutastjórnir eru sjaldgæfar í Frakklandi og bandalagi Macrons vantar 44 sæti til að mynda meirihluta. Talið er líklegt að hann reyni helst samstarf með hægriflokknum Les Republicains og hefur leiðtogi þess flokks, Christian Jacob, þegar staðfest að hann muni ræða við Macron.