„Allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2022 16:34 Ísak Snær Þorvaldsson birti af sér mynd af spítalanum í gærkvöld eftir að hafa þurft að yfirgefa völlinn í leik gegn Hvíta-Rússlandi í Víkinni. @isaks10 og vísir/diego Ísak Snær Þorvaldsson segir enn óljóst hvað hafi valdið því að hann endaði á spítala í gærkvöld með verki fyrir brjósti, eftir að hafa verið að spila með U21-landsliðinu í fótbolta. Ísak, sem er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, varð að fara af velli snemma í seinni hálfleik í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í Fossvogi í gærkvöld. Fyrsta skoðun þar kom vel út: „Það reyndist allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt,“ sagði Ísak við Vísi síðdegis í dag en hann var þá nýkominn úr hjartaómskoðun. „Af því að það er saga um hjartaáföll í fjölskyldunni minni þá var ákveðið að ég færi upp á spítala í frekari test í dag. Ég er búinn að fá úr ómskoðuninni og það var allt jákvætt þar. Ég á eftir að fá úr kransæðaskoðuninni en þetta lítur allt vel út eins og er,“ segir Ísak. Hann fann fyrst fyrir verkjunum í byrjun seinni hálfleiks: „Ég kom út í seinni hálfleikinn, byrjaði að hlaupa og fann fyrir verk fyrir miðju brjósti og fann fyrir smáógleði í nokkrar sekúndur. Síðan varð verkurinn meiri og meiri. Þegar ég kom af velli fann ég líka verk í baki,“ segir Ísak. „Mér líður mikið betur núna. Þetta var meira í morgun en ég hef ekki fengið neina verki síðan þá,“ bætir hann við. Þó að ekki sé enn ljóst hvað olli verkjunum bindur Ísak vonir við að hann geti spilað gegn Kýpur á laugardagskvöld þegar það ræðst hvort að Ísland kemst í umspil um sæti á EM. „Ég hvíli mig í dag og svo fer ég mögulega að hreyfa mig á morgun, og sé hvernig ég verð þá. En það var ekkert komið frá læknunum um hvað þetta væri. Það voru nefndir nokkrir möguleikar en ekkert eitt sem hægt var að benda á. Mögulega er lítil bólga þarna einhvers staðar. Ég skildi nú ekki allt þetta læknatal en þetta lítur ekki út fyrir að vera neitt alvarlegt þannig séð. Ég ætla að reyna að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn en við sjáum bara til hvað verður úr því,“ segir Ísak. Breiðablik Landslið karla í fótbolta Besta deild karla Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira
Ísak, sem er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, varð að fara af velli snemma í seinni hálfleik í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í Fossvogi í gærkvöld. Fyrsta skoðun þar kom vel út: „Það reyndist allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt,“ sagði Ísak við Vísi síðdegis í dag en hann var þá nýkominn úr hjartaómskoðun. „Af því að það er saga um hjartaáföll í fjölskyldunni minni þá var ákveðið að ég færi upp á spítala í frekari test í dag. Ég er búinn að fá úr ómskoðuninni og það var allt jákvætt þar. Ég á eftir að fá úr kransæðaskoðuninni en þetta lítur allt vel út eins og er,“ segir Ísak. Hann fann fyrst fyrir verkjunum í byrjun seinni hálfleiks: „Ég kom út í seinni hálfleikinn, byrjaði að hlaupa og fann fyrir verk fyrir miðju brjósti og fann fyrir smáógleði í nokkrar sekúndur. Síðan varð verkurinn meiri og meiri. Þegar ég kom af velli fann ég líka verk í baki,“ segir Ísak. „Mér líður mikið betur núna. Þetta var meira í morgun en ég hef ekki fengið neina verki síðan þá,“ bætir hann við. Þó að ekki sé enn ljóst hvað olli verkjunum bindur Ísak vonir við að hann geti spilað gegn Kýpur á laugardagskvöld þegar það ræðst hvort að Ísland kemst í umspil um sæti á EM. „Ég hvíli mig í dag og svo fer ég mögulega að hreyfa mig á morgun, og sé hvernig ég verð þá. En það var ekkert komið frá læknunum um hvað þetta væri. Það voru nefndir nokkrir möguleikar en ekkert eitt sem hægt var að benda á. Mögulega er lítil bólga þarna einhvers staðar. Ég skildi nú ekki allt þetta læknatal en þetta lítur ekki út fyrir að vera neitt alvarlegt þannig séð. Ég ætla að reyna að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn en við sjáum bara til hvað verður úr því,“ segir Ísak.
Breiðablik Landslið karla í fótbolta Besta deild karla Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira