Forráðamenn Liverpool tilbúnir að missa Salah frítt Atli Arason skrifar 20. júní 2022 23:01 Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fagnar einu af 23 mörkum sínum á síðasta tímabili. Getty Images Innan Anfield er vaxandi ótti að markahæsti leikmaður síðasta tímabils, Mohamed Salah, muni yfirgefa Liverpool næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Það er Daily Mirror sem greindi frá þessu um helgina en miðillinn segist vera með öruggar heimildir innan herbúða Liverpool að menn séu hreinlega að sætta sig við að Salah fari frítt frá félaginu sumarið 2023. Egypski framherjinn er sagður vilja tvöfalda launin sín úr 200 þúsund pundum á viku í 400 þúsund. Sú upphæð passar ekki alveg inn í það launafyrirkomulag sem félagið vil tileinka sér og er Liverpool frekar tilbúið að leyfa leikmanninum að fara en að borga þessa upphæð. Salah hafði áður sagt að hann ætlar spila með Liverpool næsta leiktímabil. Jurgen Klopp framlengdi samning sinn við Liverpool til ársins 2026 og vonuðust forráðamenn Liverpool til þess að framlenging Klopp myndi fá Salah til að bakka aðeins frá þessum himinháu launakröfum. Svo virðist ekki vera og störukeppnin milli leikmannsins og félagsins heldur áfram. Klopp taldi þó sjálfur að hans framlengda vera hjá Liverpool myndi ekki ráða því hvort leikmenn myndu skrifa undir nýjan samning eða ekki. „Í lífinu eru fleiri hlutir til að hugsa út í, annað en hver knattspyrnustjórinn er. Þó það sé kannski mikilvægt að vita. Það er frábært ef vera mín hér sé jákvæð fyrir strákana en ég held það ráði ekki öllu í þeirri ákvörðun. Þeir verða að ákveða hvað þeir ætli að gera við sitt líf. Við vildum [með framlengdum samningi] tryggja að þeim sem langar að vera hérna áfram vita við hverju þeir geta búist,“ sagði Klopp fyrir örfáum mánuðum síðan. Sadio Mane virðist búinn að ná samkomulagi við Bayern Munich um félagaskipti til þýska félagsins en samningur Mane átti að renna út á sama tíma og samningur Salah. Mane var búinn að gefa það út að hann myndi ekki framlengja þann samning. Egyptinn hefur skorað 156 mörk í 254 leikjum fyrir Liverpool og unnið alla stóru bikara sem í boði eru með Liverpool. Salah, sem varð þrítugur í síðustu viku, gæti hafið formlegar viðræður við önnur félög sex mánuðum áður en samningur hans rennur út þann 30. júní 2023. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Það er Daily Mirror sem greindi frá þessu um helgina en miðillinn segist vera með öruggar heimildir innan herbúða Liverpool að menn séu hreinlega að sætta sig við að Salah fari frítt frá félaginu sumarið 2023. Egypski framherjinn er sagður vilja tvöfalda launin sín úr 200 þúsund pundum á viku í 400 þúsund. Sú upphæð passar ekki alveg inn í það launafyrirkomulag sem félagið vil tileinka sér og er Liverpool frekar tilbúið að leyfa leikmanninum að fara en að borga þessa upphæð. Salah hafði áður sagt að hann ætlar spila með Liverpool næsta leiktímabil. Jurgen Klopp framlengdi samning sinn við Liverpool til ársins 2026 og vonuðust forráðamenn Liverpool til þess að framlenging Klopp myndi fá Salah til að bakka aðeins frá þessum himinháu launakröfum. Svo virðist ekki vera og störukeppnin milli leikmannsins og félagsins heldur áfram. Klopp taldi þó sjálfur að hans framlengda vera hjá Liverpool myndi ekki ráða því hvort leikmenn myndu skrifa undir nýjan samning eða ekki. „Í lífinu eru fleiri hlutir til að hugsa út í, annað en hver knattspyrnustjórinn er. Þó það sé kannski mikilvægt að vita. Það er frábært ef vera mín hér sé jákvæð fyrir strákana en ég held það ráði ekki öllu í þeirri ákvörðun. Þeir verða að ákveða hvað þeir ætli að gera við sitt líf. Við vildum [með framlengdum samningi] tryggja að þeim sem langar að vera hérna áfram vita við hverju þeir geta búist,“ sagði Klopp fyrir örfáum mánuðum síðan. Sadio Mane virðist búinn að ná samkomulagi við Bayern Munich um félagaskipti til þýska félagsins en samningur Mane átti að renna út á sama tíma og samningur Salah. Mane var búinn að gefa það út að hann myndi ekki framlengja þann samning. Egyptinn hefur skorað 156 mörk í 254 leikjum fyrir Liverpool og unnið alla stóru bikara sem í boði eru með Liverpool. Salah, sem varð þrítugur í síðustu viku, gæti hafið formlegar viðræður við önnur félög sex mánuðum áður en samningur hans rennur út þann 30. júní 2023.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira