Seinagangur KR kostaði tæplega hálfa milljón Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 12:00 KR-ingar skulduðu KKÍ pening og þurftu að greiða tvöfalt þátttökugjald fyrir veturinn vegna seinagangs. Vísir/Bára Dröfn Öll lið hafa gengið frá skráningargjaldi til Körfuknattleikssambands Íslands fyrir þátttöku í deildum sambandsins í vetur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ staðfestir að KR var of seint að borga, sem kostaði Vesturbæinga skildinginn. Frestur til að greiða skráningargjöld vegna þátttöku á Íslandsmótum á vegum KKÍ rann út þann 31. maí síðastliðinn. Öll félög landsins gengu frá sínum greiðslum tímanlega, nema eitt. Það var vegna þess að félagið var í skuld við KKÍ, en ekki er leyfilegt að skrá lið til keppni ef slík skuld er til staðar. „Ég get staðfest það að það var eitt félag sem náði ekki að greiða sína skuld við sambandið á réttum tíma en samkvæmt reglugerð um körfuknattleiksmót þurfa félög að vera skuldlaus við KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi, og hann staðfesti enn fremur að KR er félagið sem var of seint að ganga frá skuldum sínum og skráningagjaldi. „Já, ég get staðfest að þetta félag sem um ræðir er KR.“ Dýrt spaug Líkt og Hannes kemur inn á gat KR ekki gengið frá þátttökumálum þar sem félagið var í skuld við KKÍ. Leikjaniðurröðun og frekara skipulag hefur því þurft að bíða þar sem KKÍ gaf félaginu frest. KR gekk loks frá greiðslumálum sínum til sambandsins í gær, níu dögum á eftir áætlun. Í 6. gr. reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót segir: „Félag sem skuldar KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni er óheimilt að skrá lið til keppni.“ Einnig segir í greininni: „Sæki félag um þátttöku eftir að skráningarfrestur rennur út skal það greiða tvöfalt þátttökugjald fái það þátttökurétt.“ Það að KR hafi ekki getað gengið frá skuldamálum sínum og þátttökugjöldum tímanlega kostar félagið því skildinginn. Skráningargjald fyrir Subway-deild karla, þar sem KR leikur, er 300 þúsund krónur og gjaldið fyrir 1. deild kvenna, þar sem kvennaliðið leikur, er 140 þúsund krónur. KR þurfti því, samkvæmt lagagreininni að ofan, að borga tvöfalt skráningargjald. Félagið varð því að punga út 440 þúsund krónum aukalega í skráningargjald, og borga alls 880 þúsund krónur, ofan á skuldina til KKÍ. Mörg félög tæp á greiðslu og illa stödd eftir Covid Hannes segir að þónokkur félög hafi verið tæp á að ná að greiða skráningargjöld áður en fresturinn rann út þann 31. maí, þar sem Covid-faraldurinn hafi leikið félög grátt síðustu ár. KR gekk þá loks frá sínum málum í gær og mun því geta tekið þátt í Subway-deild karla og 1. deild kvenna í vetur. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag náði því ekki. Það kláraði að gera upp í gær, miðvikudag, og hefur því verið skráð til keppni en þarf að greiða tvöfald þáttökugjald samkvæmt sömu reglugerð.“ segir Hannes. Subway-deild karla KR Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira
Frestur til að greiða skráningargjöld vegna þátttöku á Íslandsmótum á vegum KKÍ rann út þann 31. maí síðastliðinn. Öll félög landsins gengu frá sínum greiðslum tímanlega, nema eitt. Það var vegna þess að félagið var í skuld við KKÍ, en ekki er leyfilegt að skrá lið til keppni ef slík skuld er til staðar. „Ég get staðfest það að það var eitt félag sem náði ekki að greiða sína skuld við sambandið á réttum tíma en samkvæmt reglugerð um körfuknattleiksmót þurfa félög að vera skuldlaus við KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi, og hann staðfesti enn fremur að KR er félagið sem var of seint að ganga frá skuldum sínum og skráningagjaldi. „Já, ég get staðfest að þetta félag sem um ræðir er KR.“ Dýrt spaug Líkt og Hannes kemur inn á gat KR ekki gengið frá þátttökumálum þar sem félagið var í skuld við KKÍ. Leikjaniðurröðun og frekara skipulag hefur því þurft að bíða þar sem KKÍ gaf félaginu frest. KR gekk loks frá greiðslumálum sínum til sambandsins í gær, níu dögum á eftir áætlun. Í 6. gr. reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót segir: „Félag sem skuldar KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni er óheimilt að skrá lið til keppni.“ Einnig segir í greininni: „Sæki félag um þátttöku eftir að skráningarfrestur rennur út skal það greiða tvöfalt þátttökugjald fái það þátttökurétt.“ Það að KR hafi ekki getað gengið frá skuldamálum sínum og þátttökugjöldum tímanlega kostar félagið því skildinginn. Skráningargjald fyrir Subway-deild karla, þar sem KR leikur, er 300 þúsund krónur og gjaldið fyrir 1. deild kvenna, þar sem kvennaliðið leikur, er 140 þúsund krónur. KR þurfti því, samkvæmt lagagreininni að ofan, að borga tvöfalt skráningargjald. Félagið varð því að punga út 440 þúsund krónum aukalega í skráningargjald, og borga alls 880 þúsund krónur, ofan á skuldina til KKÍ. Mörg félög tæp á greiðslu og illa stödd eftir Covid Hannes segir að þónokkur félög hafi verið tæp á að ná að greiða skráningargjöld áður en fresturinn rann út þann 31. maí, þar sem Covid-faraldurinn hafi leikið félög grátt síðustu ár. KR gekk þá loks frá sínum málum í gær og mun því geta tekið þátt í Subway-deild karla og 1. deild kvenna í vetur. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag náði því ekki. Það kláraði að gera upp í gær, miðvikudag, og hefur því verið skráð til keppni en þarf að greiða tvöfald þáttökugjald samkvæmt sömu reglugerð.“ segir Hannes.
Subway-deild karla KR Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira