Meintur banamaður Litvinenkos lést úr Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 18:29 Dmitry Kovtun lést á sjúkrahúsi í Moskvu úr Covid-19. Getty/Alexey Maishev Annar mannanna, sem sakaður er um að hafa banað Alexander Litvinenko í Lundúnum, er látinn úr Covid-19. Dmitry Kovtun var sakaður um að hafa, með Andrei Lugovoy, komið Litvinenko fyrir kattarnef árið 2006 fyrir hönd rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Kovtun lést á spítala í Moskvu samkvæmt frétt TASS, ríkisfjölmiðils í Rússlandi. Lugovoy, sem nú er hátt settur þingmaður í rússnesku Dúmunni, lýsti mikilli sorg í samtali við TASS og að hann syrgði dauða náins og trygglinds vinar. Dauði Litvinenko vakti mikla athygli á sínum tíma en hann hafði, áður en hann flúði til Bretlands, starfað fyrir hina alræmdu KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Áður en hann flúði var hann orðinn einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og fyrrverandi samstarfsmanns hans. Eftir flóttann til Bretlands starfaði Litvinenko hjá bresku leyniþjónustunni, MI6. Hann dó kvalarfullum dauða eftir að eitri var komið fyrir í tebolla sem hann drakk í Lundúnum. Eitrið, Polonium 210, er sjaldgæft og geislavirkt efni sem rakið var til Sovétríkjanna. Alexander Litvinenko á dánarbeðinu í Lundúnum.Getty/Natasja Weitsz Á dánarbeði sínu sakaði Litvinenko Pútín um að hafa fyrirskipað banatilræðið en yfirvöld í Kreml hafa alla tíð neitað aðkomu að dauða hans. Niðurstöður breskrar rannsóknar, sem kynntar voru árið 2016, bentu hins vegar til þess að banatilræðið hafi verið á vegum FSB og að þáverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, Nikolai Patrushev, og Vladimír Pútín sjálfur hafi fyrirskipað tilræðið. Þá kom einnig fram í niðurstöðunum að Lugovoy og Kovtun hafi verið þeir sem komu eitrinu fyrir í tebolla Litvinenkos. Breskir rannsakendur höfðu fundið leyfar af polonium víða um Lundúnir, á stöðum þar sem tvíeykið hafði komið við, þar á meðal á skrifstofum, hótelum, flugvélum og á fótboltaleikvangi Arsenal. Báðir neituðu sök og Rússland neitaði að framselja þá til Bretlands fyrir réttarhöld í málinu. Þetta er ekki eina skiptið sem grunur hefur verið uppi um að Kreml hafi fyrirskipað eitrun fyrir Rússum á breskri grundu. Árið 2018 kom viðlíka mál upp þegar tilraun var gerð til að bana Sergei Skripal, sem var eitt sinn rússneskur njósnari, og Yuliu dóttur hans með taugaeitrinu novichok. Þrír rússneskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir banatilræðið gegn Skripal-feðginunum en bresk yfirvöld hafa ekki enn náð að rétta yfir þeim. Rússland Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Andlát Tengdar fréttir Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. 21. september 2021 10:52 Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Dmitry Kovtun var sakaður um að hafa, með Andrei Lugovoy, komið Litvinenko fyrir kattarnef árið 2006 fyrir hönd rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Kovtun lést á spítala í Moskvu samkvæmt frétt TASS, ríkisfjölmiðils í Rússlandi. Lugovoy, sem nú er hátt settur þingmaður í rússnesku Dúmunni, lýsti mikilli sorg í samtali við TASS og að hann syrgði dauða náins og trygglinds vinar. Dauði Litvinenko vakti mikla athygli á sínum tíma en hann hafði, áður en hann flúði til Bretlands, starfað fyrir hina alræmdu KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Áður en hann flúði var hann orðinn einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og fyrrverandi samstarfsmanns hans. Eftir flóttann til Bretlands starfaði Litvinenko hjá bresku leyniþjónustunni, MI6. Hann dó kvalarfullum dauða eftir að eitri var komið fyrir í tebolla sem hann drakk í Lundúnum. Eitrið, Polonium 210, er sjaldgæft og geislavirkt efni sem rakið var til Sovétríkjanna. Alexander Litvinenko á dánarbeðinu í Lundúnum.Getty/Natasja Weitsz Á dánarbeði sínu sakaði Litvinenko Pútín um að hafa fyrirskipað banatilræðið en yfirvöld í Kreml hafa alla tíð neitað aðkomu að dauða hans. Niðurstöður breskrar rannsóknar, sem kynntar voru árið 2016, bentu hins vegar til þess að banatilræðið hafi verið á vegum FSB og að þáverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, Nikolai Patrushev, og Vladimír Pútín sjálfur hafi fyrirskipað tilræðið. Þá kom einnig fram í niðurstöðunum að Lugovoy og Kovtun hafi verið þeir sem komu eitrinu fyrir í tebolla Litvinenkos. Breskir rannsakendur höfðu fundið leyfar af polonium víða um Lundúnir, á stöðum þar sem tvíeykið hafði komið við, þar á meðal á skrifstofum, hótelum, flugvélum og á fótboltaleikvangi Arsenal. Báðir neituðu sök og Rússland neitaði að framselja þá til Bretlands fyrir réttarhöld í málinu. Þetta er ekki eina skiptið sem grunur hefur verið uppi um að Kreml hafi fyrirskipað eitrun fyrir Rússum á breskri grundu. Árið 2018 kom viðlíka mál upp þegar tilraun var gerð til að bana Sergei Skripal, sem var eitt sinn rússneskur njósnari, og Yuliu dóttur hans með taugaeitrinu novichok. Þrír rússneskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir banatilræðið gegn Skripal-feðginunum en bresk yfirvöld hafa ekki enn náð að rétta yfir þeim.
Rússland Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Andlát Tengdar fréttir Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. 21. september 2021 10:52 Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. 21. september 2021 10:52
Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59
Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03