Mikið í húfi fyrir Macron í þingkosningunum í dag Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 08:58 Emmanuel Macron Frakklandsforseti þarf á góðu gengi að halda í kosningunum í dag. EPA/GONZALO FUENTES Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. Barist var um öll 577 þingsætin á franska þjóðþinginu í seinustu viku og er nú kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi náði hreinum meirihluta. Munu úrslitin í dag hafa heilmikið að segja um stjórnartíð Macron næstu fimm árin en hann hlaut endurkjör í apríl þegar hann mætti Marine Le Pen í seinni umferð. Óvænt sókn Jean-Luc Mélenchon Vinstrileiðtoginn Jean-Luc Mélenchon, sem naut minni stuðnings en Le Pen í forsetakosningunum, átti síðar eftir að reynast Macron erfiðari áskorun en leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi NUPES-bandalags vinstri flokka var sigurreifur eftir niðurstöður fyrri umferðarinnar.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Miðjubandalag Macron og vinstribandalagið Nupes undir leiðslu Jean-Luc Mélenchon voru hnífjöfn í fyrri umferð þingkosninganna sem fram fór seinasta sunnudag. Mikið er í húfi fyrir Macron forseta og bandalag hans en hann þarf meirihluta til að ná fram þeim stefnumálum sem hann talaði fyrir í kosningabaráttu sinni í apríl. Þeirra á meðal eru breytingar á skattkerfinu og velferðarkerfinu og hækkun ellilífeyrisaldurs úr 62 árum í 65 ára í skrefum. Jean-Luc Mélenchon hefur meðal annars lofað því að berjast gegn hækkandi vöruverði, lækka ellilífeyrisaldur niður í 60 ár og fara í auknar aðgerðir gegn loftslagsvandanum. Kosningaáróður fyrir framan Saint Mary Major dómkirkjuna í Marseille í suðurhluta Frakklands.Ap/Daniel Cole Tvísýnt hvort hann haldi meirihluta Þrátt fyrir að kannanir bendi til að bandalag Macron muni taka meirihluta sætanna í dag þá spá greinendur að það geti mögulega ekki dugað til að tryggja miðjuflokkunum þau 289 sæti sem þurfi til að halda meirihlutanum á þjóðþinginu. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og loka tólf tímum síðar. Greinendur spá því að kjörsókn verði með svipuðu móti og í fyrri umferðinni þegar hún var sú lægsta frá upphafi, eða 47,5 prósent. Í Frakklandi eru einmenningskjördæmi og þingmaður nær kjöri ef hann nær hreinum meirihluta atkvæða. Nái enginn einn hreinum meirihluta í fyrri umferð er kosið á milli tveggja efstu, eða þá þeirra sem hafa náð að minnsta kosti 12,5 prósentum. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Barist var um öll 577 þingsætin á franska þjóðþinginu í seinustu viku og er nú kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi náði hreinum meirihluta. Munu úrslitin í dag hafa heilmikið að segja um stjórnartíð Macron næstu fimm árin en hann hlaut endurkjör í apríl þegar hann mætti Marine Le Pen í seinni umferð. Óvænt sókn Jean-Luc Mélenchon Vinstrileiðtoginn Jean-Luc Mélenchon, sem naut minni stuðnings en Le Pen í forsetakosningunum, átti síðar eftir að reynast Macron erfiðari áskorun en leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi NUPES-bandalags vinstri flokka var sigurreifur eftir niðurstöður fyrri umferðarinnar.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Miðjubandalag Macron og vinstribandalagið Nupes undir leiðslu Jean-Luc Mélenchon voru hnífjöfn í fyrri umferð þingkosninganna sem fram fór seinasta sunnudag. Mikið er í húfi fyrir Macron forseta og bandalag hans en hann þarf meirihluta til að ná fram þeim stefnumálum sem hann talaði fyrir í kosningabaráttu sinni í apríl. Þeirra á meðal eru breytingar á skattkerfinu og velferðarkerfinu og hækkun ellilífeyrisaldurs úr 62 árum í 65 ára í skrefum. Jean-Luc Mélenchon hefur meðal annars lofað því að berjast gegn hækkandi vöruverði, lækka ellilífeyrisaldur niður í 60 ár og fara í auknar aðgerðir gegn loftslagsvandanum. Kosningaáróður fyrir framan Saint Mary Major dómkirkjuna í Marseille í suðurhluta Frakklands.Ap/Daniel Cole Tvísýnt hvort hann haldi meirihluta Þrátt fyrir að kannanir bendi til að bandalag Macron muni taka meirihluta sætanna í dag þá spá greinendur að það geti mögulega ekki dugað til að tryggja miðjuflokkunum þau 289 sæti sem þurfi til að halda meirihlutanum á þjóðþinginu. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og loka tólf tímum síðar. Greinendur spá því að kjörsókn verði með svipuðu móti og í fyrri umferðinni þegar hún var sú lægsta frá upphafi, eða 47,5 prósent. Í Frakklandi eru einmenningskjördæmi og þingmaður nær kjöri ef hann nær hreinum meirihluta atkvæða. Nái enginn einn hreinum meirihluta í fyrri umferð er kosið á milli tveggja efstu, eða þá þeirra sem hafa náð að minnsta kosti 12,5 prósentum.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01