Grímur verður lögreglustjóri á Suðurlandi Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2022 06:36 Grímur er hann þjálfaði lið Selfoss. Vísir/Vilhelm Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi frá 1. júlí næstkomandi og út árið. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri verður í leyfi á sama tíma en Grímur mun áfram starfa sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á tímabilinu. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu en Grímur hefur starfað sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum síðan árið 2020. Í samtali við Morgunblaðið segist hann ætla að verða mest áfram í Vestmannaeyjum, en einnig eftir atvikum á Suðurlandi. „Staðsetning skiptir reyndar ekki sama máli nú og áður, því störf og verkefni eru oft afgreidd í tölvu og síma. Nokkrar vikur eru síðan fyrst var nefnt að ég bætti Suðurlandinu við mig í nokkra mánuði og þeirri beiðni ráðuneytisins svaraði ég játandi. Frá fyrri tíð þekki ég flest í starfsemi þess embættis og geng því að flestu vísu myndi ég ætla,“ segir Grímur. Þjálfaði einnig í handbolta Grímur var í þjálfarateymi ÍBV í Olís-deild karla í handbolta á síðustu leiktíð en líkt og Vísir greindi frá fyrr í mánuðinum verður hann ekki hluti af teyminu á næsta tímabili. Hann var heiðraður á lokahófi félagsins í síðustu viku en liðið komst alla leið í úrslitaeinvígið þar sem Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum. Áður en hann fór til Eyja að sinna lögreglustörfum var hann aðalþjálfari Selfoss í Olís-deild karla og þekkir því Suðurlandið vel. Mestur þungi starfsemi embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi er á Selfossi en höfuðstöðvarnar eru þó á Hvolsvelli. Bróðir Gríms, Þórir Hergeirsson, er einnig handboltaþjálfari og hefur stýrt norska kvennalandsliðinu í handbolta í þrettán ár. Sem þjálfari liðsins hefur hann unnið fjóra Evrópumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla og einu sinni orðið Ólympíumeistari. Vistaskipti Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
Greint er frá þessu í Morgunblaðinu en Grímur hefur starfað sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum síðan árið 2020. Í samtali við Morgunblaðið segist hann ætla að verða mest áfram í Vestmannaeyjum, en einnig eftir atvikum á Suðurlandi. „Staðsetning skiptir reyndar ekki sama máli nú og áður, því störf og verkefni eru oft afgreidd í tölvu og síma. Nokkrar vikur eru síðan fyrst var nefnt að ég bætti Suðurlandinu við mig í nokkra mánuði og þeirri beiðni ráðuneytisins svaraði ég játandi. Frá fyrri tíð þekki ég flest í starfsemi þess embættis og geng því að flestu vísu myndi ég ætla,“ segir Grímur. Þjálfaði einnig í handbolta Grímur var í þjálfarateymi ÍBV í Olís-deild karla í handbolta á síðustu leiktíð en líkt og Vísir greindi frá fyrr í mánuðinum verður hann ekki hluti af teyminu á næsta tímabili. Hann var heiðraður á lokahófi félagsins í síðustu viku en liðið komst alla leið í úrslitaeinvígið þar sem Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum. Áður en hann fór til Eyja að sinna lögreglustörfum var hann aðalþjálfari Selfoss í Olís-deild karla og þekkir því Suðurlandið vel. Mestur þungi starfsemi embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi er á Selfossi en höfuðstöðvarnar eru þó á Hvolsvelli. Bróðir Gríms, Þórir Hergeirsson, er einnig handboltaþjálfari og hefur stýrt norska kvennalandsliðinu í handbolta í þrettán ár. Sem þjálfari liðsins hefur hann unnið fjóra Evrópumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla og einu sinni orðið Ólympíumeistari.
Vistaskipti Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira