Ómar Ingi og Bjarki Már geta báðir orðið markakóngar á sunnudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 11:30 Bjarki Már og Ómar Ingi hafa leikið frábærlega í vetur. Sá síðarnefndi er nýkrýndur Þýskalandsmeistari og gæti einnig orðið markakóngur. HSÍ Stórskyttan Ómar Ingi Magnússon og hornamaðurinn Bjarki Már Elísson eiga báðir góða möguleika á að verða markakóngar þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Ómar Ingi var markakóngur á síðustu leiktíð og gæti þar með skráð sig í einkar fámennan hóp. Ómar Ingi átti stórleik í gær er nýkrýndir Þýskalandsmeistarar Magdeburgar lögði Leipzig með fimm marka mun, 36-31. Gerði Ómar Ingi sér lítið fyrir og skoraði úr öllum 13 skotum sínum í leiknum. Það þýðir að Ómar Ingi fór upp fyrir Bjarka Má - sem skoraði níu mörk í síðasta leik Lemgo - á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar. Þeir sitja nú í öðru og þriðja sæti listans á en hinn fertugi Dani - sem á rætur að rekja til Íslands- Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin trónir á toppnum. Sá danski er markahæstur með 233 mörk, þar á eftir kemur Ómar Ingi með 231 og Bjarki Már aðeins einu minna eða 230 mörk. Handboltaofvitinn Rasmus Boysen hefur tekið saman skemmtilega tölfræði í kringum baráttuna um markakóngstitilinn á Twitter-síðu sinni. Sem stendur er Ómar Ingi aðeins einn af fimm leikmönnum í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar til að skora meira en 500 mörk samtals á tveimur tímabilum í röð. Ómar Ingi varð markakóngur á síðustu leiktíð og takist honum það á nýjan leik er hann aðeins sjöundi leikmaðurinn til að ná því tvö ár í röð. Metið á hins vegar Kyung-shin Yoon en hann varð markakóngur samfleytt frá 1997 til 2002. Omar Ingi Magnusson has with 1 match left of the season the chance to become back-to-back topscorer of the Bundesliga as the first player since Kyung-shin Yoon with 6 seasons in a row from 1996/97 to 2001/02 and the only 7th player ever.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 9, 2022 Á sunnudaginn ræðst þetta allt er lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar fer fram. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir Kristjánsson mæta Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen. Bjarki Már mætir Hamburg á meðan Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg fá það verkefni að stöðva Lindberg og refina frá Berlín. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira
Ómar Ingi átti stórleik í gær er nýkrýndir Þýskalandsmeistarar Magdeburgar lögði Leipzig með fimm marka mun, 36-31. Gerði Ómar Ingi sér lítið fyrir og skoraði úr öllum 13 skotum sínum í leiknum. Það þýðir að Ómar Ingi fór upp fyrir Bjarka Má - sem skoraði níu mörk í síðasta leik Lemgo - á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar. Þeir sitja nú í öðru og þriðja sæti listans á en hinn fertugi Dani - sem á rætur að rekja til Íslands- Hans Lindberg, leikmaður Füchse Berlin trónir á toppnum. Sá danski er markahæstur með 233 mörk, þar á eftir kemur Ómar Ingi með 231 og Bjarki Már aðeins einu minna eða 230 mörk. Handboltaofvitinn Rasmus Boysen hefur tekið saman skemmtilega tölfræði í kringum baráttuna um markakóngstitilinn á Twitter-síðu sinni. Sem stendur er Ómar Ingi aðeins einn af fimm leikmönnum í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar til að skora meira en 500 mörk samtals á tveimur tímabilum í röð. Ómar Ingi varð markakóngur á síðustu leiktíð og takist honum það á nýjan leik er hann aðeins sjöundi leikmaðurinn til að ná því tvö ár í röð. Metið á hins vegar Kyung-shin Yoon en hann varð markakóngur samfleytt frá 1997 til 2002. Omar Ingi Magnusson has with 1 match left of the season the chance to become back-to-back topscorer of the Bundesliga as the first player since Kyung-shin Yoon with 6 seasons in a row from 1996/97 to 2001/02 and the only 7th player ever.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 9, 2022 Á sunnudaginn ræðst þetta allt er lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar fer fram. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir Kristjánsson mæta Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen. Bjarki Már mætir Hamburg á meðan Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg fá það verkefni að stöðva Lindberg og refina frá Berlín.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira