Segja framsetningu um stöðu á leigumarkaði vera villandi Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2022 14:35 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir ekki rétt að miða við meðallaun í landinu þegar staðan á leigumarkaði sé skoðuð. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka leigjenda segir framsetningu Húsnæðis- og mannvirkjastofunar um ástandið á leigumarkaði vera villandi og að ekki sé rétt að miða við hlutfall af meðallaunum. Slíkt gefi skakka mynd þar sem flestir á leigumarkaði séu í lágtekjuhópum. Húsnæðis- og mannvirkjustofnun birti í gær mánaðarskýrslu sína um stöðuna á húsnæðismarkaði þar sem sagði að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Þó var bent á að blikur væru á lofti og að staðan gæti snúist við á næstu misserum. Í skýrslunni sagði að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hafi farið lækkandi á föstu verðlagi frá því í byrjun árs og að leiguverðið væru nú orðið lægra en fyrir ári síðan og hafi það ekki mælst lægra að raunvirði síðan í ágústmánuði 2017. „Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum er það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Hlutfallið náði hámarki í lok árs 2018 en mælist nú 15,6% lægra en það gerði þá,“ sagði í skýrslu HMS. Ekki sé miðað við meðallaun Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir að það sem samtökin setji út á sé að stofnunin miði við meðallaun. „Við sem erum á leigumarkaði og eigum í samtali við leigjendur höfum þá sterku tilfinningu og teljum okkur vita það að meirihluti leigjenda eru í lægri leiguþrepunum. Það segir sig svolítið sjálft. Fólk sem er á leigumarkaði er fólk sem getur kannski ekki safnað sér fyrir útborgun og þar af leiðandi er ekki réttlátt að okkar mati að miða við meðallaun í landi þegar verið að skoða álag á tekjuhópina. Meðallaun í landinu eru um 690 þúsund krónur á meðan lágmarkslaun eru 360 þúsund, örorkubætur og framfærslubætur eru 300 þúsund. Á sama tíma er meðalleiguverð í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar, farið yfir 3.300 krónur á fermetrann,“ segir Guðmundur Hrafn. Óeðlileg þróun fyrir faraldur Guðmundur Hrafn segir að þegar litið sé á þróunina frá 2011, þegar byrjað var að gefa út vísitölu leiguverðs, og til aprílmánaðar 2020, þegar áhrif Covid á leigumarkaðinn komu fram, þá hafi átt sér stað mjög óeðlileg þróun á leiguverði með tilliti til launa og samfylgni við hækkun fasteignaverðs. Leiguverð hafi hækkað mjög á þessum tíma. „Við höfum líka borið ástandið á leigumarkaði hér saman við ástandið á leigumarkaðinn í Kaupmannahöfn í Danmörku. Hlutfall meðalhúsaleigu á 100 fermetra íbúð á Kaupmannahöfn er ekki nema 37 prósent af lágmarkslaunum. Á sama tíma er hlutfallið 69 prósent hér. Við erum að benda á það að þeir hópar sem eru á leigumarkaði, að álag leiguverðs á tekjur þeirra er miklu, miklu hærra hér en annars staðar.“ Guðmundur Hrafn bendir sömuleiðis á að meðalleiguverðið hjá Hagstofunni, sé tiltölulega skakkt þar sem fjöldinn allur af leigusamningum, þar sem leiga sé hærri en hjá leigusamningar á vegum félagslegra úrræða, séu ekki þinglýstir og það skekki heildarmyndina. Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leiguverð ekki þurfa að fylgja hækkandi fasteignaverði Leiguverð hefur ekki mælst lægra að raunvirði síðan 2017. Hagfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir leiguverð ekki alltaf þurfa að fylgja fasteignaverði. Kostnaður við að eiga og reka íbúð hafi ekki hækkað mikið 15. júní 2022 14:21 Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjustofnun birti í gær mánaðarskýrslu sína um stöðuna á húsnæðismarkaði þar sem sagði að ýmsir mælikvarðar bendi til þess að betra sé að vera á leigumarkaði nú en oft áður. Þó var bent á að blikur væru á lofti og að staðan gæti snúist við á næstu misserum. Í skýrslunni sagði að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hafi farið lækkandi á föstu verðlagi frá því í byrjun árs og að leiguverðið væru nú orðið lægra en fyrir ári síðan og hafi það ekki mælst lægra að raunvirði síðan í ágústmánuði 2017. „Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í apríl sem hlutfall af launum er það lægsta sem mælst hefur en gögnin ná aftur til byrjun árs 2013. Hlutfallið náði hámarki í lok árs 2018 en mælist nú 15,6% lægra en það gerði þá,“ sagði í skýrslu HMS. Ekki sé miðað við meðallaun Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir að það sem samtökin setji út á sé að stofnunin miði við meðallaun. „Við sem erum á leigumarkaði og eigum í samtali við leigjendur höfum þá sterku tilfinningu og teljum okkur vita það að meirihluti leigjenda eru í lægri leiguþrepunum. Það segir sig svolítið sjálft. Fólk sem er á leigumarkaði er fólk sem getur kannski ekki safnað sér fyrir útborgun og þar af leiðandi er ekki réttlátt að okkar mati að miða við meðallaun í landi þegar verið að skoða álag á tekjuhópina. Meðallaun í landinu eru um 690 þúsund krónur á meðan lágmarkslaun eru 360 þúsund, örorkubætur og framfærslubætur eru 300 þúsund. Á sama tíma er meðalleiguverð í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar, farið yfir 3.300 krónur á fermetrann,“ segir Guðmundur Hrafn. Óeðlileg þróun fyrir faraldur Guðmundur Hrafn segir að þegar litið sé á þróunina frá 2011, þegar byrjað var að gefa út vísitölu leiguverðs, og til aprílmánaðar 2020, þegar áhrif Covid á leigumarkaðinn komu fram, þá hafi átt sér stað mjög óeðlileg þróun á leiguverði með tilliti til launa og samfylgni við hækkun fasteignaverðs. Leiguverð hafi hækkað mjög á þessum tíma. „Við höfum líka borið ástandið á leigumarkaði hér saman við ástandið á leigumarkaðinn í Kaupmannahöfn í Danmörku. Hlutfall meðalhúsaleigu á 100 fermetra íbúð á Kaupmannahöfn er ekki nema 37 prósent af lágmarkslaunum. Á sama tíma er hlutfallið 69 prósent hér. Við erum að benda á það að þeir hópar sem eru á leigumarkaði, að álag leiguverðs á tekjur þeirra er miklu, miklu hærra hér en annars staðar.“ Guðmundur Hrafn bendir sömuleiðis á að meðalleiguverðið hjá Hagstofunni, sé tiltölulega skakkt þar sem fjöldinn allur af leigusamningum, þar sem leiga sé hærri en hjá leigusamningar á vegum félagslegra úrræða, séu ekki þinglýstir og það skekki heildarmyndina.
Leigumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leiguverð ekki þurfa að fylgja hækkandi fasteignaverði Leiguverð hefur ekki mælst lægra að raunvirði síðan 2017. Hagfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir leiguverð ekki alltaf þurfa að fylgja fasteignaverði. Kostnaður við að eiga og reka íbúð hafi ekki hækkað mikið 15. júní 2022 14:21 Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Segir leiguverð ekki þurfa að fylgja hækkandi fasteignaverði Leiguverð hefur ekki mælst lægra að raunvirði síðan 2017. Hagfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir leiguverð ekki alltaf þurfa að fylgja fasteignaverði. Kostnaður við að eiga og reka íbúð hafi ekki hækkað mikið 15. júní 2022 14:21
Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent