Miðjubandalag Macrons með flest þingsæti eftir fyrstu tölur Árni Sæberg skrifar 12. júní 2022 23:50 Emmanuel Macron og eiginkona hans Brigitte eftir að þau greiddu atkvæði í dag. Ludovic Marin/AP Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í dag. Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta leiðir eftir fyrstu tölur með 25,2 prósent atkvæða en flest spáð þingsæti. Bandalag vinstri flokka fylgir fast á hæla miðjuflokkanna með 25,6 prósent atkvæða en öllu færri spáð þingsæti en bandalag Macrons. Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái áframhaldandi hreinum meirihluta á franska þinginu. Macron boðar skattalækkanir og almenna hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 árum í 65. Bandalag Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon boðar aftur á móti töluverðra hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Stjórnmálarýnendur í Frakklandi hafa spáð því að tæpur minnihluti greiddra atkvæða muni skila Macron nægilega mörgum þingsætum til að halda hreinum meirihluta, að því er segir í umfjöllun France24 um frönsku kosningarnar. Þannig er miðjubandalaginu spáð 225 til 295 þingsætum en bandalagi Mélenchons aðeins 150 til 190. Macron þarf 289 þingsæti til að halda hreinum meirihluta á franska þinginu. Elizabeth Borne, forstætisráðherra Frakklands, segir miðjubandalagið nú hafa eina viku til að undirbúa sig fyrir seinni umferð kosninganna. „Eina viku til að sannfæra, eina viku til að ná öflugum og skýrum meirihluta,“ segir hún. Mélenchon gefur aftur á móti lítið fyrir það að byrjað sé að telja þingsæti svo snemma í kosningaferlinu og hvetur Frakka til að mæta á kjörstað í næstu viku, en kjörsókn í dag var með eindæmum lítil, aðeins 47,7 prósent. „Í ljósi þessarar niðurstöðu, og þess einstaka tækifæris sem það veitir okkur til að hafa áhrif á örlög föðurlandsins, ákalla ég fólkið í landinu að yfirbuga hörmuleg stjórnmál meirihlutans, Macrons, á sunnnudaginn,“ segir hann. Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái áframhaldandi hreinum meirihluta á franska þinginu. Macron boðar skattalækkanir og almenna hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 árum í 65. Bandalag Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon boðar aftur á móti töluverðra hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Stjórnmálarýnendur í Frakklandi hafa spáð því að tæpur minnihluti greiddra atkvæða muni skila Macron nægilega mörgum þingsætum til að halda hreinum meirihluta, að því er segir í umfjöllun France24 um frönsku kosningarnar. Þannig er miðjubandalaginu spáð 225 til 295 þingsætum en bandalagi Mélenchons aðeins 150 til 190. Macron þarf 289 þingsæti til að halda hreinum meirihluta á franska þinginu. Elizabeth Borne, forstætisráðherra Frakklands, segir miðjubandalagið nú hafa eina viku til að undirbúa sig fyrir seinni umferð kosninganna. „Eina viku til að sannfæra, eina viku til að ná öflugum og skýrum meirihluta,“ segir hún. Mélenchon gefur aftur á móti lítið fyrir það að byrjað sé að telja þingsæti svo snemma í kosningaferlinu og hvetur Frakka til að mæta á kjörstað í næstu viku, en kjörsókn í dag var með eindæmum lítil, aðeins 47,7 prósent. „Í ljósi þessarar niðurstöðu, og þess einstaka tækifæris sem það veitir okkur til að hafa áhrif á örlög föðurlandsins, ákalla ég fólkið í landinu að yfirbuga hörmuleg stjórnmál meirihlutans, Macrons, á sunnnudaginn,“ segir hann.
Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira