Hinn 22 ára gamli Núñez var sjóðandi heitur á nýafstaðinni leiktíð og skoraði alls 34 mörk í 41 leik fyrir Benfica í öllum keppnum. Það var nóg fyrir Liverpool til að punga út 64 milljónum punda fyrir framherjann knáa.
Darwin Nunez is heading to Liverpool...
— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2022
A deal has been agreed!#BBCFootball #LFC
Þá er 21 milljón til viðbótar í árangurstengdar greiðslur fari svo að Núñez slái í gegn. Verði af því er ljóst að framherjinn yrði dýrasti leikmaður í sögu Liverpool sem stendur er miðvörðurinn Virgil van Dijk dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi.
Hann var keyptur frá Southampton á 75 milljónir punda árið 2018. Nái Núñez sömu hæðum og Hollendingurinn má með sanni segja að hann hafi verið hverrar krónu virði.
Núñez eru önnur kaup Liverpool í sumar en búið er að staðfesta að hinn 19 ára gamli Fabio Carvalho komi til Bítlaborgarinnar þann 1. júlí.