2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2022 12:03 Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra, þingmaður og þingforseti, var formaður „spretthópsins". Vísir/Vilhelm Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði spretthópinn fyrr í mánuðinum og var það Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og forseti Alþingis, sem fór þar með formennsku. Tillögur hópsins voru lagðar fyrir ríkisstjórn í morgun. Á vef stjórnarráðsins segir að ljóst sé bregðast þurfi við þeim aðstæðum sem uppi séu vegna verðhækkana á helstu aðföngum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Sú þróun hafi haft og muni hafa alvarleg áhrif á rekstur bænda. Framboð á innlendri vöru geti því dregist saman á næstunni með tilheyrandi áhrifum á fæðuöryggi. Tillögur í sex liðum Um tillögur hópsins segir að þær hafi verið í sex liðum fyrir árið 2022. Í fjórum þeirra sé lagt til að greitt verði álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum, samtals 2.460 milljónir króna. „Um er að ræða greiðslur samkvæmt öllum búvörusamningunum fjórum auk þess sem 450 milljónir eru ætlaðar til stuðnings svína-, alifugla- og eggjaframleiðslu þar sem ekki er um slíka samninga að ræða. Kostnaður við aðgerðirnar er áætlaður 0,07% af landsframleiðslu sem er viðbót við aðgerðir í upphafi árs sem námu 0,02%. Jafnframt er lagt til að kjötafurðafyrirtækjum verði veitt tímabundin heimild til samstarfs með það að markmiði að hvetja til hagræðingar innan geirans. Heimildin yrði bundin ákveðnum skilyrðum sem lagt er til að verði unnin í samráði við Samkeppniseftirlitið. Þá er lagt til að komið verði á sérstökum vakthópi um fæðuöryggi. Til viðbótar leggur hópurinn fram átta tillögur að aðgerðum sem miðast við lengra tímabil. Þær snerta m.a. neyðarbirgðahald, eflingu grænmetisframleiðslu, kornræktar, jarðræktarrannsókna, lífræna framleiðslu og aukið fæðuöryggi landsins,“ segir um tillögurnar. Mikil hækkun rekstrarkostnaðar Ennfremur segir að með fyrirvara um þá óvissu sem ríki um þróun næstu mánaða megi ætla að rekstrarkostnaður landbúnaðar árið 2022 hafi hækkað um 8.900 milljónir vegna hækkana á áburði, kjarnfóðri, olíu og rúlluplasti. „Þar af hækkar áburður um 3.000 milljónir, fóður um 4.500 milljónir og olía og plast um 1.400 milljónir. Nú þegar hefur verið komið til móts við hækkun á áburðarkostnaði sem nemur 650 milljónum. Áætlað er að hækkanir á afurðaverði, sem þegar eru komnar fram, muni skila um 3.600 milljónum í auknum tekjum á þessu ári. Eftir stendur kostnaðarauki upp á 4.650 milljónir en auk þessa hækka flestir aðrir kostnaðarliðir verulega milli ára. Þessar verðhækkanir hafa þegar veikt rekstrargrundvöll bænda mjög mikið og dregið úr framleiðsluvilja,“ segir í tilkynningunni á vef stjórnarráðsins. Auk Steingríms áttu Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og Saga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sæti í hópnum. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Steingrímur J. leiðir „spretthóp“ Svandísar Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins. 3. júní 2022 11:16 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði spretthópinn fyrr í mánuðinum og var það Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og forseti Alþingis, sem fór þar með formennsku. Tillögur hópsins voru lagðar fyrir ríkisstjórn í morgun. Á vef stjórnarráðsins segir að ljóst sé bregðast þurfi við þeim aðstæðum sem uppi séu vegna verðhækkana á helstu aðföngum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Sú þróun hafi haft og muni hafa alvarleg áhrif á rekstur bænda. Framboð á innlendri vöru geti því dregist saman á næstunni með tilheyrandi áhrifum á fæðuöryggi. Tillögur í sex liðum Um tillögur hópsins segir að þær hafi verið í sex liðum fyrir árið 2022. Í fjórum þeirra sé lagt til að greitt verði álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum, samtals 2.460 milljónir króna. „Um er að ræða greiðslur samkvæmt öllum búvörusamningunum fjórum auk þess sem 450 milljónir eru ætlaðar til stuðnings svína-, alifugla- og eggjaframleiðslu þar sem ekki er um slíka samninga að ræða. Kostnaður við aðgerðirnar er áætlaður 0,07% af landsframleiðslu sem er viðbót við aðgerðir í upphafi árs sem námu 0,02%. Jafnframt er lagt til að kjötafurðafyrirtækjum verði veitt tímabundin heimild til samstarfs með það að markmiði að hvetja til hagræðingar innan geirans. Heimildin yrði bundin ákveðnum skilyrðum sem lagt er til að verði unnin í samráði við Samkeppniseftirlitið. Þá er lagt til að komið verði á sérstökum vakthópi um fæðuöryggi. Til viðbótar leggur hópurinn fram átta tillögur að aðgerðum sem miðast við lengra tímabil. Þær snerta m.a. neyðarbirgðahald, eflingu grænmetisframleiðslu, kornræktar, jarðræktarrannsókna, lífræna framleiðslu og aukið fæðuöryggi landsins,“ segir um tillögurnar. Mikil hækkun rekstrarkostnaðar Ennfremur segir að með fyrirvara um þá óvissu sem ríki um þróun næstu mánaða megi ætla að rekstrarkostnaður landbúnaðar árið 2022 hafi hækkað um 8.900 milljónir vegna hækkana á áburði, kjarnfóðri, olíu og rúlluplasti. „Þar af hækkar áburður um 3.000 milljónir, fóður um 4.500 milljónir og olía og plast um 1.400 milljónir. Nú þegar hefur verið komið til móts við hækkun á áburðarkostnaði sem nemur 650 milljónum. Áætlað er að hækkanir á afurðaverði, sem þegar eru komnar fram, muni skila um 3.600 milljónum í auknum tekjum á þessu ári. Eftir stendur kostnaðarauki upp á 4.650 milljónir en auk þessa hækka flestir aðrir kostnaðarliðir verulega milli ára. Þessar verðhækkanir hafa þegar veikt rekstrargrundvöll bænda mjög mikið og dregið úr framleiðsluvilja,“ segir í tilkynningunni á vef stjórnarráðsins. Auk Steingríms áttu Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og Saga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sæti í hópnum.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Steingrímur J. leiðir „spretthóp“ Svandísar Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins. 3. júní 2022 11:16 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Steingrímur J. leiðir „spretthóp“ Svandísar Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins. 3. júní 2022 11:16