Endurbætur ýmist sagðar nauðsynlegar eða skemmdarverk Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2022 08:30 Innilaug Sundhallar Reykjavíkur sem fer í meirháttar endurbætur í desember. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við innilaug Sundhallar Reykjavíkur um áramótin. Til stendur að endurgera sundlaugarbakkann og laugarkerið sem er komið til ára sinna ásamt því að gera sérstaka dýfingalaug fyrir stökkbrettin. Sérfræðingar segja framkvæmdir nauðsynlegar en fastagestur telur breytinguna skemmdarverk. Í Morgunblaðinu þann 11. júní greindi Steinþór Einarsson, skrifstofu- og rekstrarstjóra íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, frá því að Minjastofnun hefði samþykkt framkvæmdina sem færi nú í útboð. Hann taldi að byrjað yrði á framkvæmdum í desember ef allt gengi eftir í útboðsmálum og þær gætu tekið allt að einu ári. Breytingin hefði ekki áhrif á reksturinn. „Lífsspursmál fyrir húsið að fara í þessa viðgerð“ Undirritaður heyrði í Pétri Ármannssyni, arkitekt, sviðsstjóra hjá Minjastofnun og sérfræðingi um Guðjón Samúelsson. Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir breytingarnar á lauginni nauðsynlegar.Vísir/Vilhelm Hann sagði að Sundhöllin væri friðlýst bygging og því þyrftu allar breytingar á húsinu að hljóta samþykki Minjastofnunar. Það væri búið að kynna breytingarnar fyrir Húsafriðunarnefnd og sýna fram á nauðsyn þess að ráðast í viðgerðir. Staðreyndin væri sú að ef ekkert yrði gert við innilaugina myndi hún eyðileggjast. Breytingin væri einfaldlega óumflýjanleg ef nota ætti innilaugina áfram. Það væri „lífsspursmál fyrir húsið að fara í þessa viðgerð,“ sagði Pétur. „Það er lykilatriði að mannvirki sé í notkun og þjóni upprunalegu hlutverki sínu. Það er ekki um neitt annað að ræða en að fara í þessa viðgerð,“ sagði hann að lokum. Áframhaldandi eyðilegging Næst heyrði blaðamaður í Þresti Ólafssyni, fastagesti laugarinnar til áratuga og stjórnarmeðlimi í stjórn Minjaverndar. Þröstur sagði að sér litist ekki vel á breytingarnar. Með þeim væri verið að halda áfram að eyðileggja bygginguna sem hefði staðið í verndarflokki um áratugaskeið. Þröstur Ólafsson er ekki par sáttur með breytingarnar á innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur.Aðsend mynd „Það er búið að eyðileggja innganginn og allt sem þar var og búið að breyta sturtuklefanum. Það sem er eftir, er sundlaugin sjálf og karlaklefarnir. Ef hún verður tekin líka og brotin upp verður lítið eftir af þessu,“ sagði Þröstur ómyrkur í máli. „Og ég veit nú ekki hvert við förum, þessi gömlu sem höfum verið að synda þarna um áratugaskeið. Því það er ekkert hægt að synda í lauginni sem er úti. Ef þú syndir bringusund þá rekurðu hnén ofan í botninn. Fyrir okkur er þetta bara brottrekstur,“ bætti Þröstur við. Aðspurður hvort þetta væru ekki nauðsynlegar endurbætur á gamalli laug sagði hann að þetta væru ekki bara einfaldar endurbætur heldur umbylting á lauginni. Hann var því hvorki ánægður með tilvonandi breytingar né viðbygginguna sem bættist við 2017. Að lokum sagði hann: „Sundhöllin er listaverk, að mínu mati, og ef þú tekur eitt auga af Móna Lísu þá eyðileggurðu myndina. Þetta er allt hugsað saman. Ef þú eyðileggur innganginn, tekur alla þá skemmtilegu innréttingu sem þar var og hendir henni á haugana þá ertu búinn að taka annað eyrað af Sundhöllinni.“ Reynt að skyggja ekki á gömlu bygginguna Að lokum heyrði undirritaður í Karli Magnúsi Karlssyni, arkitekt hjá VA Arkitektum sem eru ráðgjafar Reykjavíkurborgar við endurbæturnar og sáu um viðbygginguna árið 2017. Hann lýsti ástæðunum fyrir endurbótunum og hverju verður breytt. „Það stendur til að endurgera laugarkerið í innilauginni af því það er komið til ára sinna, er 85 ára og það þarf að steypa það upp alveg aftur. Sundlaugarkerið og sundlaugarbakkinn verða gerð upp á nýtt. Það kallar á að tæknirýmið verði stækkað til að uppfylla nútímakröfur sem eru gerðar um sundstaði um hreinsun vatnsins,“ sagði Karl um breytingarnar. Karl segir stökkbrettin vinsæl en það sé ekki hægt að synda í lauginni á meðan þau eru í notkun. Aðspurður hvort að laugin minnkaði sagði hann að hún yrði áfram jafnlöng. Í dag sé hún 33 metrar með skiptingu í barnalaug og almenna laug. Eftir breytinguna verði öðrum megin sérhluti fyrir dýfingar og hinum megin verði 20 metra sundlaug. Samkvæmt athugun blaðamanns þýðir það fimm metra stytting á almenna hluta laugarinnar. Þeir fimm metrar hljóta þá að bætast við dýfingahlutann - fyrst laugin styttist ekki í heild sinni. Ástæðuna fyrir þessum breytingum segir Karl vera að „Guðjón Samúelsson teiknaði stökkbrettin á sínum tíma og þau eiga að halda sér. Þau eru mjög vinsæl en það er ekki hægt að nota laugina ef þau eru í notkun, þannig það er auglýstur ákveðinn opnunartími á þeim, yfirleitt á kvöldin.“ Gömul ljósmynd úr Fálkanum af Sundhöllinni eins og hún var árið 1938, áður en stökkbrettin komu. Þá verða settar myndavélar í botninn en í dag eru engar myndavélar. Einnig þurfi að stækka tæknirýmið austan megin við húsið sem er orðið úrelt og það kalli væntanlega á viðbyggingu. Hann tekur þó fram að þetta sé allt gert í samráði við Húsafriðunarnefnd og lagt sé upp með að halda formi laugarinnar eins og hægt er. „Við reynum að nota sömu hugmyndafræði við byggingu viðbyggingarinnar á sínum tíma, að sýna gömlu byggingunni virðingu og reyna að skyggja ekki á hana,“ sagði Karl um hugmyndafræðina að baki breytingunum. Þegar kom að lokum samtalsins lagði Karl sérstaka áherslu á að nýting laugarinnar verði áfram óbreytt, hún verði áfram kennslulaug fyrir börn, þar verði áfram flotleikfimi og sund. Miðað við lýsingar virðist ljóst að fastagestir munu geta synt áfram í innilauginni, þó hún styttist mögulega eitthvað. Hvert þeir fara á meðan á framkvæmdum stendur er óvíst. Þá er heldur ekki víst hvort hreintrúarmenn á listaverk Guðjóns Samúelssonar verði sáttir við lokaniðurstöðuna. Sundlaugar Skipulag Arkitektúr Reykjavík Tengdar fréttir Gamall klefi leysir vandamál kvenna í Sundhöllinni: „Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund“ Gamli kvennaklefinn í Sundhöll Reykjavíkur verður opnaður aftur á næstu dögum, fastagestum til mikillar ánægju. Sumir þeirra hafa kvartað sáran yfir því að þurfa að ganga í gegnum allt útisvæðið í vondum veðrum til að komast í innilaugina. 17. mars 2022 07:00 Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Í Morgunblaðinu þann 11. júní greindi Steinþór Einarsson, skrifstofu- og rekstrarstjóra íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, frá því að Minjastofnun hefði samþykkt framkvæmdina sem færi nú í útboð. Hann taldi að byrjað yrði á framkvæmdum í desember ef allt gengi eftir í útboðsmálum og þær gætu tekið allt að einu ári. Breytingin hefði ekki áhrif á reksturinn. „Lífsspursmál fyrir húsið að fara í þessa viðgerð“ Undirritaður heyrði í Pétri Ármannssyni, arkitekt, sviðsstjóra hjá Minjastofnun og sérfræðingi um Guðjón Samúelsson. Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir breytingarnar á lauginni nauðsynlegar.Vísir/Vilhelm Hann sagði að Sundhöllin væri friðlýst bygging og því þyrftu allar breytingar á húsinu að hljóta samþykki Minjastofnunar. Það væri búið að kynna breytingarnar fyrir Húsafriðunarnefnd og sýna fram á nauðsyn þess að ráðast í viðgerðir. Staðreyndin væri sú að ef ekkert yrði gert við innilaugina myndi hún eyðileggjast. Breytingin væri einfaldlega óumflýjanleg ef nota ætti innilaugina áfram. Það væri „lífsspursmál fyrir húsið að fara í þessa viðgerð,“ sagði Pétur. „Það er lykilatriði að mannvirki sé í notkun og þjóni upprunalegu hlutverki sínu. Það er ekki um neitt annað að ræða en að fara í þessa viðgerð,“ sagði hann að lokum. Áframhaldandi eyðilegging Næst heyrði blaðamaður í Þresti Ólafssyni, fastagesti laugarinnar til áratuga og stjórnarmeðlimi í stjórn Minjaverndar. Þröstur sagði að sér litist ekki vel á breytingarnar. Með þeim væri verið að halda áfram að eyðileggja bygginguna sem hefði staðið í verndarflokki um áratugaskeið. Þröstur Ólafsson er ekki par sáttur með breytingarnar á innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur.Aðsend mynd „Það er búið að eyðileggja innganginn og allt sem þar var og búið að breyta sturtuklefanum. Það sem er eftir, er sundlaugin sjálf og karlaklefarnir. Ef hún verður tekin líka og brotin upp verður lítið eftir af þessu,“ sagði Þröstur ómyrkur í máli. „Og ég veit nú ekki hvert við förum, þessi gömlu sem höfum verið að synda þarna um áratugaskeið. Því það er ekkert hægt að synda í lauginni sem er úti. Ef þú syndir bringusund þá rekurðu hnén ofan í botninn. Fyrir okkur er þetta bara brottrekstur,“ bætti Þröstur við. Aðspurður hvort þetta væru ekki nauðsynlegar endurbætur á gamalli laug sagði hann að þetta væru ekki bara einfaldar endurbætur heldur umbylting á lauginni. Hann var því hvorki ánægður með tilvonandi breytingar né viðbygginguna sem bættist við 2017. Að lokum sagði hann: „Sundhöllin er listaverk, að mínu mati, og ef þú tekur eitt auga af Móna Lísu þá eyðileggurðu myndina. Þetta er allt hugsað saman. Ef þú eyðileggur innganginn, tekur alla þá skemmtilegu innréttingu sem þar var og hendir henni á haugana þá ertu búinn að taka annað eyrað af Sundhöllinni.“ Reynt að skyggja ekki á gömlu bygginguna Að lokum heyrði undirritaður í Karli Magnúsi Karlssyni, arkitekt hjá VA Arkitektum sem eru ráðgjafar Reykjavíkurborgar við endurbæturnar og sáu um viðbygginguna árið 2017. Hann lýsti ástæðunum fyrir endurbótunum og hverju verður breytt. „Það stendur til að endurgera laugarkerið í innilauginni af því það er komið til ára sinna, er 85 ára og það þarf að steypa það upp alveg aftur. Sundlaugarkerið og sundlaugarbakkinn verða gerð upp á nýtt. Það kallar á að tæknirýmið verði stækkað til að uppfylla nútímakröfur sem eru gerðar um sundstaði um hreinsun vatnsins,“ sagði Karl um breytingarnar. Karl segir stökkbrettin vinsæl en það sé ekki hægt að synda í lauginni á meðan þau eru í notkun. Aðspurður hvort að laugin minnkaði sagði hann að hún yrði áfram jafnlöng. Í dag sé hún 33 metrar með skiptingu í barnalaug og almenna laug. Eftir breytinguna verði öðrum megin sérhluti fyrir dýfingar og hinum megin verði 20 metra sundlaug. Samkvæmt athugun blaðamanns þýðir það fimm metra stytting á almenna hluta laugarinnar. Þeir fimm metrar hljóta þá að bætast við dýfingahlutann - fyrst laugin styttist ekki í heild sinni. Ástæðuna fyrir þessum breytingum segir Karl vera að „Guðjón Samúelsson teiknaði stökkbrettin á sínum tíma og þau eiga að halda sér. Þau eru mjög vinsæl en það er ekki hægt að nota laugina ef þau eru í notkun, þannig það er auglýstur ákveðinn opnunartími á þeim, yfirleitt á kvöldin.“ Gömul ljósmynd úr Fálkanum af Sundhöllinni eins og hún var árið 1938, áður en stökkbrettin komu. Þá verða settar myndavélar í botninn en í dag eru engar myndavélar. Einnig þurfi að stækka tæknirýmið austan megin við húsið sem er orðið úrelt og það kalli væntanlega á viðbyggingu. Hann tekur þó fram að þetta sé allt gert í samráði við Húsafriðunarnefnd og lagt sé upp með að halda formi laugarinnar eins og hægt er. „Við reynum að nota sömu hugmyndafræði við byggingu viðbyggingarinnar á sínum tíma, að sýna gömlu byggingunni virðingu og reyna að skyggja ekki á hana,“ sagði Karl um hugmyndafræðina að baki breytingunum. Þegar kom að lokum samtalsins lagði Karl sérstaka áherslu á að nýting laugarinnar verði áfram óbreytt, hún verði áfram kennslulaug fyrir börn, þar verði áfram flotleikfimi og sund. Miðað við lýsingar virðist ljóst að fastagestir munu geta synt áfram í innilauginni, þó hún styttist mögulega eitthvað. Hvert þeir fara á meðan á framkvæmdum stendur er óvíst. Þá er heldur ekki víst hvort hreintrúarmenn á listaverk Guðjóns Samúelssonar verði sáttir við lokaniðurstöðuna.
Sundlaugar Skipulag Arkitektúr Reykjavík Tengdar fréttir Gamall klefi leysir vandamál kvenna í Sundhöllinni: „Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund“ Gamli kvennaklefinn í Sundhöll Reykjavíkur verður opnaður aftur á næstu dögum, fastagestum til mikillar ánægju. Sumir þeirra hafa kvartað sáran yfir því að þurfa að ganga í gegnum allt útisvæðið í vondum veðrum til að komast í innilaugina. 17. mars 2022 07:00 Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Gamall klefi leysir vandamál kvenna í Sundhöllinni: „Þetta var líkast refsingu fyrir að voga mér í sund“ Gamli kvennaklefinn í Sundhöll Reykjavíkur verður opnaður aftur á næstu dögum, fastagestum til mikillar ánægju. Sumir þeirra hafa kvartað sáran yfir því að þurfa að ganga í gegnum allt útisvæðið í vondum veðrum til að komast í innilaugina. 17. mars 2022 07:00
Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00