Gefa grænt ljós á bólusetningar barna niður í sex mánaða aldur Árni Sæberg skrifar 17. júní 2022 16:54 Bólusetningar ungbarna gegn Covid-19 gætu hafist í Bandaríkjunum í næstu viku. Sean Gallup/Getty Images Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa Covid-19 bólusetningar barna frá sex mánaða aldri. Talið er að bólusetningar geti hafist strax í næstu viku en hingað til hafa fimm ára börn verið þau yngstu sem hafa mátt fá bóluefni. Áður en bólusetningar geta hafist þarf Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna að ákveða hvort og þá hvaða bóluefni verða notuð en tveir valkostir eru í boði, efni frá Pfizer og Moderna en bæði fyrirtæki hafa blandað ný bóluefni sem eru ætluð ungum börnum. Ekki er útilokað að bæði bóluefnin verði fyrir valinu. Dr. Rochelle Walensky, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, hefur ákvörðunarvald um það hvort börn verði bólusett frá sex mánaða aldri, að því er segir í frétt AP um málið. Þar segir að Walensky hafi komið fyrir þingnefnd í gær og tjáð öldungardeildarþingmönnum að starfsfólk hennar myndi vinna yfir helgina til að komast að niðurstöðu sem fyrst. Það þykir merkilegt fyrir þær sakir að frídagur er í Bandaríkjum 19. maí en þá minnast Bandaríkjamenn þess þegar þrælar voru frelsaðir. Segir nauðsynlegt að verja börnin Walensky sagði að ungbarnadauði af völdum Covid-19 væri meiri en af völdum árstíðabundinnar inflúensu. „Þess vegna tel ég að við verðum að vernda ung börn. Auk þess að verja aðra með bóluefninu og sér í lagi að verja eldra fólk,“ segir Walensky. Gefi Walensky grænt ljós á bólusetningar ungbarna mun foreldrum standa til boða að láta bólusetja börn sín með bóluefni Pfizer, sem er veitt í þremur skömmtum sem hafa tíu prósent af styrk bóluefnis sem fullorðnir fá eða með bóluefni Moderna sem er veitt í tveimur skömmtum sem hafa um fjórðung styrks venjulegs bóluefnis fyrirtækisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Áður en bólusetningar geta hafist þarf Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna að ákveða hvort og þá hvaða bóluefni verða notuð en tveir valkostir eru í boði, efni frá Pfizer og Moderna en bæði fyrirtæki hafa blandað ný bóluefni sem eru ætluð ungum börnum. Ekki er útilokað að bæði bóluefnin verði fyrir valinu. Dr. Rochelle Walensky, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, hefur ákvörðunarvald um það hvort börn verði bólusett frá sex mánaða aldri, að því er segir í frétt AP um málið. Þar segir að Walensky hafi komið fyrir þingnefnd í gær og tjáð öldungardeildarþingmönnum að starfsfólk hennar myndi vinna yfir helgina til að komast að niðurstöðu sem fyrst. Það þykir merkilegt fyrir þær sakir að frídagur er í Bandaríkjum 19. maí en þá minnast Bandaríkjamenn þess þegar þrælar voru frelsaðir. Segir nauðsynlegt að verja börnin Walensky sagði að ungbarnadauði af völdum Covid-19 væri meiri en af völdum árstíðabundinnar inflúensu. „Þess vegna tel ég að við verðum að vernda ung börn. Auk þess að verja aðra með bóluefninu og sér í lagi að verja eldra fólk,“ segir Walensky. Gefi Walensky grænt ljós á bólusetningar ungbarna mun foreldrum standa til boða að láta bólusetja börn sín með bóluefni Pfizer, sem er veitt í þremur skömmtum sem hafa tíu prósent af styrk bóluefnis sem fullorðnir fá eða með bóluefni Moderna sem er veitt í tveimur skömmtum sem hafa um fjórðung styrks venjulegs bóluefnis fyrirtækisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira