Louis van Gaal gerði 11 breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-4 útisigrinum gegn Belgíu í síðasta leik en fyrri hálfleikurinn var markalaus.
Teun Koopmeiners kom Hollendingum yfir á 50. mínútu með föstu skoti við vítateigslínuna. Hollendingarnir voru sterkari heilt yfir og litu alltaf út fyrir að bæta við seinna markinu. Á 92. mínútu fengu þeir þó mark í andlitið þegar Rhys Norrington-Davis jafnaði leikinn með fyrsta landsliðsmarki sínu eftir kollspyrnu á fjærstöng og allt ætlaði um koll að keyra í Cardiff.
Hollendingar tóku miðju og bryggja upp góða sókn en innan við tveimur mínútum frá jöfnunar markinu eru gestirnir búnir að taka forystuna aftur. Fyrirgjöf frá vinstri væng er mætt með flugskalla frá Wout Weghorst og Adam Davis í marki Wales kemur engum vörnum við. Lokatölur 1-2 fyrir Holland sem fer á topp riðils fjögur með 6 stig eftir tvo leiki. Wales er þó á botninum með 0 stig.
Belgar voru staðráðnir að bæta upp fyrir tapið stóra gegn Hollandi á heimavelli í síðustu umferð og gerðu það heldur betur með því að valta yfir Pólverja, 6-1.
Belgar hafa skorað í hverjum einasta landsleik sem þeir hafa spilað síðan í júlí 2018 og í kvöld varð það markaflóð.
Axel Witsel, Kevin De Bruyne, Lois Openda og Leander Dendoncker gerðu mörk Belgíu ásamt tveimur mörkum frá Leandro Trossard. Robert Lewandowski kom Pólverjum þó fyrst yfir á 28. mínútu. Bæði lið eru jöfn af stigum í 2. og 3. sæti 4. riðils, bæði með þrjú stig. Belgar eru ofan á með betri markatölu, +2 gegn -4.