Vill ekki skipta sér opinberlega af máli Assange Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 12:20 Borði til stuðnings Julian Assange í Sydney. AP/Mark Baker Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu ætlar ekki að óska þess opinberlega að Bandaríkjastjórn láti mál sitt gegn Ástralanum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, niður falla. Bresk stjórnvöld eru tilbúin að framselja hann vestur um haf. Þrýst hefur verið á áströlsku ríkisstjórnina að grípa inn í eftir að innanríkisráðherra Bretlands skipaði fyrir um að Assange skyldi framseldur til Bandaríkjanna í síðustu viku. Anthony Albanese, nýr forsætisráðherra, vill ekki gefa upp hvort hann hafi rætt við Joe Biden Bandaríkjaforseta um mál Assange. „Ég ætla mér að leiða ríkisstjórn sem á í háttvísum og viðeigandi samskiptum við bandamenn okkar,“ sagði Albanese við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. Dóms- og utanríkisráðherra áströlsku stjórnarinnar segja mál Assange hafa dregist of mikið á langinn að það ætti að leiða til lykta. Assange er ákærður fyrir brot á njósnalögum í Bandaríkjunum. Hann hafi lagt á ráðin um tölvuinnbrot með Chelsea Manning, sem þá var greinandi fyrir leyniþjónustu Bandaríkjahers, þar sem fjöldi sendiráðsskjala var stolið. Skjölin voru svo birt á Wikileaks án þess að nöfn fólk væru fjarlægð en það segja saksóknarar að hafi sett hundruð manna í lífshættu, þar á meðal fólk sem aðstoðaði Bandaríkjaher í Írak og Afganistan. Einhverjir þeirra hafi horfið eftir uppljóstranir Wikileaks. Fjölmiðlar sem unnu í fyrstu með Wikileaks að birtingu gagnanna birtu ekki nöfn fólksins. Assange brenndi fljótt flestar brýr að baki sér í samskiptum við fjölmiðlana. Lögmenn Assange ætla að kæra ákvörðun breska innanríkisráðherrans um að framselja hann. Stella Assange, eiginkona hans, segir að hann sé sóttur til saka fyrir að afhjúpa stríðsglæpi. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði refsingu Chelsea Manning rétt áður en hann yfirgaf embættið árið 2017. Mál Julians Assange Ástralía Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir að Assange muni áfrýja: „Þessi slagur heldur áfram“ Innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Ritstjóri Wikileaks segir um pólitískar ofsóknir að ræða og málinu sé ekki lokið fyrir dómstólum. 17. júní 2022 11:36 Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Þrýst hefur verið á áströlsku ríkisstjórnina að grípa inn í eftir að innanríkisráðherra Bretlands skipaði fyrir um að Assange skyldi framseldur til Bandaríkjanna í síðustu viku. Anthony Albanese, nýr forsætisráðherra, vill ekki gefa upp hvort hann hafi rætt við Joe Biden Bandaríkjaforseta um mál Assange. „Ég ætla mér að leiða ríkisstjórn sem á í háttvísum og viðeigandi samskiptum við bandamenn okkar,“ sagði Albanese við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. Dóms- og utanríkisráðherra áströlsku stjórnarinnar segja mál Assange hafa dregist of mikið á langinn að það ætti að leiða til lykta. Assange er ákærður fyrir brot á njósnalögum í Bandaríkjunum. Hann hafi lagt á ráðin um tölvuinnbrot með Chelsea Manning, sem þá var greinandi fyrir leyniþjónustu Bandaríkjahers, þar sem fjöldi sendiráðsskjala var stolið. Skjölin voru svo birt á Wikileaks án þess að nöfn fólk væru fjarlægð en það segja saksóknarar að hafi sett hundruð manna í lífshættu, þar á meðal fólk sem aðstoðaði Bandaríkjaher í Írak og Afganistan. Einhverjir þeirra hafi horfið eftir uppljóstranir Wikileaks. Fjölmiðlar sem unnu í fyrstu með Wikileaks að birtingu gagnanna birtu ekki nöfn fólksins. Assange brenndi fljótt flestar brýr að baki sér í samskiptum við fjölmiðlana. Lögmenn Assange ætla að kæra ákvörðun breska innanríkisráðherrans um að framselja hann. Stella Assange, eiginkona hans, segir að hann sé sóttur til saka fyrir að afhjúpa stríðsglæpi. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði refsingu Chelsea Manning rétt áður en hann yfirgaf embættið árið 2017.
Mál Julians Assange Ástralía Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir að Assange muni áfrýja: „Þessi slagur heldur áfram“ Innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Ritstjóri Wikileaks segir um pólitískar ofsóknir að ræða og málinu sé ekki lokið fyrir dómstólum. 17. júní 2022 11:36 Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Segir að Assange muni áfrýja: „Þessi slagur heldur áfram“ Innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Ritstjóri Wikileaks segir um pólitískar ofsóknir að ræða og málinu sé ekki lokið fyrir dómstólum. 17. júní 2022 11:36
Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33