Konur, friður og öryggi Stella Samúelsdóttir skrifar 22. júní 2022 08:01 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Sáttmálinn, sem í daglegu tali er nefndur Kvennasáttmálinn (e. CEDAW), inniheldur grunnreglur um jafnrétti og áætlanir sem 189 ríki heims hafa undirgengist og þar með skuldbundið sig til að hafa í hávegum til að koma í veg fyrir kynbundna mismunun. Slíkur samningur er því afar mikilvæg yfirlýsing sjálfstæðra þjóða um að gera sitt til að setja jafnréttismál á oddinn, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Kynjahlutföll skipta máli Ísland undirritaði sáttmálann á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 1980, en hann var fullgiltur á Alþingi árið 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum hérlendis. Einhverra hluta vegna hefur samningurinn þó ekki verið innleiddur í lög hérlendis. Í 8. gr. samningsins segir: „Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja konum til jafns við karla, og án nokkurs misréttis, tækifæri til þess að koma fram fyrir hönd ríkisstjórna sinna á alþjóðavettvangi og taka þátt í störfum alþjóðastofnana.“ Þetta er afar mikilvæg grein og undirstrikar mikilvægi þess að stjórnvöld líti í eigin barm þegar það kemur að skipun embætta. UN Women hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að konur eigi sæti við borðið þegar kemur að friðarviðræðum og mikilvægum fundum á vegum SÞ, Evrópuráðs eða NATO. Það vakti til dæmis athygli að á fundi á vegum NATO í maí síðastliðnum voru mætt til leiks 27 karlar og 4 konur sem fulltrúar þjóða sinna. Það er því enn langt í land að raddir kvenna heyrist jafn hátt og raddir karla á þessu mikilvæga sviði alþjóðasamvinnu. Við Íslendingar leggjum þó okkar af mörkum, þar sem bæði forsætisráðherra landsins og utanríkisráðherra eru konur. Þær hafa svo sannarlega nýtt rödd sína vel á alþjóðavettvangi og ítrekað mikilvægi aukinnar þátttöku kvenna. Langvarandi friður Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 um konur, frið og öryggi er að sama skapi gríðarlega mikilvæg. En þar viðurkenndi öryggisráðið í fyrsta skipti sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar. Ályktunin undirstrikar mikilvægt hlutverk kvenna við átakavarnir, friðsamlega lausn átaka og friðaruppbyggingu og leggur áherslu á jafna þátttöku þeirra og aðild að öllum aðgerðum sem ætlað er að viðhalda og stuðla að friði og öryggi. Samkvæmt henni eiga konur að vera þátttakendur á öllum stigum friðarviðræðna, friðaruppbyggingar og varnamála. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar konur eru með í ráðum eru friðarskeiðin lengri og farsælli og minni líkur á langvarandi átökum. Það ætti því að vera algjört forgangsatriði að tryggja að raddir kvenna heyrist í ríkara mæli á alþjóðasviðinu sérstaklega núna á þessum átakatímum – enda til mikils að vinna að viðhalda friði og öryggi í heiminum. Stríð, átök, hryðjuverk og ofbeldisfullar öfgastefnur fela í sér kynjamismunun og hafa hræðileg áhrif á líf kvenna og stúlkna. Það er því mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld haldi áfram að nýta sína einstöku rödd jafnréttis og þrýsti enn frekar á aðkomu kvenna þegar kemur að friðarumleitunum og tali fyrir þörfum og þátttöku kvenna alls staðar þar sem því verður við komið. Höfundur er fframkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Sáttmálinn, sem í daglegu tali er nefndur Kvennasáttmálinn (e. CEDAW), inniheldur grunnreglur um jafnrétti og áætlanir sem 189 ríki heims hafa undirgengist og þar með skuldbundið sig til að hafa í hávegum til að koma í veg fyrir kynbundna mismunun. Slíkur samningur er því afar mikilvæg yfirlýsing sjálfstæðra þjóða um að gera sitt til að setja jafnréttismál á oddinn, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Kynjahlutföll skipta máli Ísland undirritaði sáttmálann á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 1980, en hann var fullgiltur á Alþingi árið 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum hérlendis. Einhverra hluta vegna hefur samningurinn þó ekki verið innleiddur í lög hérlendis. Í 8. gr. samningsins segir: „Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja konum til jafns við karla, og án nokkurs misréttis, tækifæri til þess að koma fram fyrir hönd ríkisstjórna sinna á alþjóðavettvangi og taka þátt í störfum alþjóðastofnana.“ Þetta er afar mikilvæg grein og undirstrikar mikilvægi þess að stjórnvöld líti í eigin barm þegar það kemur að skipun embætta. UN Women hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að konur eigi sæti við borðið þegar kemur að friðarviðræðum og mikilvægum fundum á vegum SÞ, Evrópuráðs eða NATO. Það vakti til dæmis athygli að á fundi á vegum NATO í maí síðastliðnum voru mætt til leiks 27 karlar og 4 konur sem fulltrúar þjóða sinna. Það er því enn langt í land að raddir kvenna heyrist jafn hátt og raddir karla á þessu mikilvæga sviði alþjóðasamvinnu. Við Íslendingar leggjum þó okkar af mörkum, þar sem bæði forsætisráðherra landsins og utanríkisráðherra eru konur. Þær hafa svo sannarlega nýtt rödd sína vel á alþjóðavettvangi og ítrekað mikilvægi aukinnar þátttöku kvenna. Langvarandi friður Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 um konur, frið og öryggi er að sama skapi gríðarlega mikilvæg. En þar viðurkenndi öryggisráðið í fyrsta skipti sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar. Ályktunin undirstrikar mikilvægt hlutverk kvenna við átakavarnir, friðsamlega lausn átaka og friðaruppbyggingu og leggur áherslu á jafna þátttöku þeirra og aðild að öllum aðgerðum sem ætlað er að viðhalda og stuðla að friði og öryggi. Samkvæmt henni eiga konur að vera þátttakendur á öllum stigum friðarviðræðna, friðaruppbyggingar og varnamála. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar konur eru með í ráðum eru friðarskeiðin lengri og farsælli og minni líkur á langvarandi átökum. Það ætti því að vera algjört forgangsatriði að tryggja að raddir kvenna heyrist í ríkara mæli á alþjóðasviðinu sérstaklega núna á þessum átakatímum – enda til mikils að vinna að viðhalda friði og öryggi í heiminum. Stríð, átök, hryðjuverk og ofbeldisfullar öfgastefnur fela í sér kynjamismunun og hafa hræðileg áhrif á líf kvenna og stúlkna. Það er því mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld haldi áfram að nýta sína einstöku rödd jafnréttis og þrýsti enn frekar á aðkomu kvenna þegar kemur að friðarumleitunum og tali fyrir þörfum og þátttöku kvenna alls staðar þar sem því verður við komið. Höfundur er fframkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun