Bólusetning við bólusótt veiti 85 prósent vernd gegn apabólu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júní 2022 09:47 Sjúkdómurinn, sem er náskyldur bólusótt en mun vægari, hefur greinst í þremur einstaklingum á Íslandi. AP Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85 prósent vernd gegn apabólu. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar á Vísindavefnum við spurningunni: „Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?“. Í svarinu rekur Jón sögu bólusetningar gegn bólusótt en smitsjúkdómurinn er sá eini sem mönnum hefur tekist að útrýma. Sjúkdómnum var formlega útrýmt árið 1980 en bólusetningu var hætt víða fyrir þann tíma. Skyldar veirur Bólusóttarveiran er afar náskyld apabóluveiru og kúabóluveiru. Í fyrsta bóluefninu við bólusótt var notast við kúabóluveiru. Framleiðsla á bóluefni gegn bólusótt var stöðvuð þegar sjúkdómnum var formlega útrýmt en þar sem áhyggjur komu upp að veiran yrði notuð sem efnavopn seinna meir og einhverjir mögulega útsettir við tilraunaaðstæður var byrjað að þróa ný bóluefni. Nú eru tvö þessara bóluefna í notkun. 85 prósent vernd í það minnsta „Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85% vernd gegn apabólu, þar sem að orsakavaldar þessara tveggja sjúkdóma eru keimlíkir. Talið er að ónæmi eftir bólusetningu við bólusótt sé árangursríkt um langa hríð. Hins vegar er óljóst hvort það sama gildi um krossónæmið gegn apabólu,“ segir í svari Jóns. Kynslóð þeirra sem hafa ekki fengið bólusetningu við bólusótt fer vaxandi og því margir sem hafa enga vörn gegn apabólu. „Vegna þessara þátta er minnkandi ónæmi gegn bólusótt, og þá gegn apabólu, talið vera ein leiðandi orsök vaxandi algengis apabólu á heimsvísu,“ segir Jón. Þetta þýðir þó líka að það er til bóluefni við apabóluveiru og er eitt þeirra meira að segja formlega samþykkt í Bandaríkjunum til notkunar gegn apabólu. Samkvæmt tölum frá Landlækni var hætt að bólusetja gegn bólusótt á Íslandi árið 1979 en árin fyrir það hafði verið dregið verulega úr þeim. Taflan sýnir bólusetningar gegn bólusótt á Íslandi.Embætti Landlæknis Apabóla Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Í svarinu rekur Jón sögu bólusetningar gegn bólusótt en smitsjúkdómurinn er sá eini sem mönnum hefur tekist að útrýma. Sjúkdómnum var formlega útrýmt árið 1980 en bólusetningu var hætt víða fyrir þann tíma. Skyldar veirur Bólusóttarveiran er afar náskyld apabóluveiru og kúabóluveiru. Í fyrsta bóluefninu við bólusótt var notast við kúabóluveiru. Framleiðsla á bóluefni gegn bólusótt var stöðvuð þegar sjúkdómnum var formlega útrýmt en þar sem áhyggjur komu upp að veiran yrði notuð sem efnavopn seinna meir og einhverjir mögulega útsettir við tilraunaaðstæður var byrjað að þróa ný bóluefni. Nú eru tvö þessara bóluefna í notkun. 85 prósent vernd í það minnsta „Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85% vernd gegn apabólu, þar sem að orsakavaldar þessara tveggja sjúkdóma eru keimlíkir. Talið er að ónæmi eftir bólusetningu við bólusótt sé árangursríkt um langa hríð. Hins vegar er óljóst hvort það sama gildi um krossónæmið gegn apabólu,“ segir í svari Jóns. Kynslóð þeirra sem hafa ekki fengið bólusetningu við bólusótt fer vaxandi og því margir sem hafa enga vörn gegn apabólu. „Vegna þessara þátta er minnkandi ónæmi gegn bólusótt, og þá gegn apabólu, talið vera ein leiðandi orsök vaxandi algengis apabólu á heimsvísu,“ segir Jón. Þetta þýðir þó líka að það er til bóluefni við apabóluveiru og er eitt þeirra meira að segja formlega samþykkt í Bandaríkjunum til notkunar gegn apabólu. Samkvæmt tölum frá Landlækni var hætt að bólusetja gegn bólusótt á Íslandi árið 1979 en árin fyrir það hafði verið dregið verulega úr þeim. Taflan sýnir bólusetningar gegn bólusótt á Íslandi.Embætti Landlæknis
Apabóla Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29