Segir að Alfons og Jón Dagur gætu verið á leið til Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 08:30 Jón Dagur í leik með Íslandi á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason segir að landsliðsmennirnir Jón Dagur Þorsteinsson og Alfons Sampsted séu undir smásjánni hjá þýska félaginu Hamburger SV. Frá þessu greinir Hjörvar á Twitter-síðu sinni en hann stýrir hlaðvarpinu Dr. Football ásamt því að sinna starfi íþróttastjóra á Viaplay Sport á Íslandi. Telur Hjörvar að þýska B-deildarliðið – sem er þó eitt af stórveldum þýska boltans í sögulegu samhengi – hafi mikinn áhuga á landsliðsmönnunum tveimur. Sé að þetta er frétt á .net / Meira einhver orðrómur sem mig langar að sé réttur. Hamburg er alltof töff klúbbur til að vera í B deild.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 20, 2022 Hjörvar tekur sérstaklega fram að um orðróm sé að ræða en hann óski þess að orðrómurinn sé á rökum reistur. Hinn 24 ára gamli Alfons er samningsbundinn Noregsmeisturum Bodö/Glimt en samningur hans rennur út desember á þessu ári og hægri bakvörðurinn hefur gefið út að hann sé að skoða sín mál. Á hann að baki 13 leiki fyrir íslenska A-landsliðið ásamt 55 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego Hin 23 ára gamli Jón Dagur er laus allra mála hjá AGF þar sem hann hefur leikið undnafarin ár. Hann var manna sprækastur hjá íslenska landsliðinu er það spilaði þrjá leiki í Þjóðadeildinni og einn vináttulandsleik í júnímánuði. Hann er orðaður við fjölda liða á Ítalíu sem og það virðist áhugi vera til staðar frá Bretlandseyjum en þessi lunkni vængmaður lék með yngri liðum Fulham á sínum tíma. Jón Dagur hefur spilað 21 A-landsleik og skorað fjögur mörk, tvö þeirra komu í síðasta verkefni landsliðsins. Þá á hann að baki 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hamburger spilar í þýski B-deildinni en liðið var hársbreidd frá því að fara upp á síðustu leiktíð. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Frá þessu greinir Hjörvar á Twitter-síðu sinni en hann stýrir hlaðvarpinu Dr. Football ásamt því að sinna starfi íþróttastjóra á Viaplay Sport á Íslandi. Telur Hjörvar að þýska B-deildarliðið – sem er þó eitt af stórveldum þýska boltans í sögulegu samhengi – hafi mikinn áhuga á landsliðsmönnunum tveimur. Sé að þetta er frétt á .net / Meira einhver orðrómur sem mig langar að sé réttur. Hamburg er alltof töff klúbbur til að vera í B deild.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 20, 2022 Hjörvar tekur sérstaklega fram að um orðróm sé að ræða en hann óski þess að orðrómurinn sé á rökum reistur. Hinn 24 ára gamli Alfons er samningsbundinn Noregsmeisturum Bodö/Glimt en samningur hans rennur út desember á þessu ári og hægri bakvörðurinn hefur gefið út að hann sé að skoða sín mál. Á hann að baki 13 leiki fyrir íslenska A-landsliðið ásamt 55 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego Hin 23 ára gamli Jón Dagur er laus allra mála hjá AGF þar sem hann hefur leikið undnafarin ár. Hann var manna sprækastur hjá íslenska landsliðinu er það spilaði þrjá leiki í Þjóðadeildinni og einn vináttulandsleik í júnímánuði. Hann er orðaður við fjölda liða á Ítalíu sem og það virðist áhugi vera til staðar frá Bretlandseyjum en þessi lunkni vængmaður lék með yngri liðum Fulham á sínum tíma. Jón Dagur hefur spilað 21 A-landsleik og skorað fjögur mörk, tvö þeirra komu í síðasta verkefni landsliðsins. Þá á hann að baki 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hamburger spilar í þýski B-deildinni en liðið var hársbreidd frá því að fara upp á síðustu leiktíð.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira