Hinn íslensk-ættaði Tomasson tekur við Blackburn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 15:00 Frá Malmö til Blackburn. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Hinn 45 ára gamli Jon Dahl Tomasson hefur tekið við þjálfun Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Tomasson gerði Malmö FF í Svíþjóð að meisturum tvö ár í röð áður en hann sagði óvænt upp í desember á síðasta ári. Tomasson á ættir að rekja til Íslands en afi hans var íslenskur. Það kom þó aldrei annað til greina hjá þessum fyrrverandi framherja en að spila fyrir Danmörku. Alls skoraði hann 51 mark í 112 A-landsleikjum. Hann átti einkan flottar feril en eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Köge í Danmörku fór hann til Heerenveen í Hollandi, þaðan til Newcastle United, Feyenoord, AC Milan, Stuttgart, Villareal og aftur Feyenoord. Eftir að leggja skóna á hilluna 2011 þá beið Tomasson í tvö ár áður en hann tók við sínu fyrsta þjálfarastarfi. Það var hjá Excelsior í Hollandi árið 2013 en hann entist stutt þar og sama má segja um tíma hans hjá Roda JC. Árið 2015 var hann ráðin aðstoðarþjálfari Vitesse Arnhem og ári síðar var hann orðinn aðstoðarþjálfari Danmerkur. Það var svo í janúar 2020 sem hann tók við Malmö og gerði liðið að meisturum. Hann vann deildina aftur ári síðar áður en hann sagði upp störfum í desembersíðastliðnum. We are delighted to announce the appointment of Jon Dahl Tomasson as our new Head Coach. Velkommen, Jon! Read more: https://t.co/02d4lBfwGl#Rovers pic.twitter.com/cQ4d0Wt0yQ— Blackburn Rovers (@Rovers) June 14, 2022 Hann var því án atvinnu í rúmlega hálft ár eða þangað til Blackburn Rovers tilkynnti að Tomasson væri nýr þjálfari liðsins. Á hann að hjálpa því að komast upp í deild þeirra bestu en þar hefur Blackburn ekki verið síðan árið 2012. Nýlega réð Blackburn manninn á bakvið árangur Noregsmeistara Bodø/Glimt sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu. Það er því ljóst að félagið horfir til Norðurlandanna í uppbyggingu sinni, hver veit nema þeir horfi næst til Íslands í leit að leikmönnum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Tomasson á ættir að rekja til Íslands en afi hans var íslenskur. Það kom þó aldrei annað til greina hjá þessum fyrrverandi framherja en að spila fyrir Danmörku. Alls skoraði hann 51 mark í 112 A-landsleikjum. Hann átti einkan flottar feril en eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Köge í Danmörku fór hann til Heerenveen í Hollandi, þaðan til Newcastle United, Feyenoord, AC Milan, Stuttgart, Villareal og aftur Feyenoord. Eftir að leggja skóna á hilluna 2011 þá beið Tomasson í tvö ár áður en hann tók við sínu fyrsta þjálfarastarfi. Það var hjá Excelsior í Hollandi árið 2013 en hann entist stutt þar og sama má segja um tíma hans hjá Roda JC. Árið 2015 var hann ráðin aðstoðarþjálfari Vitesse Arnhem og ári síðar var hann orðinn aðstoðarþjálfari Danmerkur. Það var svo í janúar 2020 sem hann tók við Malmö og gerði liðið að meisturum. Hann vann deildina aftur ári síðar áður en hann sagði upp störfum í desembersíðastliðnum. We are delighted to announce the appointment of Jon Dahl Tomasson as our new Head Coach. Velkommen, Jon! Read more: https://t.co/02d4lBfwGl#Rovers pic.twitter.com/cQ4d0Wt0yQ— Blackburn Rovers (@Rovers) June 14, 2022 Hann var því án atvinnu í rúmlega hálft ár eða þangað til Blackburn Rovers tilkynnti að Tomasson væri nýr þjálfari liðsins. Á hann að hjálpa því að komast upp í deild þeirra bestu en þar hefur Blackburn ekki verið síðan árið 2012. Nýlega réð Blackburn manninn á bakvið árangur Noregsmeistara Bodø/Glimt sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu. Það er því ljóst að félagið horfir til Norðurlandanna í uppbyggingu sinni, hver veit nema þeir horfi næst til Íslands í leit að leikmönnum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira