„Þetta er leikur sem við eigum að vinna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2022 22:30 Arnór Sigurðsson segir að Ísland eigi að vinna Albaníu á heimavelli. Vísir/Diego Arnór Sigurðsson var öflugur í liði Íslands er það gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Arnór segir Ísland eiga að gera kröfu á sigur í svona leik. „Þetta er svekkjandi að ná ekki að klára þetta. Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, fyrri hálfleikurinn var kannski kaflaskiptur, þar sem við náðum ekki alveg að spila þann leik sem við vildum spila. Við fáum, og ég fæ, fín færi í fyrri hálfleik og við komumst í fínar stöður í seinni, svo það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ sagði Arnór um tilfinninguna eftir leik. Arnór var þá spurður hvort liðið hefði farið yfir eitthvað sérstakt í hálfleik. Fyrst tilfinningin sé að síðari hálfleikurinn hafi verið töluvert betri en sá fyrri. „Við vildum pressa þá hærra. Það var líka planið í fyrri en kannski gekk ekki alveg. Við vorum ákveðnari og meðvitaðri um það í seinni og skorum snemma sem gefur okkur helling. Seinni hálfleikurinn mjög góður finnst mér.“ Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki í riðli sínum í Þjóðadeildinni. Jafntefli kvöldsins kemur í kjölfarið á 2-2 jafntefli við Ísrael ytra í miðri viku. Hvað vantar upp á svo þrjú stig náist? „Mér fannst markið sem þeir skora frekar soft. Við þurfum að vera þéttari og þetta á ekki að gerast, það á ekki að koma rebound inn í teig sem við vinnum ekki. Þannig að við þurfum að fara yfir þennan leik. Mér fannst við sýna karakter að koma til baka en við eigum líka að klára svona leiki - heima á móti Albaníu - þetta er leikur sem við eigum að vinna.“ segir Arnór. Arnór kvaðst að lokum ánægður með stemninguna á vellinum í kvöld. Alltaf sé gott að spila á Laugardalsvelli. „Það er alltaf gaman að koma og spila á Íslandi, sérstaklega þegar það er stemning. Mér fannst fín stemning í dag og vonandi sjáum við fleiri á móti Ísrael. En það að koma og spila á Laugardalsvelli er alltaf sérstök tilfinning.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Vildi ekki reyna að halda boltanum á blautu grasi“ Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður A-landsliðs karla, var súr eftir annað jafnteflið í röð í Þjóðadeild UEFA 6. júní 2022 21:45 Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
„Þetta er svekkjandi að ná ekki að klára þetta. Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, fyrri hálfleikurinn var kannski kaflaskiptur, þar sem við náðum ekki alveg að spila þann leik sem við vildum spila. Við fáum, og ég fæ, fín færi í fyrri hálfleik og við komumst í fínar stöður í seinni, svo það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ sagði Arnór um tilfinninguna eftir leik. Arnór var þá spurður hvort liðið hefði farið yfir eitthvað sérstakt í hálfleik. Fyrst tilfinningin sé að síðari hálfleikurinn hafi verið töluvert betri en sá fyrri. „Við vildum pressa þá hærra. Það var líka planið í fyrri en kannski gekk ekki alveg. Við vorum ákveðnari og meðvitaðri um það í seinni og skorum snemma sem gefur okkur helling. Seinni hálfleikurinn mjög góður finnst mér.“ Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki í riðli sínum í Þjóðadeildinni. Jafntefli kvöldsins kemur í kjölfarið á 2-2 jafntefli við Ísrael ytra í miðri viku. Hvað vantar upp á svo þrjú stig náist? „Mér fannst markið sem þeir skora frekar soft. Við þurfum að vera þéttari og þetta á ekki að gerast, það á ekki að koma rebound inn í teig sem við vinnum ekki. Þannig að við þurfum að fara yfir þennan leik. Mér fannst við sýna karakter að koma til baka en við eigum líka að klára svona leiki - heima á móti Albaníu - þetta er leikur sem við eigum að vinna.“ segir Arnór. Arnór kvaðst að lokum ánægður með stemninguna á vellinum í kvöld. Alltaf sé gott að spila á Laugardalsvelli. „Það er alltaf gaman að koma og spila á Íslandi, sérstaklega þegar það er stemning. Mér fannst fín stemning í dag og vonandi sjáum við fleiri á móti Ísrael. En það að koma og spila á Laugardalsvelli er alltaf sérstök tilfinning.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Vildi ekki reyna að halda boltanum á blautu grasi“ Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður A-landsliðs karla, var súr eftir annað jafnteflið í röð í Þjóðadeild UEFA 6. júní 2022 21:45 Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
„Vildi ekki reyna að halda boltanum á blautu grasi“ Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður A-landsliðs karla, var súr eftir annað jafnteflið í röð í Þjóðadeild UEFA 6. júní 2022 21:45
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42