Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. júní 2022 13:00 Gunnar Jakobsson varabankastjóri fjármálastöðuleika Seðlabankans útilokar ekki að Seðlabankinn grípi til frekari aðgerða til að reyna að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn og ofþenslu þar. Vísir/Sigurjón Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda Seðlabankinn kynnti í gær aðgerðir til að bregðast við ofþenslu á fasteignamarkaði þar sem gríðarleg umframeftirspurn hefur verið síðustu misseri, sem hefur svo valdið sögulegum verðhækkunum. Þannig var hámarki á fasteignalánum fyrstu kaupenda lækkað úr 90 prósentum í 85 prósent. Þá voru sett ákveðin lágmarksviðmið sem fjármálastofnanir þurfa nú að nota við útreikning fasteignalána, einkum verðtryggðra lána svo lántakendur átti sig betur á áhættu sem fylgir því að taka slík lán. Þarna var bankinn að bregðast í fyrsta skipti við heimild sem hann fékk með reglum í fyrra um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda. Fram hefur komið gagnrýni á að Seðlabankinn hafi átt að bregðast fyrr við þar sem þessi heimild var til staðar síðasta haust. Gunnar Jakobsson varabankastjóri fjármálastöðuleika Seðlabankans segir auðvelt að vera vitur eftir á. „Ef ég hefði vitað í september í fyrra það sem ég veit í dag og að myndum til dæmis hafa stríð í Úkraínu þá er vissulega hægt að segja að við hefðum átt að grípa til aðgerða fyrr. En í september í fyrra vissum við það ekki,“ segir hann. Hann útilokar ekki frekari inngrip á fasteignalánamarkað haldi verð áfram að hækka. „Við munum halda áfram að fylgjast með þróuninni á fasteignamarkaði og þróuninni í heild og beita þeim tækjum sem við höfum eins og tilefni gefst til,“ segir Gunnar. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Seðlabankinn Tengdar fréttir „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Seðlabankinn kynnti í gær aðgerðir til að bregðast við ofþenslu á fasteignamarkaði þar sem gríðarleg umframeftirspurn hefur verið síðustu misseri, sem hefur svo valdið sögulegum verðhækkunum. Þannig var hámarki á fasteignalánum fyrstu kaupenda lækkað úr 90 prósentum í 85 prósent. Þá voru sett ákveðin lágmarksviðmið sem fjármálastofnanir þurfa nú að nota við útreikning fasteignalána, einkum verðtryggðra lána svo lántakendur átti sig betur á áhættu sem fylgir því að taka slík lán. Þarna var bankinn að bregðast í fyrsta skipti við heimild sem hann fékk með reglum í fyrra um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda. Fram hefur komið gagnrýni á að Seðlabankinn hafi átt að bregðast fyrr við þar sem þessi heimild var til staðar síðasta haust. Gunnar Jakobsson varabankastjóri fjármálastöðuleika Seðlabankans segir auðvelt að vera vitur eftir á. „Ef ég hefði vitað í september í fyrra það sem ég veit í dag og að myndum til dæmis hafa stríð í Úkraínu þá er vissulega hægt að segja að við hefðum átt að grípa til aðgerða fyrr. En í september í fyrra vissum við það ekki,“ segir hann. Hann útilokar ekki frekari inngrip á fasteignalánamarkað haldi verð áfram að hækka. „Við munum halda áfram að fylgjast með þróuninni á fasteignamarkaði og þróuninni í heild og beita þeim tækjum sem við höfum eins og tilefni gefst til,“ segir Gunnar.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Seðlabankinn Tengdar fréttir „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum