Hin 26 ára gamla Buchanan kemur frá Kanada og leikur í stöðu miðvarðar. Hún gekk í raðir Lyon árið 2017 og hefur unnið fjölda titla með liðinu.
Fimm sinnum varð hún Frakklandsmeistari, jafn oft vann hún Meistaradeild Evrópu og þá lyfti hún franska bikarnum þrisvar. Þá hefur hún þrívegis verið kosin leikmaður ársins í Kanada.
Chelsea FC Women are delighted to announce the signing of Canadian defender @keishaballa on a three-year deal!
— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) June 10, 2022
Welcome to the team, Kadeisha!
Hún var á varamannabekk Lyon er liðið mætti Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir ekki svo löngu. Hún kom hins vegar inn á eftir aðeins 14. mínútna leik og átti stóran þátt í mögnuðum sigri Lyon.
Buchanan er annar leikmaðurinn sem Englandsmeistarar Chelsea sækja á skömmum tíma en franski bakvörðurinn Ève Perisset samdi við liðið á dögunum. Er ljóst að Lundúnafélagið ætlar sér að verða Englandsmeistari fjórða árið í röð sem og að fara langt í Evrópu.