Forráðamenn Liverpool tilbúnir að missa Salah frítt Atli Arason skrifar 20. júní 2022 23:01 Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fagnar einu af 23 mörkum sínum á síðasta tímabili. Getty Images Innan Anfield er vaxandi ótti að markahæsti leikmaður síðasta tímabils, Mohamed Salah, muni yfirgefa Liverpool næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Það er Daily Mirror sem greindi frá þessu um helgina en miðillinn segist vera með öruggar heimildir innan herbúða Liverpool að menn séu hreinlega að sætta sig við að Salah fari frítt frá félaginu sumarið 2023. Egypski framherjinn er sagður vilja tvöfalda launin sín úr 200 þúsund pundum á viku í 400 þúsund. Sú upphæð passar ekki alveg inn í það launafyrirkomulag sem félagið vil tileinka sér og er Liverpool frekar tilbúið að leyfa leikmanninum að fara en að borga þessa upphæð. Salah hafði áður sagt að hann ætlar spila með Liverpool næsta leiktímabil. Jurgen Klopp framlengdi samning sinn við Liverpool til ársins 2026 og vonuðust forráðamenn Liverpool til þess að framlenging Klopp myndi fá Salah til að bakka aðeins frá þessum himinháu launakröfum. Svo virðist ekki vera og störukeppnin milli leikmannsins og félagsins heldur áfram. Klopp taldi þó sjálfur að hans framlengda vera hjá Liverpool myndi ekki ráða því hvort leikmenn myndu skrifa undir nýjan samning eða ekki. „Í lífinu eru fleiri hlutir til að hugsa út í, annað en hver knattspyrnustjórinn er. Þó það sé kannski mikilvægt að vita. Það er frábært ef vera mín hér sé jákvæð fyrir strákana en ég held það ráði ekki öllu í þeirri ákvörðun. Þeir verða að ákveða hvað þeir ætli að gera við sitt líf. Við vildum [með framlengdum samningi] tryggja að þeim sem langar að vera hérna áfram vita við hverju þeir geta búist,“ sagði Klopp fyrir örfáum mánuðum síðan. Sadio Mane virðist búinn að ná samkomulagi við Bayern Munich um félagaskipti til þýska félagsins en samningur Mane átti að renna út á sama tíma og samningur Salah. Mane var búinn að gefa það út að hann myndi ekki framlengja þann samning. Egyptinn hefur skorað 156 mörk í 254 leikjum fyrir Liverpool og unnið alla stóru bikara sem í boði eru með Liverpool. Salah, sem varð þrítugur í síðustu viku, gæti hafið formlegar viðræður við önnur félög sex mánuðum áður en samningur hans rennur út þann 30. júní 2023. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Það er Daily Mirror sem greindi frá þessu um helgina en miðillinn segist vera með öruggar heimildir innan herbúða Liverpool að menn séu hreinlega að sætta sig við að Salah fari frítt frá félaginu sumarið 2023. Egypski framherjinn er sagður vilja tvöfalda launin sín úr 200 þúsund pundum á viku í 400 þúsund. Sú upphæð passar ekki alveg inn í það launafyrirkomulag sem félagið vil tileinka sér og er Liverpool frekar tilbúið að leyfa leikmanninum að fara en að borga þessa upphæð. Salah hafði áður sagt að hann ætlar spila með Liverpool næsta leiktímabil. Jurgen Klopp framlengdi samning sinn við Liverpool til ársins 2026 og vonuðust forráðamenn Liverpool til þess að framlenging Klopp myndi fá Salah til að bakka aðeins frá þessum himinháu launakröfum. Svo virðist ekki vera og störukeppnin milli leikmannsins og félagsins heldur áfram. Klopp taldi þó sjálfur að hans framlengda vera hjá Liverpool myndi ekki ráða því hvort leikmenn myndu skrifa undir nýjan samning eða ekki. „Í lífinu eru fleiri hlutir til að hugsa út í, annað en hver knattspyrnustjórinn er. Þó það sé kannski mikilvægt að vita. Það er frábært ef vera mín hér sé jákvæð fyrir strákana en ég held það ráði ekki öllu í þeirri ákvörðun. Þeir verða að ákveða hvað þeir ætli að gera við sitt líf. Við vildum [með framlengdum samningi] tryggja að þeim sem langar að vera hérna áfram vita við hverju þeir geta búist,“ sagði Klopp fyrir örfáum mánuðum síðan. Sadio Mane virðist búinn að ná samkomulagi við Bayern Munich um félagaskipti til þýska félagsins en samningur Mane átti að renna út á sama tíma og samningur Salah. Mane var búinn að gefa það út að hann myndi ekki framlengja þann samning. Egyptinn hefur skorað 156 mörk í 254 leikjum fyrir Liverpool og unnið alla stóru bikara sem í boði eru með Liverpool. Salah, sem varð þrítugur í síðustu viku, gæti hafið formlegar viðræður við önnur félög sex mánuðum áður en samningur hans rennur út þann 30. júní 2023.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira