Lífið

BTS sveitin hætt í bili

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Suður-kóreska sveitin BTS.
Suður-kóreska sveitin BTS. Getty

Hin geisivinsæla Suður-Kóreska hljómsveit BTS mun taka sér ótímabundið hlé frá störfum. Þetta tilkynntu þeir í beinu streymi nú í dag en þar segjast þeir ætla að einbeita sér að sólóferlum sínum.

Sveitin hefur verið að störfum í níu ár og hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Drengirnir segjast nú þurfa tíma til að þroskast og þróa tónlistarhæfileika hver í sínu lagi.

„Ég held að þurfum að eyða einhverjum tíma í sitt hvoru lagi, svo við getum aftur orðið sameinaðir,“ sagði J-Hope, einn söngvaranna þegar sveitin ávarpaði aðdáendur sína í streyminu. „Ég vona að þið lítið ekki á þetta neikvæðum augum heldur sem jákvætt skref. Ég held að BTS muni koma sterkari til bara á þennan hátt.“

Samkvæmt meðlimum sveitarinnar munu J-Hope og Suga skila frá sér sóló-verkum í náinni framtíð. Þá muni Jungkook gefa út plötu á þessu ári.

Hægt er að sjá tilkynningu þeirra í heild sinni hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×