Ræddu að breyta innköstum í innspörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 08:01 Hver veit nema innköst muni heyra sögunni til þegar fram líða stundir. Harriet Lander/Getty Images Alþjóðaknattspyrnuráðið, IFAB, hittist í Doha – höfuðborg Katar – á mánudag. Þar var meðal annars rætt að breyta innköstum í innspörk. Nokkrir hlutir voru ræddir á fundi IFAB í Doha og sumir voru samþykktir. Þar á meðal að lið megi nú gera fimm skiptingar í einum og sama leiknum. Það var tímabundið leyft vegna Covid-19 en hefur nú verið sett í lög leiksins. Arsène Wenger, fyrrverandi þjálfari enska knattspyrnuliðsins Arsenal, starfar sem yfirmaður þróunar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, í dag. Undir lok síðasta árs lagði Wenger fram nokkrar tillögur og var hugmyndin um að breyta innköstum í innspörk meðal þeirra. Wenger var ekki mikill aðdáandi innkasta er hann þjálfaði í ensku úrvalsdeildinni en hann þoldi ekki að mæta Stoke City undir stjórn Tony Pulis þar sem löngum innköstum var beitt við hvert tækifæri. Ræddi Pulis þetta í hlaðvarpi framherjans fyrrverandi Peter Crouch fyrir ekki svo löngu síðan. Innköst hafa verið hluti af knattspyrnu síðan 1863 þegar enska knattspyrnusambandið bannaði leikmönnum að sparka knettinum inn á völlinn eftir að hann fór út af. Wenger telur að innköst og aukaspyrnur séu mesti tímaþjófur fótboltans í dag og ef gera á leikinn hraðari eða skemmtilegri þurfa þessir hlutir að víkja eða gangast undir mikla breytingu. Hann vill einnig gera þá breytingu að lið hafi aðeins fimm sekúndur til að sparka boltanum inn á nýjan leik. This would change football as we know it The possible introduction of kick-ins has been discussed at the latest meeting of football's lawmaking body.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2022 „En það verður að vera prófað og samþykkt af IFAB,“ sagði Wenger um hugmyndina á sínum tíma. Hún er nú komin á borð Alþjóðaknattspyrnuráðsins og aldrei að vita nema Wenger fái ósk sína uppfyllta. Fótbolti FIFA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Nokkrir hlutir voru ræddir á fundi IFAB í Doha og sumir voru samþykktir. Þar á meðal að lið megi nú gera fimm skiptingar í einum og sama leiknum. Það var tímabundið leyft vegna Covid-19 en hefur nú verið sett í lög leiksins. Arsène Wenger, fyrrverandi þjálfari enska knattspyrnuliðsins Arsenal, starfar sem yfirmaður þróunar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, í dag. Undir lok síðasta árs lagði Wenger fram nokkrar tillögur og var hugmyndin um að breyta innköstum í innspörk meðal þeirra. Wenger var ekki mikill aðdáandi innkasta er hann þjálfaði í ensku úrvalsdeildinni en hann þoldi ekki að mæta Stoke City undir stjórn Tony Pulis þar sem löngum innköstum var beitt við hvert tækifæri. Ræddi Pulis þetta í hlaðvarpi framherjans fyrrverandi Peter Crouch fyrir ekki svo löngu síðan. Innköst hafa verið hluti af knattspyrnu síðan 1863 þegar enska knattspyrnusambandið bannaði leikmönnum að sparka knettinum inn á völlinn eftir að hann fór út af. Wenger telur að innköst og aukaspyrnur séu mesti tímaþjófur fótboltans í dag og ef gera á leikinn hraðari eða skemmtilegri þurfa þessir hlutir að víkja eða gangast undir mikla breytingu. Hann vill einnig gera þá breytingu að lið hafi aðeins fimm sekúndur til að sparka boltanum inn á nýjan leik. This would change football as we know it The possible introduction of kick-ins has been discussed at the latest meeting of football's lawmaking body.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2022 „En það verður að vera prófað og samþykkt af IFAB,“ sagði Wenger um hugmyndina á sínum tíma. Hún er nú komin á borð Alþjóðaknattspyrnuráðsins og aldrei að vita nema Wenger fái ósk sína uppfyllta.
Fótbolti FIFA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira