„Börn eiga að éta það sem úti frýs“ Lúðvík Júlíusson skrifar 16. júní 2022 11:31 Ísland er merkilegt land að mörgu leyti. Tökum dæmi. Barn býr hjá foreldri sem hefur ekki efni á mat, fatnaði, húsnæði, á tómstundum og öðrum tilfallandi kostnaði. Samkvæmt íslenskum lögum þá býr barnið ekki við fátækt. Íslenskir stjórnmálamenn, hvorki á Alþingi né í sveitarstjórnum, vilja hjálpa þessum börnum og foreldrum. Þeir líta svo á að þetta sé foreldrunum að kenna. Ástæðan er sú að barnið lifir í fátækt hjá umgengisforeldri. Þá telja Íslendingar að barnið sé annað hvort ónæmt fyrir fátækt eða að fátæktin geri því bara gott. Íslendingar og stjórnmálamenn eru mjög fordómafullir þegar kemur að börnum. Fordómum sem skaða börn varanlega. Lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu Nýlega voru samþykkt lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu. Markmið frumvarpsins er „að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Hvergi í frumvarpinu er fjallað um börn sem búa á tveimur heimilum, hvergi er fjallað um fátækt barna hjá umgengisforeldrum og hvergi er fjallað um breytingar á meðlagi. Börn njóta ekki tilveruréttar Börn sem njóta reglulegrar umgengni njóta ekki sömu réttinda og önnur börn. Stjórnvöld neita þeim um sama tilverurétt í samfélaginu okkar og öðrum börnum. Rannsóknir hafa sýnt að staða þessara barna sé verri en annarra barna, samt er ekkert gert. Að gera ekkert til að uppræta fátækt barna sem tilheyra viðkvæmum hópum er pólitísk ákvörðun. Það er pólitísk ákvörðun um að þessi börn eigi og skuli lifa í fátækt og éta það sem úti frýs. Meðlagið Í frumvarpinu um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu er hvergi minnst á meðlag. Meðlagsgreiðslur hækkuðu samt um 3% síðustu mánaðarmót. Ekki er athugað hvaða áhrif þetta hefur á foreldra eða börn. Aukin útgjöld eru samt alltaf íþyngjandi. Það er því deginum ljósara að lífskjör ákveðins hóps barna sem tilheyra viðkvæmum hópum munu versna við þessar breytingar. Börn í ruslflokk Þegar stjórnvöld senda ítrekað út skilaboð um hlutverk kynjanna og að börn fráskilinna(börn einstæðra foreldra) séu minna virði en önnur börn þá er ekkert skrítið að staða bæði barna og foreldra sé slæm. Til þess að vinna gegn þessu þá er nauðsynlegt að stjórnvöld rannsaki stöðu barna og foreldra og nauðsynlegt að stjórnvöld sjálf líti í eigin barm og losi sig við þá gríðarlegu skaðlegu fordóma sem þau hafa og sem setja börn í viðkvæmri stöðu lóðrétt í ruslflokk. Stjórnvöld viðhalda fátækt Meiri líkur eru á því að þessi börn munu vera fátæk þegar þau verða fullorðin og hafa verri heilsu. Þau munu hafa minni getu en aðrir til að vinna sig úr fátækt. Hvers vegna vilja stjórnvöld og almenningur hafa þetta svona? Hvers vegna hjálpum við ekki öllum foreldrum og öllum börnum úr fátækt? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ísland er merkilegt land að mörgu leyti. Tökum dæmi. Barn býr hjá foreldri sem hefur ekki efni á mat, fatnaði, húsnæði, á tómstundum og öðrum tilfallandi kostnaði. Samkvæmt íslenskum lögum þá býr barnið ekki við fátækt. Íslenskir stjórnmálamenn, hvorki á Alþingi né í sveitarstjórnum, vilja hjálpa þessum börnum og foreldrum. Þeir líta svo á að þetta sé foreldrunum að kenna. Ástæðan er sú að barnið lifir í fátækt hjá umgengisforeldri. Þá telja Íslendingar að barnið sé annað hvort ónæmt fyrir fátækt eða að fátæktin geri því bara gott. Íslendingar og stjórnmálamenn eru mjög fordómafullir þegar kemur að börnum. Fordómum sem skaða börn varanlega. Lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu Nýlega voru samþykkt lög um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu. Markmið frumvarpsins er „að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Hvergi í frumvarpinu er fjallað um börn sem búa á tveimur heimilum, hvergi er fjallað um fátækt barna hjá umgengisforeldrum og hvergi er fjallað um breytingar á meðlagi. Börn njóta ekki tilveruréttar Börn sem njóta reglulegrar umgengni njóta ekki sömu réttinda og önnur börn. Stjórnvöld neita þeim um sama tilverurétt í samfélaginu okkar og öðrum börnum. Rannsóknir hafa sýnt að staða þessara barna sé verri en annarra barna, samt er ekkert gert. Að gera ekkert til að uppræta fátækt barna sem tilheyra viðkvæmum hópum er pólitísk ákvörðun. Það er pólitísk ákvörðun um að þessi börn eigi og skuli lifa í fátækt og éta það sem úti frýs. Meðlagið Í frumvarpinu um mótvægisaðgerðir gegn verðbólgu er hvergi minnst á meðlag. Meðlagsgreiðslur hækkuðu samt um 3% síðustu mánaðarmót. Ekki er athugað hvaða áhrif þetta hefur á foreldra eða börn. Aukin útgjöld eru samt alltaf íþyngjandi. Það er því deginum ljósara að lífskjör ákveðins hóps barna sem tilheyra viðkvæmum hópum munu versna við þessar breytingar. Börn í ruslflokk Þegar stjórnvöld senda ítrekað út skilaboð um hlutverk kynjanna og að börn fráskilinna(börn einstæðra foreldra) séu minna virði en önnur börn þá er ekkert skrítið að staða bæði barna og foreldra sé slæm. Til þess að vinna gegn þessu þá er nauðsynlegt að stjórnvöld rannsaki stöðu barna og foreldra og nauðsynlegt að stjórnvöld sjálf líti í eigin barm og losi sig við þá gríðarlegu skaðlegu fordóma sem þau hafa og sem setja börn í viðkvæmri stöðu lóðrétt í ruslflokk. Stjórnvöld viðhalda fátækt Meiri líkur eru á því að þessi börn munu vera fátæk þegar þau verða fullorðin og hafa verri heilsu. Þau munu hafa minni getu en aðrir til að vinna sig úr fátækt. Hvers vegna vilja stjórnvöld og almenningur hafa þetta svona? Hvers vegna hjálpum við ekki öllum foreldrum og öllum börnum úr fátækt? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun