ESB staðfestir Úkraínu væntanlega sem umsóknarríki í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2022 19:21 Volodymyr Zelenskyy og Ursula Von der Leyen ræddu ýmis skilyrði sem Úkraína þarf að uppfylla fyrir aðild landsins að Evrópusambandinu á fundi þeirra í dag. AP/Natacha Pisarenko Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur álit sitt á aðildarumsókn Úkraínu að sambandinu í lok næstu viku. Harðir bardagar geisa í austurhluta landsins þar sem Úkraínumenn er farið að skorta vopn. Ursula von der Leyen kom öðru sinni til fundar við forseta Úkraínu í Kænugarði í dag til að ræða aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Gífurlega harðir stórskotaliðsbardagar eiga sér stað í Donbas héraði þessa dagana þar sem Úkraínumenn eru að verða uppiskroppa með allt frá skotfærum upp í þungavopn. Rússar eru taldir hafa allt að fimmtán sinnum fleiri stórskotbyssur og eldflaugakerfi en Úkraínumenn sem bíða enn slíkra vopna frá Bandaríkjunum og Evrópu. Volodymyr Zelenskyy segir þá miklu bardaga sem nú standi yfir í Donbas geta ráðið úrslitum um framtíð friðar í Evrópu.AP/Natacha Pisarenko Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði von der Leyen fyrir sex pakka Evrópusambandsins af refsiaðgerðum gegn Rússum en sagði að gera þyrfti meira. Loka þyrfti ástarfsemi allra rússneskra banka og banna viðskipti við öll rússnesk fyrir tæki sem meira og minna styddu stríðsreksturinn. „Nú er úrslitastundin runnin upp, ekki bara fyrir Úkraínu heldur einnig fyrir Evrópusambandið og alla Evrópu. Nú ræðst það hvernig framtíð sameinaðrar Evrópu verður og hvort hún á sér yfirhöfuðeinhverja framtíð. Rússar vilja brjóta niður einingu Evrópuríkja svo Evrópa verði klofin og veik. Við erum sannfærðir um að öll Evrópa er skotmark Rússa,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með van der Leyen í dag. Úkraínuforseti segir stórveldisdrauma Vladimirs Putins forseta Rússlands ná langt út fyrir Úkraínu.AP/Mikhail Klimentyev Úkraína væri aðeins fyrsta skrefið í útþensluáætlunum Rússa. Jákvætt svar við umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu gæti því ráðið miklu um framtíð álfunnar. Van der Leyen lýsti yfir fullum stuðningi Evrópusambandsins við Úkraínu. Undanfarið hefðu sambandsins lagt dag við nótt að fara yfir ráðleggingar sínar varðandi aðildarumsókn Úkraínu. „Viðræðurnar í dag munu gera okkur kleift að ljúka við mat okkar í lok næstu viku,“ sagði von der Leyen. Ursula von der Leyen skoðaði sig um á Maidan torgi í Kænugarði eftir fund sinn með Zelenskyy forseta í dag.AP/Natacha Pisarenko Úkraínumenn hefðu staðið sig vel í að uppfylla þau skilyrði sem sambandið setti ríkjum til að fá formlega stöðu umsóknarríkis. „Úkraínumenn hafa sýnt af sér ótrúlegan styrk, ákveðni og þrek. Svo ég er sannfærð um að við munum saman...Þið munuð sigra í þessu hræðilega, grimmilega stríði. Við munum og þið munuð endurreisa þetta fallega land og nútímavæða Úkraínu og ég vil bara segja að við stöndum með ykkur. Lifi Úkraína,“ sagði Ursula von der Leyen í Kænugarði í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20 Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Sjá meira
Ursula von der Leyen kom öðru sinni til fundar við forseta Úkraínu í Kænugarði í dag til að ræða aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Gífurlega harðir stórskotaliðsbardagar eiga sér stað í Donbas héraði þessa dagana þar sem Úkraínumenn eru að verða uppiskroppa með allt frá skotfærum upp í þungavopn. Rússar eru taldir hafa allt að fimmtán sinnum fleiri stórskotbyssur og eldflaugakerfi en Úkraínumenn sem bíða enn slíkra vopna frá Bandaríkjunum og Evrópu. Volodymyr Zelenskyy segir þá miklu bardaga sem nú standi yfir í Donbas geta ráðið úrslitum um framtíð friðar í Evrópu.AP/Natacha Pisarenko Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði von der Leyen fyrir sex pakka Evrópusambandsins af refsiaðgerðum gegn Rússum en sagði að gera þyrfti meira. Loka þyrfti ástarfsemi allra rússneskra banka og banna viðskipti við öll rússnesk fyrir tæki sem meira og minna styddu stríðsreksturinn. „Nú er úrslitastundin runnin upp, ekki bara fyrir Úkraínu heldur einnig fyrir Evrópusambandið og alla Evrópu. Nú ræðst það hvernig framtíð sameinaðrar Evrópu verður og hvort hún á sér yfirhöfuðeinhverja framtíð. Rússar vilja brjóta niður einingu Evrópuríkja svo Evrópa verði klofin og veik. Við erum sannfærðir um að öll Evrópa er skotmark Rússa,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með van der Leyen í dag. Úkraínuforseti segir stórveldisdrauma Vladimirs Putins forseta Rússlands ná langt út fyrir Úkraínu.AP/Mikhail Klimentyev Úkraína væri aðeins fyrsta skrefið í útþensluáætlunum Rússa. Jákvætt svar við umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu gæti því ráðið miklu um framtíð álfunnar. Van der Leyen lýsti yfir fullum stuðningi Evrópusambandsins við Úkraínu. Undanfarið hefðu sambandsins lagt dag við nótt að fara yfir ráðleggingar sínar varðandi aðildarumsókn Úkraínu. „Viðræðurnar í dag munu gera okkur kleift að ljúka við mat okkar í lok næstu viku,“ sagði von der Leyen. Ursula von der Leyen skoðaði sig um á Maidan torgi í Kænugarði eftir fund sinn með Zelenskyy forseta í dag.AP/Natacha Pisarenko Úkraínumenn hefðu staðið sig vel í að uppfylla þau skilyrði sem sambandið setti ríkjum til að fá formlega stöðu umsóknarríkis. „Úkraínumenn hafa sýnt af sér ótrúlegan styrk, ákveðni og þrek. Svo ég er sannfærð um að við munum saman...Þið munuð sigra í þessu hræðilega, grimmilega stríði. Við munum og þið munuð endurreisa þetta fallega land og nútímavæða Úkraínu og ég vil bara segja að við stöndum með ykkur. Lifi Úkraína,“ sagði Ursula von der Leyen í Kænugarði í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20 Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Sjá meira
Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20
Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14