Víkingar skoruðu öll mörkin í þriggja marka leik á móti HK | FH með stórsigur gegn Grindavík Atli Arason skrifar 15. júní 2022 22:00 Svanhildur Ylfa skoraði bæði sjálfsmark og sigurmarkið í leik Víkings og HK. Hér er hún ásamt þjálfara Víkings, John Henry Andrews Facebook/Víkingur Þrír leikir fóru fram í kvöld í Lengjudeild kvenna í fótbolta. Víkingar knúðu fram eins marks sigur á HK í Víkini þar sem heimakonur skoruðu öll þrjú mörkin í 2-1 sigri. FH fór auðveldlega í gegnum Grindavík í Kaplakrikanum þar sem heimakonur unnu 6-0 sigur. Fylkir sótti svo þrjú stig á Kópavogsvelli með 0-2 sigri. Í Víkinni kom Christabel Oduro heimakonum yfir á 33. mínútu og Víkingar voru 1-0 yfir í hálfleik. Á fimm mínútna kafla var komið að Svanhildi Ylfu Dagbjartsdóttur, leikmanni Víkings, sem setti boltann yfir línuna í bæði mörkin. Svanhildur tvöfaldaði fyrst forskot Víkings með marki á 61. mínútu áður en hún varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 66. mínútu og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Víking. Víkingar stökkva yfir HK og lyfta sér upp í 2. sæti deildarinnar, a.m.k. tímabundið, með 15 stig. HK er með jafn mörg stig í 3. sæti en lakari markatölu. FH var ekki í neinum vandræðum með Grindavík en Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Ashouri, Colleen Kennedy og Ester Rós Arnarsdóttir skoruðu eitt mark hver ásamt tveimur mörkum frá Kristin Schurr í sitthvorum hálfleiknum, 6-0. FH rígheldur í toppsætið eftir sinn þriðja sigur í röð. Hafnfirðingar eru með 19 stig eftir sjö umferðir. Grindvíkingar eru í 6. sæti með sjö stig. Á Kópavogsvelli var Fylkir í heimsókn hjá Augnablik þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk gegn engu frá Augnablik. Vienna Behnke og Tinna Harðardóttir gerðu mörk Fylkis í sitthvorum hálfleiknum. Augnablik og Fylkir eru jöfn í 7. og 8. sæti deildarinnar, bæði með 6 stig og sömu markatölu. Augnablik hefur þó skorað fleiri mörk á tímabilinu. 7. umferðin klárast svo á sunnudaginn með tveimur leikjum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara koma frá heimasíðu KSÍ.is Lengjudeild kvenna Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík HK FH Grindavík Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Í Víkinni kom Christabel Oduro heimakonum yfir á 33. mínútu og Víkingar voru 1-0 yfir í hálfleik. Á fimm mínútna kafla var komið að Svanhildi Ylfu Dagbjartsdóttur, leikmanni Víkings, sem setti boltann yfir línuna í bæði mörkin. Svanhildur tvöfaldaði fyrst forskot Víkings með marki á 61. mínútu áður en hún varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 66. mínútu og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Víking. Víkingar stökkva yfir HK og lyfta sér upp í 2. sæti deildarinnar, a.m.k. tímabundið, með 15 stig. HK er með jafn mörg stig í 3. sæti en lakari markatölu. FH var ekki í neinum vandræðum með Grindavík en Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Ashouri, Colleen Kennedy og Ester Rós Arnarsdóttir skoruðu eitt mark hver ásamt tveimur mörkum frá Kristin Schurr í sitthvorum hálfleiknum, 6-0. FH rígheldur í toppsætið eftir sinn þriðja sigur í röð. Hafnfirðingar eru með 19 stig eftir sjö umferðir. Grindvíkingar eru í 6. sæti með sjö stig. Á Kópavogsvelli var Fylkir í heimsókn hjá Augnablik þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk gegn engu frá Augnablik. Vienna Behnke og Tinna Harðardóttir gerðu mörk Fylkis í sitthvorum hálfleiknum. Augnablik og Fylkir eru jöfn í 7. og 8. sæti deildarinnar, bæði með 6 stig og sömu markatölu. Augnablik hefur þó skorað fleiri mörk á tímabilinu. 7. umferðin klárast svo á sunnudaginn með tveimur leikjum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara koma frá heimasíðu KSÍ.is
Lengjudeild kvenna Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík HK FH Grindavík Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira