Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Heimir Már Pétursson skrifar 3. júní 2022 21:07 Nýir og áður kjörnir borgarfulltrúar hafa setið á þriggja daga námskeiði í Ráðhúsinu frá því á miðvikudag. Stöð 2/Egill Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. Það eru fjórir dagar í fyrsta borgarstjórnarfundinn á nýju kjörtímabili. Það er ekkert sem segir að borgarstjórn geti ekki komið saman þótt ekki sé búið að mynda meirihluta. En oddvitar flokkanna fjögurra sem nú ræða saman stefna ljóst og leynt að því að ljúka meirihlutaviðræðunum fyrir borgarstjórnarfundinn. Borgarfulltrúar voru einbeittir á námskeiðinu í Ráðhúsinu í dag.Stöð 2/Egill Nýir og áður kjörnir borgarfulltrúar luku þriggja daga námskeiði í Ráðhúsinu í dag þar sem farið var yfir stjórnkerfi borgarinnar, nefndir, ráð og fundarsköp sem aðeinhverju leyti hefur tafið meirihlutaviðræður oddvita flokkanna fjögurra. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir þau hins vega stefna á stíf fundarhöld um helgina. „Við ætlum að nota helgina já. Höfum aðeins verið að nota þessa daga. Tekið örfundi og það hefur bara gengið vel. Aðeins að halda okkur heitum. Það skiptir líka máli,“ segir Þórdís Lóa. Þau hafi náð að snerta á öllum málaflokkum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er bjartsýn á flokki hennar Viðreisn, Framsóknarflokknum, Samfylkingunni og Pírötum takist að ná samkomulagi um nýjan meirihluta í borginni á allra næstu dögum.Stöð 2/Egill „Nú erum við byrjuð í textavinnu og byrjuð að aðgerðabinda og hnoða þetta meira saman. Svo er náttúrlega það sem allir eru alltaf að spyrja um; hlutverkin sem við förum í síðast,“ segir Þórdís Lóa sposk á svip. Það komi að því um helgina eða þegar líða taki á annan í Hvítasunnu á mánudag. Enginn einn málaflokkur hafi reynst flokkunum erfiður þótt þeir hefðu stundum ólíka sýn innan einstakra málaflokka. „En það steytir ekki á neinu stórkostlegu. Það er kannski eitt af því sem við vorum búin að átta okkur á í kosningabaráttunni. Að leiðir þessara fjögurra flokka eru bara nokkuð góðar þegar kemur aðheildarsýn á hvernig borg við viljum til frambúðar.“ Er eitthvað þar sem mun koma okkur almenningi á óvart? „Ég held að við getum alla vega verið alveg viss um að það verða breytingar. Við erum að setja kraft í ýmis mál.“ Kannski með pólitískt lygaramerki á tánum, tekst þetta fyrir þriðjudag? „Ég vona það og við stefnum að því,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Það eru fjórir dagar í fyrsta borgarstjórnarfundinn á nýju kjörtímabili. Það er ekkert sem segir að borgarstjórn geti ekki komið saman þótt ekki sé búið að mynda meirihluta. En oddvitar flokkanna fjögurra sem nú ræða saman stefna ljóst og leynt að því að ljúka meirihlutaviðræðunum fyrir borgarstjórnarfundinn. Borgarfulltrúar voru einbeittir á námskeiðinu í Ráðhúsinu í dag.Stöð 2/Egill Nýir og áður kjörnir borgarfulltrúar luku þriggja daga námskeiði í Ráðhúsinu í dag þar sem farið var yfir stjórnkerfi borgarinnar, nefndir, ráð og fundarsköp sem aðeinhverju leyti hefur tafið meirihlutaviðræður oddvita flokkanna fjögurra. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir þau hins vega stefna á stíf fundarhöld um helgina. „Við ætlum að nota helgina já. Höfum aðeins verið að nota þessa daga. Tekið örfundi og það hefur bara gengið vel. Aðeins að halda okkur heitum. Það skiptir líka máli,“ segir Þórdís Lóa. Þau hafi náð að snerta á öllum málaflokkum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er bjartsýn á flokki hennar Viðreisn, Framsóknarflokknum, Samfylkingunni og Pírötum takist að ná samkomulagi um nýjan meirihluta í borginni á allra næstu dögum.Stöð 2/Egill „Nú erum við byrjuð í textavinnu og byrjuð að aðgerðabinda og hnoða þetta meira saman. Svo er náttúrlega það sem allir eru alltaf að spyrja um; hlutverkin sem við förum í síðast,“ segir Þórdís Lóa sposk á svip. Það komi að því um helgina eða þegar líða taki á annan í Hvítasunnu á mánudag. Enginn einn málaflokkur hafi reynst flokkunum erfiður þótt þeir hefðu stundum ólíka sýn innan einstakra málaflokka. „En það steytir ekki á neinu stórkostlegu. Það er kannski eitt af því sem við vorum búin að átta okkur á í kosningabaráttunni. Að leiðir þessara fjögurra flokka eru bara nokkuð góðar þegar kemur aðheildarsýn á hvernig borg við viljum til frambúðar.“ Er eitthvað þar sem mun koma okkur almenningi á óvart? „Ég held að við getum alla vega verið alveg viss um að það verða breytingar. Við erum að setja kraft í ýmis mál.“ Kannski með pólitískt lygaramerki á tánum, tekst þetta fyrir þriðjudag? „Ég vona það og við stefnum að því,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50
Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21
Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20