Segir leiguverð ekki þurfa að fylgja hækkandi fasteignaverði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. júní 2022 14:21 Hagfræðingur segir að leiguverð þurfi ekki að fylgja hækkandi fasteignaverði. visir/vilhelm Leiguverð hefur ekki mælst lægra að raunvirði síðan 2017. Hagfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir leiguverð ekki alltaf þurfa að fylgja fasteignaverði. Kostnaður við að eiga og reka íbúð hafi ekki hækkað mikið Ýmsir mælikvarðar benda til þess að hagstæðarasé að vera á leigumarkaði nú en oft áður hér á landi. Þetta sýnir ný skýrsla Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. „Í raun og veru þá hefur leiguverð ekki náð að halda í við verðlag og frá upphafi þá hefur aldrei lægst sem lægra hlutafall af launum. það hafa bara verið mjög rólegar hækkanir. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna umfjöllunin hefur verið með þessum hætti sem hún hefur verið því allir okkar mælikvarðar benda til þess að það hafi verið óvenjulega gott að vera á leigumarkaði,“ segir Kári S. Friðriksson hagfræðingur. Þetta þýði þó ekki að það séu ekki hópar á leigumarkaði sem hafi það talsvert slæmt. Í alþjóðlegum samanburði sé leigumarkaðurinn á Íslandi - heilt yfir - óþroskaður og bjóði ekki upp á stöðugleika fyrir leigjendur. „Við erum með árlega leigukönnun sem er að fara í gang en samkvæmt henni þá eru margir sem hafa þurft að flytja, sjö, átta, og jafnvel níu sinnum á síðustu tíu árum.“ En ég velti fyrir mér hvort það sé ekki merki um heilbrigði að leiguverð hafi ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð sem hefur náttúrulega blásið óhóflega út? „Leiguverð þarf ekki alltaf að fylgja fasteignaverði. Ég held að helsta skýringin þarna sé bara sú að fjármagnskostnaðurinn við að eiga íbúð hefur ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð af því að vextir eru ennþá töluvert lægri en þeir voru yfir langt skeið þannig að jafnvel þótt fasteignaverð hafi hækkað þá er greiðslubyrði af lánum minni en þau hafa oft verið.“ Þrýstingur á leigumarkaði gæti þó aukist þegar fram líða stundir. „Ég býst svo sem ekki við að leiguverð muni verða jafn hátt hlutfall af fasteignaverði og það var hér áður fyrr en hins vegar nú þegar stýrivextir eru að hækka, ferðaþjónustan er að koma til baka ásamt mikilli fólksfjölgun þá gæti þrýstingurinn á leigumarkaðinn aukist og við gætum farið að sjá meiri verðhækkanir þar en hafa verið.“ Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%. 15. júní 2022 11:33 Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Ýmsir mælikvarðar benda til þess að hagstæðarasé að vera á leigumarkaði nú en oft áður hér á landi. Þetta sýnir ný skýrsla Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. „Í raun og veru þá hefur leiguverð ekki náð að halda í við verðlag og frá upphafi þá hefur aldrei lægst sem lægra hlutafall af launum. það hafa bara verið mjög rólegar hækkanir. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna umfjöllunin hefur verið með þessum hætti sem hún hefur verið því allir okkar mælikvarðar benda til þess að það hafi verið óvenjulega gott að vera á leigumarkaði,“ segir Kári S. Friðriksson hagfræðingur. Þetta þýði þó ekki að það séu ekki hópar á leigumarkaði sem hafi það talsvert slæmt. Í alþjóðlegum samanburði sé leigumarkaðurinn á Íslandi - heilt yfir - óþroskaður og bjóði ekki upp á stöðugleika fyrir leigjendur. „Við erum með árlega leigukönnun sem er að fara í gang en samkvæmt henni þá eru margir sem hafa þurft að flytja, sjö, átta, og jafnvel níu sinnum á síðustu tíu árum.“ En ég velti fyrir mér hvort það sé ekki merki um heilbrigði að leiguverð hafi ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð sem hefur náttúrulega blásið óhóflega út? „Leiguverð þarf ekki alltaf að fylgja fasteignaverði. Ég held að helsta skýringin þarna sé bara sú að fjármagnskostnaðurinn við að eiga íbúð hefur ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð af því að vextir eru ennþá töluvert lægri en þeir voru yfir langt skeið þannig að jafnvel þótt fasteignaverð hafi hækkað þá er greiðslubyrði af lánum minni en þau hafa oft verið.“ Þrýstingur á leigumarkaði gæti þó aukist þegar fram líða stundir. „Ég býst svo sem ekki við að leiguverð muni verða jafn hátt hlutfall af fasteignaverði og það var hér áður fyrr en hins vegar nú þegar stýrivextir eru að hækka, ferðaþjónustan er að koma til baka ásamt mikilli fólksfjölgun þá gæti þrýstingurinn á leigumarkaðinn aukist og við gætum farið að sjá meiri verðhækkanir þar en hafa verið.“
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%. 15. júní 2022 11:33 Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%. 15. júní 2022 11:33
Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15