Fundarhöld með namibískum rannsakendum og saksóknara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. júní 2022 12:16 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að það sé góður gangur á rannsókninni. Héraðssaksóknari hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu er stödd hér á landi ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur. Héraðssaksóknari segir að það sé góður gangur á rannsókninni. Tvö og hálft ár er liðið síðan Kveikur, Stundin og Al jazeera í samstarfi við Wikileaks flettu ofan af Samherjamálinu en í umfjöllun þeirra steig Jóhannes Stefánsson uppljóstrari fram og fullyrti um mútugreiðslur og skattsvik. „Það hefur verið töluvert mikil gagnaöflun og verið að vinna úr henni auk þess sem yfirheyrslur hafa verið í gangi en það hafa orðið svolitlar tafir eins og flestir þekkja vegna COVID-19 og þá hafa verið erfiðleikar við að ná fundum, aðallega erlendis í tengslum við það. Það er nú verið að bæta úr því síðustu daga.“ Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sem staðfestir það sem greint er frá í ítarlegri grein á Stundinni að íslenskir rannsakendur hafi hitt þá namibísku í Haag í síðustu viku til að stilla saman strengi. Fundarhöldum hefur síðan verið fram haldið hér á Íslandi á síðustu dögum. „Núna síðast eru fundir þá með þeim aðilum sem eru með rannsókn og saksókn í málum í Namibíu og það þurfti aðeins að fara yfir hvernig mál standa þar og það hafa nú verið fundir um það núna upp á síðkastið […] Ég get ekki farið neitt nánar ofan í efni fundanna en staðfesti þó að fundirnir hafi farið fram og hafa verið mjög gagnlegir.“ Netumbo Nandi-Ndaitwah varaforsætisráðherra Namibíu er stödd hér á landi ásamt þeim Ernu Van Der Merwe aðstoðarforstjóra namibísku spillingarlögreglunnar og Mörthu Imalwa, ríkissaksóknara. Tilgangur heimsóknarinnar er að hitta íslenska rannsakendur en einnig íslenska ráðherra. Ólafur vildi hvorki greina frá því hvort formleg framsalsbeiðni yfir hinum grunuðu hafi borist né hvort slík beiðni hafi verið rædd á fundum þeirra en samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa namibískir rannsakendur farið fram á það við namibísk dómsmálayfirvöld, enda er framsal forsenda ákæru. „En hins vegar eru fjölmörg önnur atriði en þetta framsal sem brýnt er að ræða og er undir í rannsókninni. Það er ýmislegt annað sem er uppi á teningnum en einungis það atriði.“ En er eðlilegt að rannsókn taki svona langan tíma? „Já það getur verið það ef um er að ræða stórt og viðamikið mál. Þá taka þessi mál yfirleitt langan tíma, hvort sem það er hér á Íslandi eða erlendis. Ég bendi þá á, í þessu samhengi, að rannsakendur í Namibíu voru byrjaðir að skoða þetta mál margt löngu fyrir árið 2019. Ég held að það hafi verið árið 2015 sem þeir hófu að skoða þetta mál.“ En teljið þið ykkur hafa allt sem þið þurfið; nægan mannafla og nægt fjármagn? „Svona mál taka auðvitað verulega í og halda fólki lengi uppteknu þannig að það ætti vera meira en það hefur engu að síður verið ágætis gangur í þessu máli og við teljum að það eigi að vera hægt að klára það.“ Ólafur sagði að ekki væri skynsamlegt að nefna neinn tímaramma þegar hann var spurður hvenær hann telji að rannsókn yrði lokið og málið sett í hendur ákæruvalds. „Það er vegna þess að við erum með útistandandi réttarbeiðni og þá liggur ekki alltaf fyrir hvenær við fáum endurheimturnar út úr því en þessu miðar samt alveg ágætlega.“ Samherjaskjölin Namibía Lögreglumál Tengdar fréttir Ársreikningar með fyrirvara vegna stöðunnar í Namibíu Samstæðan Samherji Holding ehf. hagnaðist um 27,4 milljónir evra á seinasta ári eða sem nemur um 4,04 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi. Hagnaður nam 1,4 milljónum evra árið 2019. 30. desember 2021 12:57 Jóhannes uppljóstrari verðlaunaður í Svíþjóð Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, fékk sjálfbærnisverðlaun Gautaborgar í dag, sem kallast Win Win. hann fékk um fimmtán milljónir króna í verðlaunafé. 21. október 2021 22:37 Fjársveltar rannsóknir á efnahagsbrotum Á síðustu árum hafa komið upp nokkur stór mál þar sem rökstuddur grunur leikur á um stórfelld efnahagsbrot. Það er mikið áhyggjuefni hversu lengi þessi mál eru til meðferðar hjá yfirvöldum. 21. september 2021 12:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Tvö og hálft ár er liðið síðan Kveikur, Stundin og Al jazeera í samstarfi við Wikileaks flettu ofan af Samherjamálinu en í umfjöllun þeirra steig Jóhannes Stefánsson uppljóstrari fram og fullyrti um mútugreiðslur og skattsvik. „Það hefur verið töluvert mikil gagnaöflun og verið að vinna úr henni auk þess sem yfirheyrslur hafa verið í gangi en það hafa orðið svolitlar tafir eins og flestir þekkja vegna COVID-19 og þá hafa verið erfiðleikar við að ná fundum, aðallega erlendis í tengslum við það. Það er nú verið að bæta úr því síðustu daga.“ Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sem staðfestir það sem greint er frá í ítarlegri grein á Stundinni að íslenskir rannsakendur hafi hitt þá namibísku í Haag í síðustu viku til að stilla saman strengi. Fundarhöldum hefur síðan verið fram haldið hér á Íslandi á síðustu dögum. „Núna síðast eru fundir þá með þeim aðilum sem eru með rannsókn og saksókn í málum í Namibíu og það þurfti aðeins að fara yfir hvernig mál standa þar og það hafa nú verið fundir um það núna upp á síðkastið […] Ég get ekki farið neitt nánar ofan í efni fundanna en staðfesti þó að fundirnir hafi farið fram og hafa verið mjög gagnlegir.“ Netumbo Nandi-Ndaitwah varaforsætisráðherra Namibíu er stödd hér á landi ásamt þeim Ernu Van Der Merwe aðstoðarforstjóra namibísku spillingarlögreglunnar og Mörthu Imalwa, ríkissaksóknara. Tilgangur heimsóknarinnar er að hitta íslenska rannsakendur en einnig íslenska ráðherra. Ólafur vildi hvorki greina frá því hvort formleg framsalsbeiðni yfir hinum grunuðu hafi borist né hvort slík beiðni hafi verið rædd á fundum þeirra en samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa namibískir rannsakendur farið fram á það við namibísk dómsmálayfirvöld, enda er framsal forsenda ákæru. „En hins vegar eru fjölmörg önnur atriði en þetta framsal sem brýnt er að ræða og er undir í rannsókninni. Það er ýmislegt annað sem er uppi á teningnum en einungis það atriði.“ En er eðlilegt að rannsókn taki svona langan tíma? „Já það getur verið það ef um er að ræða stórt og viðamikið mál. Þá taka þessi mál yfirleitt langan tíma, hvort sem það er hér á Íslandi eða erlendis. Ég bendi þá á, í þessu samhengi, að rannsakendur í Namibíu voru byrjaðir að skoða þetta mál margt löngu fyrir árið 2019. Ég held að það hafi verið árið 2015 sem þeir hófu að skoða þetta mál.“ En teljið þið ykkur hafa allt sem þið þurfið; nægan mannafla og nægt fjármagn? „Svona mál taka auðvitað verulega í og halda fólki lengi uppteknu þannig að það ætti vera meira en það hefur engu að síður verið ágætis gangur í þessu máli og við teljum að það eigi að vera hægt að klára það.“ Ólafur sagði að ekki væri skynsamlegt að nefna neinn tímaramma þegar hann var spurður hvenær hann telji að rannsókn yrði lokið og málið sett í hendur ákæruvalds. „Það er vegna þess að við erum með útistandandi réttarbeiðni og þá liggur ekki alltaf fyrir hvenær við fáum endurheimturnar út úr því en þessu miðar samt alveg ágætlega.“
Samherjaskjölin Namibía Lögreglumál Tengdar fréttir Ársreikningar með fyrirvara vegna stöðunnar í Namibíu Samstæðan Samherji Holding ehf. hagnaðist um 27,4 milljónir evra á seinasta ári eða sem nemur um 4,04 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi. Hagnaður nam 1,4 milljónum evra árið 2019. 30. desember 2021 12:57 Jóhannes uppljóstrari verðlaunaður í Svíþjóð Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, fékk sjálfbærnisverðlaun Gautaborgar í dag, sem kallast Win Win. hann fékk um fimmtán milljónir króna í verðlaunafé. 21. október 2021 22:37 Fjársveltar rannsóknir á efnahagsbrotum Á síðustu árum hafa komið upp nokkur stór mál þar sem rökstuddur grunur leikur á um stórfelld efnahagsbrot. Það er mikið áhyggjuefni hversu lengi þessi mál eru til meðferðar hjá yfirvöldum. 21. september 2021 12:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Ársreikningar með fyrirvara vegna stöðunnar í Namibíu Samstæðan Samherji Holding ehf. hagnaðist um 27,4 milljónir evra á seinasta ári eða sem nemur um 4,04 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi. Hagnaður nam 1,4 milljónum evra árið 2019. 30. desember 2021 12:57
Jóhannes uppljóstrari verðlaunaður í Svíþjóð Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, fékk sjálfbærnisverðlaun Gautaborgar í dag, sem kallast Win Win. hann fékk um fimmtán milljónir króna í verðlaunafé. 21. október 2021 22:37
Fjársveltar rannsóknir á efnahagsbrotum Á síðustu árum hafa komið upp nokkur stór mál þar sem rökstuddur grunur leikur á um stórfelld efnahagsbrot. Það er mikið áhyggjuefni hversu lengi þessi mál eru til meðferðar hjá yfirvöldum. 21. september 2021 12:45