Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 14:34 Tveir létust og einn særðist í árásinni. AP Photo/Butch Dill Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. Viðbragðsaðilar fengu tilkynningu um klukkan 18:20 að staðartíma í gærkvöldi vegna árásarmannsins í Saint Stephen's Episcopal kirkjunni í Birmingham úthverfinu í Vestavia Hills. Grunaður árásarmaður var handtekinn stuttu síðar og sá sem særðist færður á spítala til læknisaðstoðar. Lögregla vildi hvorki nafngreina fórnarlömbin né árásarmanninn og vildi heldur ekki greina nánar frá atburðum kvöldsins. Lögreglumenn frá ýmsum alríkisstofnunum voru mættir á vettvang.AP Photo/Butch Dill Samkvæmt tilkynningu frá kirkjunni var pálínuboðið sérstaklega fyrir eldri borgara og fór fram inni í kirkjunni. Prestur kirkjunnar, Séra John Burruss, skrifaði þetta á Facebook-síðu kirkjunnar þar sem hann tók fram að hann væri sjálfur staddur í Grikklandi í pílagrímagöngu með safnaðarmeðlimum en væri að reyna að komast aftur heim til Alabama eins fljótt og hann gæti. Aðeins einn mánuður er liðinn síðan skotárás var síðast gerð á kirkju í Bandaríkjunum en í þeirri árás lést einn og fimm særðust. Sú árás var gerð á taívanska kirkju í Suður-Kaliforníu. Samkvæmt frétt AP um málið var mikill viðbúnaður á vettvangi í Vestaviu Hills í allt gærkvöld og langt fram á nótt. Búið var að girða vettvanginn af með gulu lögregluteipi. Bandaríska alríkislögreglan FBI, Alríkislögreglumenn á vegum dómsmálaráðuneytisins og fulltrúar frá Áfengis-, skotvopna-, tóbaks- og sprengiefnalögreglu Bandaríkjanna voru á staðnum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Viðbragðsaðilar fengu tilkynningu um klukkan 18:20 að staðartíma í gærkvöldi vegna árásarmannsins í Saint Stephen's Episcopal kirkjunni í Birmingham úthverfinu í Vestavia Hills. Grunaður árásarmaður var handtekinn stuttu síðar og sá sem særðist færður á spítala til læknisaðstoðar. Lögregla vildi hvorki nafngreina fórnarlömbin né árásarmanninn og vildi heldur ekki greina nánar frá atburðum kvöldsins. Lögreglumenn frá ýmsum alríkisstofnunum voru mættir á vettvang.AP Photo/Butch Dill Samkvæmt tilkynningu frá kirkjunni var pálínuboðið sérstaklega fyrir eldri borgara og fór fram inni í kirkjunni. Prestur kirkjunnar, Séra John Burruss, skrifaði þetta á Facebook-síðu kirkjunnar þar sem hann tók fram að hann væri sjálfur staddur í Grikklandi í pílagrímagöngu með safnaðarmeðlimum en væri að reyna að komast aftur heim til Alabama eins fljótt og hann gæti. Aðeins einn mánuður er liðinn síðan skotárás var síðast gerð á kirkju í Bandaríkjunum en í þeirri árás lést einn og fimm særðust. Sú árás var gerð á taívanska kirkju í Suður-Kaliforníu. Samkvæmt frétt AP um málið var mikill viðbúnaður á vettvangi í Vestaviu Hills í allt gærkvöld og langt fram á nótt. Búið var að girða vettvanginn af með gulu lögregluteipi. Bandaríska alríkislögreglan FBI, Alríkislögreglumenn á vegum dómsmálaráðuneytisins og fulltrúar frá Áfengis-, skotvopna-, tóbaks- og sprengiefnalögreglu Bandaríkjanna voru á staðnum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52
Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30
Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. 6. júní 2022 12:16